Innlent

Skjálfti í Bárðarbunguöskjunni

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Horft í átt að Bárðarbungu.
Horft í átt að Bárðarbungu. Vísir/Vilhelm

Rétt fyrir klukkan þrjú í nótt reið skjálfti upp á 3,5 stig yfir í Bárðarbunguöskjunni. Skjálftinn varð í sunnanverðri öskjunni og segir Veðurstofan að nokkrir minni skjálftar hafi fylgt í kjölfarið.

Engin merki eru þó um óróa á svæðinu. 

Frá áramótum hafa fimmtán skjálftar af þessari stærð riðið yfir í Bárðarbungu. Sá stærsti var 5,4 stig í apríl og var þar um að ræða stærsta skjálfta frá goslokum í febrúar 2015. Síðasti stóri skjálfti, 3.0 stig að stærð, kom síðan í lok júní.

Jarðskjálftar eru algengir í Bárðarbungu. 

Fyrr um kvöldið, eða rétt eftir miðnætti, varð síðan skjálfti af stærð 3.0 um 19 km ASA af Grímsey. Engin eftirskjálftavirkni hefur fylgt og engar tilkynningar borist um að hans hafi orðið vart í byggð. 

Það er algengt að fá jarðskjálfta á þessu svæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×