Ásgeir Þór Ásgeirsson staðfestir útkallið við fréttastofu en segir málið nú afgreitt. Það hafi komið til vegna fyrrgreindrar tilkynningar.
„Það fylgdi tilkynningu að maðurinn hafi hlaupið inn í hverfi með hníf. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að maðurinn hafði einhverjar ranghugmyndir um að einhver væri að elta hann,“ segir Ásgeir í samtali við fréttastofu.
Ásgeir staðfestir að maðurinn hafi vissulega verið með hníf á sér, sem hann hafi kastað frá sér þegar lögregla mætti á vettvang. Manninum var í framhaldinu komið fyrir í sjúkrabíl.