Byrjaði í smábrotum en vatt svo upp á sig Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 17. ágúst 2024 08:01 Andlát Ingva Hrafns í vor leiddi til þess að Berglind ákvað að láta í sér heyra og þrýsta á breytingar hvað varðar geðheilbrigðismál fanga. Vísir/Vilhelm Berglind Fríða Viggósdóttir missti tvo elstu syni sína með sex ára millibili. Þann 5. maí árið 2018 var Viggó Emil bráðkvaddur á Spáni. Ingvi Hrafn féll fyrir eigin hendi í klefa sínum á Litla Hrauni, á dánardegi bróður síns þann 5. maí síðastliðinn. Bræðurnir áttu það sameiginlegt að hafa árum saman barist við eiturlyfjafíkn og voru þeir báðir í afplánun á einhverjum tímapunkti í lífi sínu. Það er ósk Berglindar að komið verði á verulegum úrbótum í heilbrigðis- og geðheilbrigðisþjónustu fanga á meðan á afplánun stendur. Og hún vill halda minningu sona sinna á lofti. „Þeir voru ekki bara fangar. Þeir voru ekki bara fíklar. Þeir voru manneskjur,“ segir hún. Venjuleg íslensk fjölskylda Viggó Emil fæddist árið 1988 og Ingvi Hrafn kom í heiminn árið 1992. Leiðir Berglindar og Tómasar, föður strákanna skildu síðar meir og Berglind var einstæð móðir í nokkra mánuði. Þegar bræðurnir voru þriggja og sjö ára gamlir kynntist Berglind síðan Ágústi Þór, núverandi eiginmanni sínum. Viggó Emil og Ingvi Hrafn fengu þá bæði stjúpföður og stjúpbróður og nokkrum árum síðar bættist fjórði bróðirinn við hópinn. Bræðurnir ólust upp í Seláshverfi fram til tíu ára aldurs og síðan í Hlíðunum til fjórtán ára aldurs. Þá flutti fjölskyldan í Seljahverfið. Það er ekki óalgengt að þeir sem leiðast út í neyslu og afbrot komi frá brotnum heimilum og séu aldir upp við óreglu. Því var öfugt farið í tilfelli bræðranna. Áður en þeir leiddust á braut fíkniefna og afbrota voru þeir litlir strákar sem léku sér í íþróttum og ætluðu að verða slökkviliðsmenn þegar þeir yrðu stórir. Þeir voru alla tíð nánir, að sögn Berglindar. „Við vorum bara þessi venjulega íslenska fjölskylda. Þeir ólust upp við öryggi og þá skorti ekkert. Við fórum í sumarbústað á sumrin og útilegur og ferðuðumst út um allt, bæði innanlands og utan. Við þræddum held ég allar sundlaugar á landinu. Þeir voru báðir á fullu í fótbolta og íshokkí og nutu sín þar í botn. Viggó Emil var fluggáfaður og fróðleiksfús á meðan Ingvi Hrafn var ofboðslega listrænn og elskaði að teikna og mála. Hann hefði auðveldlega getað endað sem myndlistarmaður. Þeir voru báðir rosalega miklir snyrtipinnar, hugsuðu vel um útlitið og vildu ganga í flottustu merkjunum. Á legsteininum hans Viggós Emil er til að mynda ekki kross-heldur Ralph Lauren merkið!“ „Við eigum margar góðar minningar úr æsku okkar þegar við bjuggum öll í Viðarási og nutum þess að grallarast um hverfið, stríða mæðrum okkar og fara í pottinn í Heiðarási hjá ömmu og afa. Þú og Viggó voruð svo góðir og skemmtilegir frændur, leyfðuð okkur alltaf að vera með og pössuðuð upp á okkur, yngri frænkur ykkar. Nönnu þótti svo gaman að vera með ykkur strákunum að hún vildi einfaldlega bara vera strákur. Gistipartíin þegar þið bjugguð í Hlíðunum voru líka minnisstæð þegar við fengum að leigja spólu og kaupa nammi og hafa það notalegt liggjandi á gólfinu með kodda þó svo að það hafi verið nóg pláss í sófanum,” rituðu frænkur bræðranna í minningargrein um Ingva Hrafn sem birtist í Morgunblaðinu síðastliðið vor. Berglind kveðst hafa barist með kjafti og klóm fyrir úrræðum handa sonum sínum þegar þeir voru yngri.Vísir/Vilhelm Skólakerfið brást Viggó Emil og Ingvi Hrafn áttu það sameiginlegt að vera báðir greindir með athyglisbrest og lesblindu. Þar af leiðandi áttu þeir erfitt uppdráttar í námi. Að sögn Berglindar brást skólakerfið sonum hennar algjörlega. Greiningin var til staðar en úrræðin voru annaðhvort torsótt eða þá engin. „Og það var sama hvað ég barðist og barðist. Þeir áttu að fá allskonar stuðning en svo stóðst aldrei neitt. Skólakerfið er bara þannig að ef þú getur ekki setið kyrr og einbeitt þér þá ertu stimplaður sem óþekkur. Kannski hefur þetta eitthvað breyst núna, en væntanlega ekki mikið.” Eins og hjá svo mörgum fíklum þá hófst neyslan hjá Ingva Hrafni og Viggó Emil með kannabisreykingum snemma á unglingsárunum. Síðan tóku við harðari efni og eftir því sem árin liðu varð neyslan harðari og samhliða því hófst afbrotaferill þeirra beggja. „Þetta byrjaði í smábrotum. Og vatt svo upp á sig.“ Berglind lýsir því hvernig lífið á þessum árum einkenndist af endalausri baráttu; stöðugum samskiptum við barnaverndarnefnd, Foreldrahús og hina og þessa aðila sem hún leitaði til í von um að fá aðstoð fyrir syni sína. „Síðan, þegar þeir voru orðnir 18 ára þá var auðvitað ekkert hægt að gera lengur, þeir voru orðnir sjálfráða. Okkur hafði verið ráðlagt á sínum tíma að ef ástandið myndi ekki breytast þá yrðum við að vísa þeim á dyr. Sem við gerðum á endanum, enda áttu þeir yngri bróður sem við urðum að vernda. Ástandið var auðvitað bara orðið óbærilegt. Við vorum búin að þurfa að taka á móti handrukkurum sem bönkuðu upp á heima hjá okkur. Þetta var svona næstu árin; þeir fóru báðir í meðferð nokkrum sinnum en það dugði aldrei til. Viggó Emil var í stuttan tíma í Fjölbrautaskólanum í Ármúla, og flosnaði svo upp úr því námi. Ingvi Hrafn var í einhvern tíma í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ og svo reyndar afrekaði hann það að klára tvær annir Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað. Honum þótti jú gaman að elda og hafa snyrtilegt í kringum sig. Þeir bjuggu hér og þar og voru í hinum og þessum vinnum í mislangan tíma. Þrátt fyrir allt þá vorum við alltaf í mjög góðu sambandi. Þeir vissu að ef þeir vildu snúa við blaðinu og sækja sér hjálp þá væru þeir alltaf velkomnir heim, og ættu mömmu sem væri alltaf til staðar fyrir þá.” Fannst látinn á hótelherbergi Þann 5.maí árið 2018 voru Berglind og Ágúst Þór stödd heima hjá sér og mikið stóð til. Þau voru í miðjum klíðum að undirbúa sameiginlega fimmtugsafmælisveislu, græja og gera það sem þurfti og leggja lokahönd á gestalistann. Þá var bankað á dyrnar. Fyrir utan stóðu þrír lögregluþjónar, með fregnir sem áttu eftir að umturna lífi þeirra. Viggó Emil var látinn, 29 ára að aldri. „Á þessum tíma var hann búinn að vera í ágætis málum; hann var í vinnu hjá garðyrkjufyrirtæki og stóð sig bara nokkuð vel,” segir Berglind. „Hann hafði farið ásamt vinnufélögum sínum í nokkurskonar árshátíðarferð til Spánar. Þegar nokkrir dagar voru liðnir af ferðinni fannst hann látinn á hótelherberginu. Hann var bráðkvaddur í svefni. Bráðabirgðakrufning leiddi síðan í ljós að lungun voru full af vatni. Á endanum gaf hjartað sig. Hann hafði jú vissulega farið illa með sig í gegnum árin, kanski hafði þetta eitthvað með það að gera. En svo er fólk oft með undirliggjandi hjartagalla án þess að vita af því. Við vitum ekki nákvæmlega hvað olli þessu. Og við munum aldrei fá svör við því. En svo var það líka svo skrýtið; Viggó Emil var alltaf búinn að tala um það að hann vissi að hann ætti eftir að deyja ungur. Hann átti engin börn og ætlaði aldrei að eignast börn af því að hann vissi að hann ætti ekki eftir að verða gamall. Hann var skírður í höfuðið á afa sínum og hann var búinn að segja að hann vildi vera grafinn við hliðina á afa sínum og ömmu.” Berglind og systir hans flugu út til Spánar og sneru til baka með jarðneskar leifar Viggós Emils. „Til þess að geta uppfyllt þessa ósk hans um að vera grafinn hjá afa sínum og ömmu þá kom ekki annað til greina en að brenna hann úti á Spáni og taka öskuna hans með heim.” Áður en Viggó Emil lést hafði Berglind upplifað röð áfalla, þar á meðal andlát foreldra sinna og systur. „Og svo þegar Viggó Emil deyr þá er eins og það fylli bara mælinn í höfðinu á mér, eftir allt það sem var búið að ganga á áður. Áfallastreitan “kikkar” þarna inn af krafti. Ég gat ekki sofið, ég gat ekki lesið, prjónað eða einbeitt mér að nokkrum hlut. Það eina sem ég gat var að hlusta. Þetta var eins og vera í einhverri leiðslu.” Vildi sjálfur fara á Hraunið Ingvi Hrafn átti erfitt uppdráttar eftir að stóri bróðir hans lést. „Hann átti svo erfitt með að takast á við þetta allt saman, sérstaklega vegna þess að þeir bræðurnir höfðu rifist skömmu áður en Viggó Emil dó, og þeir skildu ósáttir.Ég reyndi að fá hann til að tala við einhvern, prest eða sálfræðing. Það gekk ekkert.” Árið 2022 fékk Ingvi Hrafn fimmtán mánaða fangelsisdómfyrir stórfellda líkamsárás á veitingastaðnum Sushi Social í apríl árið áður. Hann hafði stungið kunningja sinn ítrekað með hnífi Hann gaf sig fram við lögreglu daginn eftir árásina og játaði brot sitt skýlaust fyrir dómi. Hann fór þó fram á sýknu og bar fyrir sig neyðarvörn fyrir dómi. Fangelsisdómurinn var hegningarauki ofan á nýlegri þriggja ára fangelsisdóm sem Ingvi Hrafn hafði hlotið fyrir margvísleg brot. Við ákvörðun refsingarinnar tók dómurinn mið af sakaferli Ingva Hrafns, sem náði aftur til ársins 2012. „Hann fór fyrst á Hólmsheiði og var þar í marga mánuði. Þar var ekkert fyrir hann að gera, hann hafði ekkert fyrir stafni og það endaði með því að hann bað sjálfur um að vera fluttur á Litla Hraun. Hann átti eftir að afplána einhverja sex mánuði og honum fannst skömminni skárra að eyða þeim á Hrauninu þar sem það var allavega eitthvað aðeins meira í gangi þar. Hann gat þá að minnsta kosti spilað fótbolta á daginn og þess háttar. Hann var í neyslu á tímabili á meðan hann sat inni en á á einhverjum tímapunkti sneri hann við blaðinu.” Að sögn Berglindar var Ingvi Hrafn komin á góðan stað í lífinu um það leyti sem hann var að ljúka afplánun og framtíðin virtist björt.Vísir/Vilhelm Sérsveitin ruddist inn á Vernd Í byrjun þessa árs átti Ingvi Hrafn lítið eftir af afplánun og hafði staðið sig vel á Litla Hrauni, hegðun hans til fyrirmyndar og uppfyllti hann þau skilyrði að fá að klára afplánun á Vernd. „Hann fór á Vernd þann 29. janúar 2024 til að ljúka afplánun. Hann var kominn með vinnu í byggingageiranum og var staðráðinn í að snúa við blaðinu og snúa baki við fyrra líferni. Hann var kominn með sponsor, var byrjaður í sporavinnunni og mætti á fundi. Og ofan á það átti han von á barni með þáverandi kærustunni sinni. Lífið blasti við honum.” Svo kom skellurinn. Í lok apríl var Ingvi Hrafn ásakaður um afbrot. Ásakaður, en hvorki ákærður en sakfelldur. Berglind telur fullvíst að ef verklag fangelsismálastofnunar og yfirvalda hefði verið með öðrum hætti hefði atburðarásin ekki endað með þeim hætti að Ingvi Hrafn sá einungis eina leið út – að taka sitt eigið líf. Hún segist ómögulega geta skilið forsendurnar fyrir harkalegum aðgerðum sérsveitarinnar, sem mætti með látum á Vernd umræddan dag, dró Ingva Hrafn út í járnum og flutti hann í varðhald á Litla Hrauni. „Ég hef fengið sendar myndir sem nágrannar tóku af þessum aðgerðum. Þetta var svo ótrúlega harkalegt og ljótt og þú getur rétt ímyndað þér hversu niðurlægjandi þetta var fyrir hann.” Grátbað um hjálp Þann 17. maí síðastliðinn tjáði Berglind sig um atburðarásina sem leiddi til andláts Ingva Hrafns í aðsendri grein á Vísi. „Fangelsismálastofnun tekur ákvörðun um það hvort Ingvi Hrafn gæti ekki verið lengur í opnu úrræði og skyldi fara aftur inn í lokað fangelsi. Þarna er rannsókn á frumstigi og neitaði Ingvi Hrafn staðfastlega að hafa brotið af sér. En þar sem að hann er í afplánum þá skiptir það engu máli hvort hann er sekur og eða saklaus, hann var sviptur frelsinu og inn skyldi hann fara. Geðþóttarákvörðun hefur þarna allt um það að segja hvort hann fái að halda áfram að vera nokkuð frjáls maður í afplánun í opnu úrræði, í sinni vinnu og að leggja til samfélagsins. Þá hlýtur að skipta máli hvernig embættin ræða saman – lágu frammi einhver sönnunargögn sem studdu það að Ingvi skyldi sviptur frelsi, eða ekki. Lögregla handtók hann um tveimur klukkustundum eftir meint brot – á grundvelli þess að kæra hefði borist. Fleiri voru sönnunargögnin ekki. Hefði hinn almenni og gegni borgari verið í sömu stöðu, hefði hann gengið út af lögreglustöðinni á Hverfisgötu að lokinni skýrslutöku og beðið eftir niðurstöðum rannsóknarinnar heima hjá sér. Það er gífurlegt álag fyrir einstakling sem hefur verið vistaður í lokuðu fangelsi, hefur fengið smjörþefinn af frelsinu og að vera svo kippt inn aftur án þess að hafa brotið af sér. Hann reyndi að leita sér hjálpar. Við þetta mikla áfall fór að halla undan fæti andlega hjá Ingva Hrafni og óskaði hann eftir því að fá tíma hjá Geðheilsuteymi Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins, sem fangar hafa aðgang að, þann 29. apríl. Teymið tekur erindið fyrir og skráir á viðtalslista þann 6. maí 2024. Ingvi Hrafn ítrekar beiðni um viðtal vegna mikillar vanlíðan þann 4. maí 2024, sú beiðni var hvorki skráð hjá teyminu né rædd, þar sem jú, þetta var laugardagur og guð forði okkur frá því að vera veik um helgar. Engin breyting var á hefðbundnu verklagi fangelsisins þrátt fyrir ítrekað ákall Ingva Hrafns eftir aðstoð. Að kvöldi 4. maí var klefanum hans lokað kl. 22:00 og ekki litið inn til hans aftur fyrr en kl. 08:02 að morgni 5. maí. Viðtalið fór aldrei fram þann 6. maí því þegar að fangaverðir opnuðu klefa hans að morgni 5. maí fannst Ingvi Hrafn látinn í klefa sínum á Litla Hrauni og hafði tekið sitt eigið líf.“ Baráttan er rétt að byrja Á öðrum stað í fyrrnefndri grein ritaði Berglind: „Samkvæmt þeim gögnum sem ég hef undir höndum frá bæði Fangelsismálastofnun sem og Geðheilsuteyminu sem starfar í fangelsum landsins, var stuðningsnet fangavarða virkjað vegna þeirra starfsmanna sem komu að máli Ingva Hrafns innan Litla Hrauns. Ekkert slíkt net hefur verið virkjað, né er það til fyrir fanga. Þeir bera harm sinn áfram í hljóði eins og endranær. Því skora ég á þar til bær yfirvöld - dómsmálaráðherra, heilbrigðisráðherra og félagsmálaráðherra að ganga í að efla geðheilsuteymi í fangelsum landsins. Sýni föngum og aðstandendum þeirra þá lágmarks virðingu að ráða þangað inn fagfólk með viðeigandi sérmenntun og vinni framvegis saman að málefnum fanga. Afstaða – félag fanga á Íslandi, hefur í áratugi barist fyrir réttindum fanga í sjálfboðavinnu. Rétt væri að þau samtök kæmust á fjárlög strax við næstu fjárlagagerð – eða fyrr. Það má nefnilega ekki gleyma því að Afstaða er með geðhjúkrunarfræðing og félagsráðgjafa á sínum snærum, sem vart verður haldið áfram með, nema með aðkomu ríkisins. Breytinga er þörf. Ég hef misst son, og syni ef út í það er farið. Sumir hlutir verða ekki aftur teknir. Það er einlæg ósk mín að fráfall Ingva Hrafns hafi áhrif á breytingar til hins betra á geðheilbrigði fanga og tengdri þjónustu þeirra. Mín barátta er rétt að byrja.“ Ætlar að knýja fram breytingar Grein Berglindar vakti mikla athygli og umtal þegar hún birtist fyrr á árinu. Undanfarna mánuði hefur hún gengið á fangelsismálayfirvöld og stjórnvöld og krafist svara. „Ég talaði við Ingva Hrafn á laugardeginum, helgina áður en hann dó. Hann sagði mér: „Ef ég ekki fæ ekki aðstoð þá gerist eitthvað hræðilegt,” rifjar Berglind upp. „Þetta hefði ekki átt að gerast. Það hefði verið hægt að afstýra þessu.” Berglind vill vekja athygli á vöntun á geðheilbrigðisþjónustu og bakvaktar- og neyðarþjónustu í fangelsum þann tíma sem engin sérhæfð þjónusta er til staðar. Hún vill sjá breytingar. „Ég hefði getað verið löngu búin að fara í fjölmiðla og vekja athygli á þessu öllu.En málið er að ég hef upplifað svo mikla skömm í gegnum tíðina, og ég held að það séu margir foreldrar og aðstandendur sem vita hvað ég er að tala um. Ég upplifði mig svo oft eina á báti. Engar af mínum vinkonum eða vinum voru að kljást við það sama og ég. Og ég fann aldrei neina þörf hjá mér til að vera að flagga þessu út um allt. Ég var alltaf svolítið í felum. En eftir að Ingvi Hrafn dó í vor þá bara gerðist eitthvað innra mér og ég hugsaði með mér: Hingað og ekki lengra. Og ég tók bara þá ákvörðun að ég ætlaði að opna mig algjörlega upp á gátt.” Með öskuna um hálsinn Undanfarna mánuði hefur Berglind og fjölskyldan notið ómælds stuðnings frá Afstöðu- félagi fanga og annarra áhugamanna um fangelsismál og betrun. Félagið reyndist báðum sonum hennar einnig afskaplega vel þegar þeir voru í afplánun á sínum tíma. Berglind geymir ösku Ingva Hrafns og Viggós við hjartastað.Vísir/Vilhelm Berglind er hluti af hlaupahóp Ingva og Viggós en hópurinn mun taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í ár - í minningu þeirra bræðra. Í leiðinni ætlar hópurinn að safna áheitum og styrkja Afstöðu. „Það er okkur hjartans mál að sagan endurtaki sig ekki og að fangar fái góða heilbrigðis- og geðheilbrigðisþjónustu á meðan á afplánun stendur,“ segir meðal annars á heimasíðu hópsins á vefsíðu Reykjavíkurmaraþonsins. Rétt eins og bróðir sinn var Ingvi Hrafn brenndur. Þeir bræður hvíla hlið við hlið í kirkjugarðinum. Berglind gengur um með nisti um hálsinn sem geymir ösku strákanna hennar tveggja. „Ég ætla að berjast, fyrir mig og fyrir alla hina þarna úti. Sagan má ekki endurtaka sig.“ Hér má heita á Berglindi og styðja við starfsemi Afstöðu. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Fangelsismál Lögreglumál Árborg Geðheilbrigði Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fleiri fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Sjá meira
Það er ósk Berglindar að komið verði á verulegum úrbótum í heilbrigðis- og geðheilbrigðisþjónustu fanga á meðan á afplánun stendur. Og hún vill halda minningu sona sinna á lofti. „Þeir voru ekki bara fangar. Þeir voru ekki bara fíklar. Þeir voru manneskjur,“ segir hún. Venjuleg íslensk fjölskylda Viggó Emil fæddist árið 1988 og Ingvi Hrafn kom í heiminn árið 1992. Leiðir Berglindar og Tómasar, föður strákanna skildu síðar meir og Berglind var einstæð móðir í nokkra mánuði. Þegar bræðurnir voru þriggja og sjö ára gamlir kynntist Berglind síðan Ágústi Þór, núverandi eiginmanni sínum. Viggó Emil og Ingvi Hrafn fengu þá bæði stjúpföður og stjúpbróður og nokkrum árum síðar bættist fjórði bróðirinn við hópinn. Bræðurnir ólust upp í Seláshverfi fram til tíu ára aldurs og síðan í Hlíðunum til fjórtán ára aldurs. Þá flutti fjölskyldan í Seljahverfið. Það er ekki óalgengt að þeir sem leiðast út í neyslu og afbrot komi frá brotnum heimilum og séu aldir upp við óreglu. Því var öfugt farið í tilfelli bræðranna. Áður en þeir leiddust á braut fíkniefna og afbrota voru þeir litlir strákar sem léku sér í íþróttum og ætluðu að verða slökkviliðsmenn þegar þeir yrðu stórir. Þeir voru alla tíð nánir, að sögn Berglindar. „Við vorum bara þessi venjulega íslenska fjölskylda. Þeir ólust upp við öryggi og þá skorti ekkert. Við fórum í sumarbústað á sumrin og útilegur og ferðuðumst út um allt, bæði innanlands og utan. Við þræddum held ég allar sundlaugar á landinu. Þeir voru báðir á fullu í fótbolta og íshokkí og nutu sín þar í botn. Viggó Emil var fluggáfaður og fróðleiksfús á meðan Ingvi Hrafn var ofboðslega listrænn og elskaði að teikna og mála. Hann hefði auðveldlega getað endað sem myndlistarmaður. Þeir voru báðir rosalega miklir snyrtipinnar, hugsuðu vel um útlitið og vildu ganga í flottustu merkjunum. Á legsteininum hans Viggós Emil er til að mynda ekki kross-heldur Ralph Lauren merkið!“ „Við eigum margar góðar minningar úr æsku okkar þegar við bjuggum öll í Viðarási og nutum þess að grallarast um hverfið, stríða mæðrum okkar og fara í pottinn í Heiðarási hjá ömmu og afa. Þú og Viggó voruð svo góðir og skemmtilegir frændur, leyfðuð okkur alltaf að vera með og pössuðuð upp á okkur, yngri frænkur ykkar. Nönnu þótti svo gaman að vera með ykkur strákunum að hún vildi einfaldlega bara vera strákur. Gistipartíin þegar þið bjugguð í Hlíðunum voru líka minnisstæð þegar við fengum að leigja spólu og kaupa nammi og hafa það notalegt liggjandi á gólfinu með kodda þó svo að það hafi verið nóg pláss í sófanum,” rituðu frænkur bræðranna í minningargrein um Ingva Hrafn sem birtist í Morgunblaðinu síðastliðið vor. Berglind kveðst hafa barist með kjafti og klóm fyrir úrræðum handa sonum sínum þegar þeir voru yngri.Vísir/Vilhelm Skólakerfið brást Viggó Emil og Ingvi Hrafn áttu það sameiginlegt að vera báðir greindir með athyglisbrest og lesblindu. Þar af leiðandi áttu þeir erfitt uppdráttar í námi. Að sögn Berglindar brást skólakerfið sonum hennar algjörlega. Greiningin var til staðar en úrræðin voru annaðhvort torsótt eða þá engin. „Og það var sama hvað ég barðist og barðist. Þeir áttu að fá allskonar stuðning en svo stóðst aldrei neitt. Skólakerfið er bara þannig að ef þú getur ekki setið kyrr og einbeitt þér þá ertu stimplaður sem óþekkur. Kannski hefur þetta eitthvað breyst núna, en væntanlega ekki mikið.” Eins og hjá svo mörgum fíklum þá hófst neyslan hjá Ingva Hrafni og Viggó Emil með kannabisreykingum snemma á unglingsárunum. Síðan tóku við harðari efni og eftir því sem árin liðu varð neyslan harðari og samhliða því hófst afbrotaferill þeirra beggja. „Þetta byrjaði í smábrotum. Og vatt svo upp á sig.“ Berglind lýsir því hvernig lífið á þessum árum einkenndist af endalausri baráttu; stöðugum samskiptum við barnaverndarnefnd, Foreldrahús og hina og þessa aðila sem hún leitaði til í von um að fá aðstoð fyrir syni sína. „Síðan, þegar þeir voru orðnir 18 ára þá var auðvitað ekkert hægt að gera lengur, þeir voru orðnir sjálfráða. Okkur hafði verið ráðlagt á sínum tíma að ef ástandið myndi ekki breytast þá yrðum við að vísa þeim á dyr. Sem við gerðum á endanum, enda áttu þeir yngri bróður sem við urðum að vernda. Ástandið var auðvitað bara orðið óbærilegt. Við vorum búin að þurfa að taka á móti handrukkurum sem bönkuðu upp á heima hjá okkur. Þetta var svona næstu árin; þeir fóru báðir í meðferð nokkrum sinnum en það dugði aldrei til. Viggó Emil var í stuttan tíma í Fjölbrautaskólanum í Ármúla, og flosnaði svo upp úr því námi. Ingvi Hrafn var í einhvern tíma í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ og svo reyndar afrekaði hann það að klára tvær annir Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað. Honum þótti jú gaman að elda og hafa snyrtilegt í kringum sig. Þeir bjuggu hér og þar og voru í hinum og þessum vinnum í mislangan tíma. Þrátt fyrir allt þá vorum við alltaf í mjög góðu sambandi. Þeir vissu að ef þeir vildu snúa við blaðinu og sækja sér hjálp þá væru þeir alltaf velkomnir heim, og ættu mömmu sem væri alltaf til staðar fyrir þá.” Fannst látinn á hótelherbergi Þann 5.maí árið 2018 voru Berglind og Ágúst Þór stödd heima hjá sér og mikið stóð til. Þau voru í miðjum klíðum að undirbúa sameiginlega fimmtugsafmælisveislu, græja og gera það sem þurfti og leggja lokahönd á gestalistann. Þá var bankað á dyrnar. Fyrir utan stóðu þrír lögregluþjónar, með fregnir sem áttu eftir að umturna lífi þeirra. Viggó Emil var látinn, 29 ára að aldri. „Á þessum tíma var hann búinn að vera í ágætis málum; hann var í vinnu hjá garðyrkjufyrirtæki og stóð sig bara nokkuð vel,” segir Berglind. „Hann hafði farið ásamt vinnufélögum sínum í nokkurskonar árshátíðarferð til Spánar. Þegar nokkrir dagar voru liðnir af ferðinni fannst hann látinn á hótelherberginu. Hann var bráðkvaddur í svefni. Bráðabirgðakrufning leiddi síðan í ljós að lungun voru full af vatni. Á endanum gaf hjartað sig. Hann hafði jú vissulega farið illa með sig í gegnum árin, kanski hafði þetta eitthvað með það að gera. En svo er fólk oft með undirliggjandi hjartagalla án þess að vita af því. Við vitum ekki nákvæmlega hvað olli þessu. Og við munum aldrei fá svör við því. En svo var það líka svo skrýtið; Viggó Emil var alltaf búinn að tala um það að hann vissi að hann ætti eftir að deyja ungur. Hann átti engin börn og ætlaði aldrei að eignast börn af því að hann vissi að hann ætti ekki eftir að verða gamall. Hann var skírður í höfuðið á afa sínum og hann var búinn að segja að hann vildi vera grafinn við hliðina á afa sínum og ömmu.” Berglind og systir hans flugu út til Spánar og sneru til baka með jarðneskar leifar Viggós Emils. „Til þess að geta uppfyllt þessa ósk hans um að vera grafinn hjá afa sínum og ömmu þá kom ekki annað til greina en að brenna hann úti á Spáni og taka öskuna hans með heim.” Áður en Viggó Emil lést hafði Berglind upplifað röð áfalla, þar á meðal andlát foreldra sinna og systur. „Og svo þegar Viggó Emil deyr þá er eins og það fylli bara mælinn í höfðinu á mér, eftir allt það sem var búið að ganga á áður. Áfallastreitan “kikkar” þarna inn af krafti. Ég gat ekki sofið, ég gat ekki lesið, prjónað eða einbeitt mér að nokkrum hlut. Það eina sem ég gat var að hlusta. Þetta var eins og vera í einhverri leiðslu.” Vildi sjálfur fara á Hraunið Ingvi Hrafn átti erfitt uppdráttar eftir að stóri bróðir hans lést. „Hann átti svo erfitt með að takast á við þetta allt saman, sérstaklega vegna þess að þeir bræðurnir höfðu rifist skömmu áður en Viggó Emil dó, og þeir skildu ósáttir.Ég reyndi að fá hann til að tala við einhvern, prest eða sálfræðing. Það gekk ekkert.” Árið 2022 fékk Ingvi Hrafn fimmtán mánaða fangelsisdómfyrir stórfellda líkamsárás á veitingastaðnum Sushi Social í apríl árið áður. Hann hafði stungið kunningja sinn ítrekað með hnífi Hann gaf sig fram við lögreglu daginn eftir árásina og játaði brot sitt skýlaust fyrir dómi. Hann fór þó fram á sýknu og bar fyrir sig neyðarvörn fyrir dómi. Fangelsisdómurinn var hegningarauki ofan á nýlegri þriggja ára fangelsisdóm sem Ingvi Hrafn hafði hlotið fyrir margvísleg brot. Við ákvörðun refsingarinnar tók dómurinn mið af sakaferli Ingva Hrafns, sem náði aftur til ársins 2012. „Hann fór fyrst á Hólmsheiði og var þar í marga mánuði. Þar var ekkert fyrir hann að gera, hann hafði ekkert fyrir stafni og það endaði með því að hann bað sjálfur um að vera fluttur á Litla Hraun. Hann átti eftir að afplána einhverja sex mánuði og honum fannst skömminni skárra að eyða þeim á Hrauninu þar sem það var allavega eitthvað aðeins meira í gangi þar. Hann gat þá að minnsta kosti spilað fótbolta á daginn og þess háttar. Hann var í neyslu á tímabili á meðan hann sat inni en á á einhverjum tímapunkti sneri hann við blaðinu.” Að sögn Berglindar var Ingvi Hrafn komin á góðan stað í lífinu um það leyti sem hann var að ljúka afplánun og framtíðin virtist björt.Vísir/Vilhelm Sérsveitin ruddist inn á Vernd Í byrjun þessa árs átti Ingvi Hrafn lítið eftir af afplánun og hafði staðið sig vel á Litla Hrauni, hegðun hans til fyrirmyndar og uppfyllti hann þau skilyrði að fá að klára afplánun á Vernd. „Hann fór á Vernd þann 29. janúar 2024 til að ljúka afplánun. Hann var kominn með vinnu í byggingageiranum og var staðráðinn í að snúa við blaðinu og snúa baki við fyrra líferni. Hann var kominn með sponsor, var byrjaður í sporavinnunni og mætti á fundi. Og ofan á það átti han von á barni með þáverandi kærustunni sinni. Lífið blasti við honum.” Svo kom skellurinn. Í lok apríl var Ingvi Hrafn ásakaður um afbrot. Ásakaður, en hvorki ákærður en sakfelldur. Berglind telur fullvíst að ef verklag fangelsismálastofnunar og yfirvalda hefði verið með öðrum hætti hefði atburðarásin ekki endað með þeim hætti að Ingvi Hrafn sá einungis eina leið út – að taka sitt eigið líf. Hún segist ómögulega geta skilið forsendurnar fyrir harkalegum aðgerðum sérsveitarinnar, sem mætti með látum á Vernd umræddan dag, dró Ingva Hrafn út í járnum og flutti hann í varðhald á Litla Hrauni. „Ég hef fengið sendar myndir sem nágrannar tóku af þessum aðgerðum. Þetta var svo ótrúlega harkalegt og ljótt og þú getur rétt ímyndað þér hversu niðurlægjandi þetta var fyrir hann.” Grátbað um hjálp Þann 17. maí síðastliðinn tjáði Berglind sig um atburðarásina sem leiddi til andláts Ingva Hrafns í aðsendri grein á Vísi. „Fangelsismálastofnun tekur ákvörðun um það hvort Ingvi Hrafn gæti ekki verið lengur í opnu úrræði og skyldi fara aftur inn í lokað fangelsi. Þarna er rannsókn á frumstigi og neitaði Ingvi Hrafn staðfastlega að hafa brotið af sér. En þar sem að hann er í afplánum þá skiptir það engu máli hvort hann er sekur og eða saklaus, hann var sviptur frelsinu og inn skyldi hann fara. Geðþóttarákvörðun hefur þarna allt um það að segja hvort hann fái að halda áfram að vera nokkuð frjáls maður í afplánun í opnu úrræði, í sinni vinnu og að leggja til samfélagsins. Þá hlýtur að skipta máli hvernig embættin ræða saman – lágu frammi einhver sönnunargögn sem studdu það að Ingvi skyldi sviptur frelsi, eða ekki. Lögregla handtók hann um tveimur klukkustundum eftir meint brot – á grundvelli þess að kæra hefði borist. Fleiri voru sönnunargögnin ekki. Hefði hinn almenni og gegni borgari verið í sömu stöðu, hefði hann gengið út af lögreglustöðinni á Hverfisgötu að lokinni skýrslutöku og beðið eftir niðurstöðum rannsóknarinnar heima hjá sér. Það er gífurlegt álag fyrir einstakling sem hefur verið vistaður í lokuðu fangelsi, hefur fengið smjörþefinn af frelsinu og að vera svo kippt inn aftur án þess að hafa brotið af sér. Hann reyndi að leita sér hjálpar. Við þetta mikla áfall fór að halla undan fæti andlega hjá Ingva Hrafni og óskaði hann eftir því að fá tíma hjá Geðheilsuteymi Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins, sem fangar hafa aðgang að, þann 29. apríl. Teymið tekur erindið fyrir og skráir á viðtalslista þann 6. maí 2024. Ingvi Hrafn ítrekar beiðni um viðtal vegna mikillar vanlíðan þann 4. maí 2024, sú beiðni var hvorki skráð hjá teyminu né rædd, þar sem jú, þetta var laugardagur og guð forði okkur frá því að vera veik um helgar. Engin breyting var á hefðbundnu verklagi fangelsisins þrátt fyrir ítrekað ákall Ingva Hrafns eftir aðstoð. Að kvöldi 4. maí var klefanum hans lokað kl. 22:00 og ekki litið inn til hans aftur fyrr en kl. 08:02 að morgni 5. maí. Viðtalið fór aldrei fram þann 6. maí því þegar að fangaverðir opnuðu klefa hans að morgni 5. maí fannst Ingvi Hrafn látinn í klefa sínum á Litla Hrauni og hafði tekið sitt eigið líf.“ Baráttan er rétt að byrja Á öðrum stað í fyrrnefndri grein ritaði Berglind: „Samkvæmt þeim gögnum sem ég hef undir höndum frá bæði Fangelsismálastofnun sem og Geðheilsuteyminu sem starfar í fangelsum landsins, var stuðningsnet fangavarða virkjað vegna þeirra starfsmanna sem komu að máli Ingva Hrafns innan Litla Hrauns. Ekkert slíkt net hefur verið virkjað, né er það til fyrir fanga. Þeir bera harm sinn áfram í hljóði eins og endranær. Því skora ég á þar til bær yfirvöld - dómsmálaráðherra, heilbrigðisráðherra og félagsmálaráðherra að ganga í að efla geðheilsuteymi í fangelsum landsins. Sýni föngum og aðstandendum þeirra þá lágmarks virðingu að ráða þangað inn fagfólk með viðeigandi sérmenntun og vinni framvegis saman að málefnum fanga. Afstaða – félag fanga á Íslandi, hefur í áratugi barist fyrir réttindum fanga í sjálfboðavinnu. Rétt væri að þau samtök kæmust á fjárlög strax við næstu fjárlagagerð – eða fyrr. Það má nefnilega ekki gleyma því að Afstaða er með geðhjúkrunarfræðing og félagsráðgjafa á sínum snærum, sem vart verður haldið áfram með, nema með aðkomu ríkisins. Breytinga er þörf. Ég hef misst son, og syni ef út í það er farið. Sumir hlutir verða ekki aftur teknir. Það er einlæg ósk mín að fráfall Ingva Hrafns hafi áhrif á breytingar til hins betra á geðheilbrigði fanga og tengdri þjónustu þeirra. Mín barátta er rétt að byrja.“ Ætlar að knýja fram breytingar Grein Berglindar vakti mikla athygli og umtal þegar hún birtist fyrr á árinu. Undanfarna mánuði hefur hún gengið á fangelsismálayfirvöld og stjórnvöld og krafist svara. „Ég talaði við Ingva Hrafn á laugardeginum, helgina áður en hann dó. Hann sagði mér: „Ef ég ekki fæ ekki aðstoð þá gerist eitthvað hræðilegt,” rifjar Berglind upp. „Þetta hefði ekki átt að gerast. Það hefði verið hægt að afstýra þessu.” Berglind vill vekja athygli á vöntun á geðheilbrigðisþjónustu og bakvaktar- og neyðarþjónustu í fangelsum þann tíma sem engin sérhæfð þjónusta er til staðar. Hún vill sjá breytingar. „Ég hefði getað verið löngu búin að fara í fjölmiðla og vekja athygli á þessu öllu.En málið er að ég hef upplifað svo mikla skömm í gegnum tíðina, og ég held að það séu margir foreldrar og aðstandendur sem vita hvað ég er að tala um. Ég upplifði mig svo oft eina á báti. Engar af mínum vinkonum eða vinum voru að kljást við það sama og ég. Og ég fann aldrei neina þörf hjá mér til að vera að flagga þessu út um allt. Ég var alltaf svolítið í felum. En eftir að Ingvi Hrafn dó í vor þá bara gerðist eitthvað innra mér og ég hugsaði með mér: Hingað og ekki lengra. Og ég tók bara þá ákvörðun að ég ætlaði að opna mig algjörlega upp á gátt.” Með öskuna um hálsinn Undanfarna mánuði hefur Berglind og fjölskyldan notið ómælds stuðnings frá Afstöðu- félagi fanga og annarra áhugamanna um fangelsismál og betrun. Félagið reyndist báðum sonum hennar einnig afskaplega vel þegar þeir voru í afplánun á sínum tíma. Berglind geymir ösku Ingva Hrafns og Viggós við hjartastað.Vísir/Vilhelm Berglind er hluti af hlaupahóp Ingva og Viggós en hópurinn mun taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í ár - í minningu þeirra bræðra. Í leiðinni ætlar hópurinn að safna áheitum og styrkja Afstöðu. „Það er okkur hjartans mál að sagan endurtaki sig ekki og að fangar fái góða heilbrigðis- og geðheilbrigðisþjónustu á meðan á afplánun stendur,“ segir meðal annars á heimasíðu hópsins á vefsíðu Reykjavíkurmaraþonsins. Rétt eins og bróðir sinn var Ingvi Hrafn brenndur. Þeir bræður hvíla hlið við hlið í kirkjugarðinum. Berglind gengur um með nisti um hálsinn sem geymir ösku strákanna hennar tveggja. „Ég ætla að berjast, fyrir mig og fyrir alla hina þarna úti. Sagan má ekki endurtaka sig.“ Hér má heita á Berglindi og styðja við starfsemi Afstöðu. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Fangelsismál Lögreglumál Árborg Geðheilbrigði Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fleiri fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Sjá meira