Lífið

Búið spil

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Dakota Johnson og Chris Martin voru saman í sjö ár.
Dakota Johnson og Chris Martin voru saman í sjö ár. Vísir/EPA

Bandaríska leikkonan Dakota Johnson og breski tónlistarmaðurinn Chris Martin eru hætt saman. Þau voru trúlofuð og búin að vera saman í rúm sjö ár en hafa ákveðið að halda í sitthvora áttina.

Bandaríski slúðurmiðillinn TMZ greinir frá en þar kemur fram að gríðarlegt álag í vinnu þeirra beggja hafi orðið til þess að þau hafi lítið sem ekkert getað eytt tíma saman. Þau hafi því ákveðið að þetta væri búið spil.

Þrátt fyrir þetta kemur fram í umfjöllun miðilsins að tíðindin sæti nokkurri furðu. Johnson og Martin hafi nýlega trúlofað sig og opinberað áætlanir sínar í mars síðastliðnum. Þá skelltu þau sér auk þess í frí saman til Mexíkó fyrr á árinu og virtust aldrei hafa haft það betra.

Johnson og Martin byrjuðu fyrst saman árið 2017. Þau hættu saman í stutta stund árið 2019 en byrjuðu aftur saman. Fram kemur í umfjöllun TMZ að barnsmóðir Martin, leikkonan Gwyneth Paltrow hafi stutt sambandið. Vel hafi farið á með henni og Johnson og hin síðarnefnda hafi átt í góðu sambandi við börn þeirra, hina tuttugu ára gömlu Apple og hinn átján ára gamla Moses.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×