Havertz og Saka afgreiddu Úlfana 17. ágúst 2024 15:50 Gabriel var ánægður með Kai Havertz sem skoraði fyrsta mark Arsenal á tímabilinu. Getty/Stuart MacFarlane Kai Havertz og Bukayo Saka sáu um að búa til bæði mörk Arsenal í ansi þægilegum 2-0 sigri liðsins á Wolves í dag, í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Arsenal komst yfir um miðjan fyrri hálfleik þegar Saka skrúfaði boltann af kantinum inn á miðjan teig, þar sem Havertz var mættur og skallaði boltann í netið. Jörgen Strand Larsen var reyndar afar nálægt því að jafna metin fyrir Úlfana skömmu síðar en David Raya varði glæsilega skalla hans af stuttu færi. Saka skoraði svo sjálfur seinna mark Arsenal á 74. mínútu, eftir stutta sendingu Havertz, en Arsenal-menn höfðu þá verið fljótir að taka aukaspyrnu og nýtt sér kæruleysi Úlfanna. Arsenal spilar næst við Aston Villa á útivelli eftir viku en Úlfarnir eiga heimaleik við Chelsea. Enski boltinn
Kai Havertz og Bukayo Saka sáu um að búa til bæði mörk Arsenal í ansi þægilegum 2-0 sigri liðsins á Wolves í dag, í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Arsenal komst yfir um miðjan fyrri hálfleik þegar Saka skrúfaði boltann af kantinum inn á miðjan teig, þar sem Havertz var mættur og skallaði boltann í netið. Jörgen Strand Larsen var reyndar afar nálægt því að jafna metin fyrir Úlfana skömmu síðar en David Raya varði glæsilega skalla hans af stuttu færi. Saka skoraði svo sjálfur seinna mark Arsenal á 74. mínútu, eftir stutta sendingu Havertz, en Arsenal-menn höfðu þá verið fljótir að taka aukaspyrnu og nýtt sér kæruleysi Úlfanna. Arsenal spilar næst við Aston Villa á útivelli eftir viku en Úlfarnir eiga heimaleik við Chelsea.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti