Uppgjörið: HK - Fylkir 0-2 | Manni færri með afar mikilvægan sigur Kári Mímisson skrifar 18. ágúst 2024 21:15 Menn tókust vel á í Kórnum í kvöld. vísir/Diego HK tók á móti Fylki í sannkölluðum botnslag í Kórnum í dag. Bæði lið voru í fallsæti fyrir leikinn og þurftu nauðsynlega á sigri að halda. Svo fór að lokum að Fylkir vann afar sannfærandi 2-0 sigur eftir að hafa lent manni undir og í leiðinni tókst liðinu að lyfta sér upp fyrir HK. Þetta fór hægt af stað hér í Kórnum í dag og það má segja að bæði lið hafi haldið sig til baka til að byrja með enda gríðarlega mikið undir. Þegar líða fór á hálfleikinn tóku gestirnir yfir leikinn og það án þess þó að ná að skapa sér nein alvöru tækifæri. Eftir um 10. mínútna leik vildi Fylkir fá vítaspyrnu þegar Halldór Jón Sigurður Þórðarson féll í vítateignum eftir baráttu við Leif Andra Leifsson en Vilhjálmur Alvar og hans menn mátu það svo að Halldór Jón hafði brotið á Leif á undan og því aukaspyrna dæmd fyrir HK. Menn lögðu allt í sölurnar í kvöld.vísir/Diego Áfram voru gestirnir ögn sterkari en það voru hins vegar heimamenn sem fengu besta færi fyrri hálfleiksins þegar hinn stóri og stæðilegi framherji þeirra, Atli Þór Jónasson, skallaði fyrirgjöf Kristjáns Frostasonar í slána af stuttu færi. Staðan því 0-0 þegar flautað var til leikhlés í tiltölulega bragðdaufum fyrri hálfleik. Það dróg hins vegar til tíðinda snemma í seinni hálfleik þegar Halldór Jón fékk að líta rauða spjaldið. Fyrst braut hann á George Nunn sem ákvað launaði honum að með því að grípa í Halldór sem svaraði fyrir sig með því að hrinda Nunn hressilega niður í jörðina. Vilhjálmur Alvar átti ekki neinum vandræðum með að afgreiða þetta mál og rak Halldór Jón réttilega út af og gaf svo Nunn gula spjaldið fyrir sinn þátt í þessu máli. Rauða spjaldið fór á loft í Kórnum í kvöld.vísir/Diego Manni fleiri hresstust HK-ingar örlítið en alls ekki jafn mikið og maður myndi halda og einum manni færri voru það Fylkismenn sem komust yfir þegar Emil Ásmundsson skoraði eftir frábæran undirbúning frá Þórði Gunnari Hafþórssyni. Þórður Gunnar fékk þá boltann úti hægra megin, óð inn á teiginn, framhjá Brynjari Snæ áður en hann plataði Þorstein Aron og lagði boltann út á Emil sem átti gott skot sem endaði í netinu. HK-ingar reyndu hvað þeir gátu til að jafna en án þess að skapa sér nein alvöru marktækifæri og hægt að segja að það hafi verið lítil sannfæring í sóknarleik liðsins. Fylkismenn gerðu svo út um leikinn á 86. mínútu þegar varamaðurinn Þóroddur Víkingsson skoraði annað mark þeirra eftir góða fyrirgjöf frá Stefáni Snæ Stefánssyni. Lokatölur hér í Kórnum 0-2 fyrir Fylki sem lyfta sér af botninum með þessum sigri og komast upp fyrir HK. HK-ingar eru aftur á móti komnir í ansi mikil vandræði og fara á botninn með þessu tapi. Þetta var fyrsti leikur HK-inga í Kórnum eftir að nýtt gervigras var lagt þar.vísir/Diego Atvik leiksins Rauða spjaldið er klárlega atvik leiksins. George Nunn sækir þetta rauða spjald vissulega vel og Halldór Jón gerir sig sekan um rándýr mistök en hann getur heldur betur þakkað liðsfélögum sínum sem tóku þessu mótlæti af einstakri fagmennsku. Þjöppuðu sér saman og stigu upp allir sem einn. Stjörnur og skúrkar Allt HK-liðið var bara virkilega ósannfærandi í dag, sérstaklega sóknarlega. Hjá Fylki er auðvelt að nefna Halldór Jón sem lét reka sig klaufalega af velli sem skúrk en annars var liðið mjög flott í dag og miklu betri aðilinn stærstan hluta leiksins. Dómarinn Villi er auðvitað einn af okkar bestu mönnum og lúkkar hrikalega vel á vellinum. Ekkert út á hann að setja hér í dag og alveg hægt að segja að hann hafi verið með þetta í teskeið. Stemning og umgjörð Það er alltaf sérstakt að vera inn í Kórnum og horfa á fótbolta að sumri til en ég held að flestir séu orðnir þreyttir á að heyra það tuð ár eftir ár. Kórinn er auðvitað rosalegt mannvirki sem HK-ingar geta svo sannarlega verið stoltir af. Þá er einstaklega gaman hvernig þessi Chicago Bulls stemning er í upphafi leiks. Gervigrasið glænýtt og vel lagt og þá voru mörkin heil í dag. Emil Ásmunds: Það er karakter í þessu lið „Það var helvíti ljúft, ég hélt að hann ætlaði ekki inn. Þetta var ekki fast en þetta þarf heldur ekki alltaf að vera fast.“ Sagði Emil Ásmundsson við Val Pál Eiríksson strax að leik loknum. „Í höfðinu mínu var hann svona þrjú og hálft ár á leiðinni inn en það sem skiptir mál er að hann fór inn.“ Fylkir er í bullandi fallbaráttu eins og HK og því hægt að segja að um sex stiga leik hafi verið að ræða. Emil segir að þetta hafi verið úrslitaleikur eins og restin af leikjunum sem framundan er. „Þetta er gríðarlega mikilvægur sigur. Við erum í þannig stöðu að hver einasti leikur sem eftir er af móti er bara úrslitaleikur. Við byrjum á því í dag að vinna þennan leik sem er einn af þessum síðustu úrslitaleikjum og nú þurfum við bara að halda áfram.“ Þetta var fyrsti útisigur Fylkis á tímabilinu. Emil fagnar því að það hafi loksins tekist að vinna á útivelli og segir að nú sé kominn tími til að snúa gengi liðsins á útivelli við. „Heldur betur kominn tími á það. Við erum búnir að vera ágætir heima og ekki tapað mikið af leikjum þar en því miður ekki unnið marga leiki heldur. Núna ætlum við að snúa því við.“ Spurður út í rauða spjaldið hafði Emil eftirfarandi að segja. „Hefði Dóri nú ekki gert neitt þá finnst mér hinn (George Nunn) átt að fjúka út af. Hann fer í andlitið á honum og þess vegna bregst Dóri svona við. Þetta er sekúndubrots ákvörðun sem kostar hann rautt spjald, því miður en það var alveg rétt að reka hann út af.Það er karakter í þessu liði. Mér fannst halla dálítið á okkur í dómgæslunni og líka í öllum svona litlum smáatriðum. Mótlæti gerir okkur ofboðslega sterka og við sýndum gríðarlega karakter í dag. Ég veit að þessi karakter býr í þessu liði, við höfum ekki fengið að sýna það nógu oft í sumar en við þurfum að bæta upp fyrir það með því sýna það restina af mótinu.“ Ómar Ingi: Ég hef hvorki gefið mér né viljað taka tíma í að velta því fyrir mér Vonbrigðin skinu úr augum Ómars Inga þjálfara HK þegar hann mætti í viðtal strax að leik loknum. „Þetta eru náttúrulega gífurleg vonbrigði. Alltof mikið af mistökum í varnarleik okkar. Þessi mörk sem þeir skora, ég á eftir að skoða þetta aftur en að þeir geti dúkkað upp einir í teignum og gengið svona í gegn er bara lélegur varnarleikur í báðum þessum mörkum án þess að taka eitthvað af þeim. Við eigum að geta gert töluvert betur í báðum þessum mörkum. Þetta eru mistök sem við höfum gert of oft til að læra ekki af.“ Ómar segist hafa breytt um leikkerfi eftir rauða spjaldið og segir að menn hafi ekki axlað ábyrgð á sínum hlutverkum í mörkum Fylkis. „Þegar þeir lenda manni undir þá förum við í 4-4-2 og reynum að sækja sigurinn sem við ætluðum okkur. Við vorum bara alltof viðkvæmir baka til og í sóknum þeirra þrátt fyrir liðs muninn og það er mjög leiðinlegt eða eiginlega bara lélegt. Ábyrgðin á hlutverkunum sem menn eiga að sinna var ekki góð og mörkin skapast auðvitað út af því.“ HK á næst leik við KR á fimmtudaginn sem hefði átt að spila í síðustu viku en var frestað vegna þess að skemmda á öðru markanna í Kórnum. KR hefur kært frestunina og vilja að þeim sé dæmdur sigur í leiknum. Spurður út í þetta segist Ómar ekki hafa gefið sér tíma í að hugsa um þetta og að liðið fari nú bara að undirbúa sig fyrir leikinn hvort sem hann verði eða ekki. „Ég hef hvorki gefið mér né viljað taka tíma í að velta því fyrir mér. Við undirbúum okkur fyrir leik á fimmtudaginn og hvað verður er eiginlega ekki í okkar höndum. Þannig að þýðir ekki að vera að velta sér upp úr því og við getum beðið með að undirbúa okkur undir þann leik, það er alveg á hreinu.“ Besta deild karla HK Fylkir
HK tók á móti Fylki í sannkölluðum botnslag í Kórnum í dag. Bæði lið voru í fallsæti fyrir leikinn og þurftu nauðsynlega á sigri að halda. Svo fór að lokum að Fylkir vann afar sannfærandi 2-0 sigur eftir að hafa lent manni undir og í leiðinni tókst liðinu að lyfta sér upp fyrir HK. Þetta fór hægt af stað hér í Kórnum í dag og það má segja að bæði lið hafi haldið sig til baka til að byrja með enda gríðarlega mikið undir. Þegar líða fór á hálfleikinn tóku gestirnir yfir leikinn og það án þess þó að ná að skapa sér nein alvöru tækifæri. Eftir um 10. mínútna leik vildi Fylkir fá vítaspyrnu þegar Halldór Jón Sigurður Þórðarson féll í vítateignum eftir baráttu við Leif Andra Leifsson en Vilhjálmur Alvar og hans menn mátu það svo að Halldór Jón hafði brotið á Leif á undan og því aukaspyrna dæmd fyrir HK. Menn lögðu allt í sölurnar í kvöld.vísir/Diego Áfram voru gestirnir ögn sterkari en það voru hins vegar heimamenn sem fengu besta færi fyrri hálfleiksins þegar hinn stóri og stæðilegi framherji þeirra, Atli Þór Jónasson, skallaði fyrirgjöf Kristjáns Frostasonar í slána af stuttu færi. Staðan því 0-0 þegar flautað var til leikhlés í tiltölulega bragðdaufum fyrri hálfleik. Það dróg hins vegar til tíðinda snemma í seinni hálfleik þegar Halldór Jón fékk að líta rauða spjaldið. Fyrst braut hann á George Nunn sem ákvað launaði honum að með því að grípa í Halldór sem svaraði fyrir sig með því að hrinda Nunn hressilega niður í jörðina. Vilhjálmur Alvar átti ekki neinum vandræðum með að afgreiða þetta mál og rak Halldór Jón réttilega út af og gaf svo Nunn gula spjaldið fyrir sinn þátt í þessu máli. Rauða spjaldið fór á loft í Kórnum í kvöld.vísir/Diego Manni fleiri hresstust HK-ingar örlítið en alls ekki jafn mikið og maður myndi halda og einum manni færri voru það Fylkismenn sem komust yfir þegar Emil Ásmundsson skoraði eftir frábæran undirbúning frá Þórði Gunnari Hafþórssyni. Þórður Gunnar fékk þá boltann úti hægra megin, óð inn á teiginn, framhjá Brynjari Snæ áður en hann plataði Þorstein Aron og lagði boltann út á Emil sem átti gott skot sem endaði í netinu. HK-ingar reyndu hvað þeir gátu til að jafna en án þess að skapa sér nein alvöru marktækifæri og hægt að segja að það hafi verið lítil sannfæring í sóknarleik liðsins. Fylkismenn gerðu svo út um leikinn á 86. mínútu þegar varamaðurinn Þóroddur Víkingsson skoraði annað mark þeirra eftir góða fyrirgjöf frá Stefáni Snæ Stefánssyni. Lokatölur hér í Kórnum 0-2 fyrir Fylki sem lyfta sér af botninum með þessum sigri og komast upp fyrir HK. HK-ingar eru aftur á móti komnir í ansi mikil vandræði og fara á botninn með þessu tapi. Þetta var fyrsti leikur HK-inga í Kórnum eftir að nýtt gervigras var lagt þar.vísir/Diego Atvik leiksins Rauða spjaldið er klárlega atvik leiksins. George Nunn sækir þetta rauða spjald vissulega vel og Halldór Jón gerir sig sekan um rándýr mistök en hann getur heldur betur þakkað liðsfélögum sínum sem tóku þessu mótlæti af einstakri fagmennsku. Þjöppuðu sér saman og stigu upp allir sem einn. Stjörnur og skúrkar Allt HK-liðið var bara virkilega ósannfærandi í dag, sérstaklega sóknarlega. Hjá Fylki er auðvelt að nefna Halldór Jón sem lét reka sig klaufalega af velli sem skúrk en annars var liðið mjög flott í dag og miklu betri aðilinn stærstan hluta leiksins. Dómarinn Villi er auðvitað einn af okkar bestu mönnum og lúkkar hrikalega vel á vellinum. Ekkert út á hann að setja hér í dag og alveg hægt að segja að hann hafi verið með þetta í teskeið. Stemning og umgjörð Það er alltaf sérstakt að vera inn í Kórnum og horfa á fótbolta að sumri til en ég held að flestir séu orðnir þreyttir á að heyra það tuð ár eftir ár. Kórinn er auðvitað rosalegt mannvirki sem HK-ingar geta svo sannarlega verið stoltir af. Þá er einstaklega gaman hvernig þessi Chicago Bulls stemning er í upphafi leiks. Gervigrasið glænýtt og vel lagt og þá voru mörkin heil í dag. Emil Ásmunds: Það er karakter í þessu lið „Það var helvíti ljúft, ég hélt að hann ætlaði ekki inn. Þetta var ekki fast en þetta þarf heldur ekki alltaf að vera fast.“ Sagði Emil Ásmundsson við Val Pál Eiríksson strax að leik loknum. „Í höfðinu mínu var hann svona þrjú og hálft ár á leiðinni inn en það sem skiptir mál er að hann fór inn.“ Fylkir er í bullandi fallbaráttu eins og HK og því hægt að segja að um sex stiga leik hafi verið að ræða. Emil segir að þetta hafi verið úrslitaleikur eins og restin af leikjunum sem framundan er. „Þetta er gríðarlega mikilvægur sigur. Við erum í þannig stöðu að hver einasti leikur sem eftir er af móti er bara úrslitaleikur. Við byrjum á því í dag að vinna þennan leik sem er einn af þessum síðustu úrslitaleikjum og nú þurfum við bara að halda áfram.“ Þetta var fyrsti útisigur Fylkis á tímabilinu. Emil fagnar því að það hafi loksins tekist að vinna á útivelli og segir að nú sé kominn tími til að snúa gengi liðsins á útivelli við. „Heldur betur kominn tími á það. Við erum búnir að vera ágætir heima og ekki tapað mikið af leikjum þar en því miður ekki unnið marga leiki heldur. Núna ætlum við að snúa því við.“ Spurður út í rauða spjaldið hafði Emil eftirfarandi að segja. „Hefði Dóri nú ekki gert neitt þá finnst mér hinn (George Nunn) átt að fjúka út af. Hann fer í andlitið á honum og þess vegna bregst Dóri svona við. Þetta er sekúndubrots ákvörðun sem kostar hann rautt spjald, því miður en það var alveg rétt að reka hann út af.Það er karakter í þessu liði. Mér fannst halla dálítið á okkur í dómgæslunni og líka í öllum svona litlum smáatriðum. Mótlæti gerir okkur ofboðslega sterka og við sýndum gríðarlega karakter í dag. Ég veit að þessi karakter býr í þessu liði, við höfum ekki fengið að sýna það nógu oft í sumar en við þurfum að bæta upp fyrir það með því sýna það restina af mótinu.“ Ómar Ingi: Ég hef hvorki gefið mér né viljað taka tíma í að velta því fyrir mér Vonbrigðin skinu úr augum Ómars Inga þjálfara HK þegar hann mætti í viðtal strax að leik loknum. „Þetta eru náttúrulega gífurleg vonbrigði. Alltof mikið af mistökum í varnarleik okkar. Þessi mörk sem þeir skora, ég á eftir að skoða þetta aftur en að þeir geti dúkkað upp einir í teignum og gengið svona í gegn er bara lélegur varnarleikur í báðum þessum mörkum án þess að taka eitthvað af þeim. Við eigum að geta gert töluvert betur í báðum þessum mörkum. Þetta eru mistök sem við höfum gert of oft til að læra ekki af.“ Ómar segist hafa breytt um leikkerfi eftir rauða spjaldið og segir að menn hafi ekki axlað ábyrgð á sínum hlutverkum í mörkum Fylkis. „Þegar þeir lenda manni undir þá förum við í 4-4-2 og reynum að sækja sigurinn sem við ætluðum okkur. Við vorum bara alltof viðkvæmir baka til og í sóknum þeirra þrátt fyrir liðs muninn og það er mjög leiðinlegt eða eiginlega bara lélegt. Ábyrgðin á hlutverkunum sem menn eiga að sinna var ekki góð og mörkin skapast auðvitað út af því.“ HK á næst leik við KR á fimmtudaginn sem hefði átt að spila í síðustu viku en var frestað vegna þess að skemmda á öðru markanna í Kórnum. KR hefur kært frestunina og vilja að þeim sé dæmdur sigur í leiknum. Spurður út í þetta segist Ómar ekki hafa gefið sér tíma í að hugsa um þetta og að liðið fari nú bara að undirbúa sig fyrir leikinn hvort sem hann verði eða ekki. „Ég hef hvorki gefið mér né viljað taka tíma í að velta því fyrir mér. Við undirbúum okkur fyrir leik á fimmtudaginn og hvað verður er eiginlega ekki í okkar höndum. Þannig að þýðir ekki að vera að velta sér upp úr því og við getum beðið með að undirbúa okkur undir þann leik, það er alveg á hreinu.“
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti