Kúkalykt í kirkjugarði gerir út af við Grafavogsbúa Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. ágúst 2024 11:48 Að sögn íbúa rýkur lyktinupp úr haugum á vinnusvæði kirkjugarðanna. aðsend „Ferleg skítalykt“, „er ég sú eina sem er gjörsalega að kafna?“ og „algjör viðbjóður“ er á meðal þess sem íbúar í Grafarvogi hafa að segja um ólykt sem virðist berast frá Gufuneskirkjugarði. Forsvarsmenn kirkjugarða segja erfitt að eiga við vætutíðina. Mikil umræða hefur skapast í íbúahóp Grafarvogsbúa sem hnígur öll í sömu átt: óbærileg lykt er að gera út af við íbúa. Fjölmargir hafa komið erindi áleiðis til heilbrigðiseftirlitsins þar sem kvartað er undan lyktinni og úrbóta óskað. Sömuleiðis hafa margir kvartað beint til kirkjugarðanna. Íbúar hafa þá kenningu að fnykurinn komi til af moltugerð innan kirkjugarðanna. Hermann Valsson er einn þeirra sem hefur kvartað sáran undan lyktinni. Hann segir hins vegar að moltugerð lykti ekki svona illa. „Þetta er bara mikil stækja. Ég fer þarna oft í gegnum kirkjugarðinn, hjólandi, gangandi og maður reynir að halda í sér andanum þegar maður er að hjóla í gegn. Þetta er bara verulega óþægilegt,“ segir Hermann. Hermann segir ljóst að lyktin komi af vinnusvæðinu.aðsend Viðvarandi í þrjár vikur Það sé búið að hafa samband við starfsmenn kirkjugarðanna en svörin eru séu ófullnægjandi og aðallega vísað sé til leyfis heilbrigðiseftirlits til moltugerðar. „Sem er mjög undarlegt vegna þess að þetta er ekki bjóðandi þar sem íbúðarhúsnæði er allt um kring. Börn að leik, eldra fólk, kannski með öndunarerfiðleika, gengur hérna við hliðina. Þetta gengur ekki. Auðvitað er maður þakklátur fyrir hvað starfsmenn hlúa vel að þeim sem þarna eru jarðaðir, en það verður að gera þetta betur.“ Hermann hefur, líkt og fleiri íbúar, sent erindi á heilbrigðiseftirlit en ekki fengið viðbrögð enn. Hann segir lyktina hafa verið viðvarandi í um þrjár vikur. „Þetta er ekki að koma eða fara. Þetta er bara viðvarandi.“ Haugarnir eru ekki geðslegir.aðsend Kunnugt um lyktina Að sögn Ingvars Stefánssonar framkvæmdastjóra Kirkjugarða Reykjavíkur er starfsmönnum kunnugt um málið. Það sé verið að vinna með heilbrigðiseftirlit að lausn málsins og gera ráðstafanir til að draga úr og eyða lyktinni. Lyktin komi að öllum líkindum frá moltu sem gerð er úr trjákurli og grasi. „Við sýnum þessu skilning og það er verið að gera ráðstafanir, meðal annars með því að þurrka moltuna. Það hefur verið áskorun að eiga við vætutíðina en það er verið að gera allar ráðstafanir núna til að eyða lyktinni,“ segir Ingvar í samtali við fréttastofu. Reykjavík Kirkjugarðar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast í íbúahóp Grafarvogsbúa sem hnígur öll í sömu átt: óbærileg lykt er að gera út af við íbúa. Fjölmargir hafa komið erindi áleiðis til heilbrigðiseftirlitsins þar sem kvartað er undan lyktinni og úrbóta óskað. Sömuleiðis hafa margir kvartað beint til kirkjugarðanna. Íbúar hafa þá kenningu að fnykurinn komi til af moltugerð innan kirkjugarðanna. Hermann Valsson er einn þeirra sem hefur kvartað sáran undan lyktinni. Hann segir hins vegar að moltugerð lykti ekki svona illa. „Þetta er bara mikil stækja. Ég fer þarna oft í gegnum kirkjugarðinn, hjólandi, gangandi og maður reynir að halda í sér andanum þegar maður er að hjóla í gegn. Þetta er bara verulega óþægilegt,“ segir Hermann. Hermann segir ljóst að lyktin komi af vinnusvæðinu.aðsend Viðvarandi í þrjár vikur Það sé búið að hafa samband við starfsmenn kirkjugarðanna en svörin eru séu ófullnægjandi og aðallega vísað sé til leyfis heilbrigðiseftirlits til moltugerðar. „Sem er mjög undarlegt vegna þess að þetta er ekki bjóðandi þar sem íbúðarhúsnæði er allt um kring. Börn að leik, eldra fólk, kannski með öndunarerfiðleika, gengur hérna við hliðina. Þetta gengur ekki. Auðvitað er maður þakklátur fyrir hvað starfsmenn hlúa vel að þeim sem þarna eru jarðaðir, en það verður að gera þetta betur.“ Hermann hefur, líkt og fleiri íbúar, sent erindi á heilbrigðiseftirlit en ekki fengið viðbrögð enn. Hann segir lyktina hafa verið viðvarandi í um þrjár vikur. „Þetta er ekki að koma eða fara. Þetta er bara viðvarandi.“ Haugarnir eru ekki geðslegir.aðsend Kunnugt um lyktina Að sögn Ingvars Stefánssonar framkvæmdastjóra Kirkjugarða Reykjavíkur er starfsmönnum kunnugt um málið. Það sé verið að vinna með heilbrigðiseftirlit að lausn málsins og gera ráðstafanir til að draga úr og eyða lyktinni. Lyktin komi að öllum líkindum frá moltu sem gerð er úr trjákurli og grasi. „Við sýnum þessu skilning og það er verið að gera ráðstafanir, meðal annars með því að þurrka moltuna. Það hefur verið áskorun að eiga við vætutíðina en það er verið að gera allar ráðstafanir núna til að eyða lyktinni,“ segir Ingvar í samtali við fréttastofu.
Reykjavík Kirkjugarðar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira