Óvíst með formannsframboð en frjálshyggjan megi ekki sigra Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. ágúst 2024 12:11 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra og formaður Vinstri grænna. Vísir/ARnar Formaður Vinstri grænna hefur ekki ákveðið hvort hann gefi kost á sér til áframhaldandi formennsku á landsfundi flokksins í október, en það hefur innviðaráðherra ekki heldur gert. Á flokksráðsfundi í dag sagði formaðurinn að frjálshyggjan fengi ekki að sigra. Flokksráðsfundurinn hóft klukkan níu í morgun en þar talaði Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra og formaður flokksins um stefnu flokksins, og sagði að frekari breytingar á útlendingalöggjöf ættu ekki að vera forgangsmál, en það er nokkuð sem Sjálfstæðisflokkurinn, samstarfsflokkur VG í ríkisstjórn, hefur talað fyrir. Frekar ætti að leggja áherslu á innflytjendamálin með stuðning í skólum og íslenskukennslu að leiðarljósi, til að aðstoða fólk við að fóta sig í samfélaginu. Þá sagði hann einnig að ræða þurfi einkavæðingu og ásókn gróðraafla í auðlindir og velferðarkerfi landsins, sem sporna verði við. „Við ætlum ekki að gefast upp, við ætlum ekki að leyfa frjálshyggjunni að sigra,“ sagði Guðmundur Ingi og uppskar lófatak frá fundinum, þar sem rúmlega hundrað manns eru saman komin. Óráðið með formannsframboð Guðmundur Ingi tók við formennsku í flokknum eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur í aðdraganda forsetakosninga. „Á landsfundinum í október munum við síðan kjósa okkur nýja forystu. Ég hef sjálfur ekki tekið ákvörðun um framboð, en hver svo sem ákvörðun mín verður þá er alveg ljóst að ég mun áfram vinna að baráttumálum okkar og fyrir hreyfinguna okkar af fullum krafti,“ sagði Guðmundur í ræðu sinni á fundinum í dag. Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur nokkuð verið orðuð við framboð til formanns. Þegar fréttastofa ræddi við hana í gær sagðist hún ekki hafa ákveðið hvort hún myndi gefa kost á sér í embætti formanns. „Nei ég hef ekki gert það og ég held að það sé ekki alveg tímabært. Við erum með plan. Okkar plan er að horfa inn á við og fara í ræturnar,“ sagði Svandís. Ætla má að flokksráðsfundurinn verði að miklu leyti nýttur til að gera einmitt það, horfa inn á við. Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallúp sem birtur var í upphafi mánaðar mældust Vinstri græn með 3,5 prósenta fylgi, og næði ekki inn á þing. Það er óásættanleg staða að mati Svandísar. „Við erum mikilvæg vídd í íslenskum stjórnmálum. Rétt eins og í stjórnmálum almennt skipta félagsleg sjónarmið og vinstrisjónarmið gríðarlega miklu máli, þannig að erindið er skýrt,“ sagði Svandís. Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Flokksráðsfundurinn hóft klukkan níu í morgun en þar talaði Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra og formaður flokksins um stefnu flokksins, og sagði að frekari breytingar á útlendingalöggjöf ættu ekki að vera forgangsmál, en það er nokkuð sem Sjálfstæðisflokkurinn, samstarfsflokkur VG í ríkisstjórn, hefur talað fyrir. Frekar ætti að leggja áherslu á innflytjendamálin með stuðning í skólum og íslenskukennslu að leiðarljósi, til að aðstoða fólk við að fóta sig í samfélaginu. Þá sagði hann einnig að ræða þurfi einkavæðingu og ásókn gróðraafla í auðlindir og velferðarkerfi landsins, sem sporna verði við. „Við ætlum ekki að gefast upp, við ætlum ekki að leyfa frjálshyggjunni að sigra,“ sagði Guðmundur Ingi og uppskar lófatak frá fundinum, þar sem rúmlega hundrað manns eru saman komin. Óráðið með formannsframboð Guðmundur Ingi tók við formennsku í flokknum eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur í aðdraganda forsetakosninga. „Á landsfundinum í október munum við síðan kjósa okkur nýja forystu. Ég hef sjálfur ekki tekið ákvörðun um framboð, en hver svo sem ákvörðun mín verður þá er alveg ljóst að ég mun áfram vinna að baráttumálum okkar og fyrir hreyfinguna okkar af fullum krafti,“ sagði Guðmundur í ræðu sinni á fundinum í dag. Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur nokkuð verið orðuð við framboð til formanns. Þegar fréttastofa ræddi við hana í gær sagðist hún ekki hafa ákveðið hvort hún myndi gefa kost á sér í embætti formanns. „Nei ég hef ekki gert það og ég held að það sé ekki alveg tímabært. Við erum með plan. Okkar plan er að horfa inn á við og fara í ræturnar,“ sagði Svandís. Ætla má að flokksráðsfundurinn verði að miklu leyti nýttur til að gera einmitt það, horfa inn á við. Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallúp sem birtur var í upphafi mánaðar mældust Vinstri græn með 3,5 prósenta fylgi, og næði ekki inn á þing. Það er óásættanleg staða að mati Svandísar. „Við erum mikilvæg vídd í íslenskum stjórnmálum. Rétt eins og í stjórnmálum almennt skipta félagsleg sjónarmið og vinstrisjónarmið gríðarlega miklu máli, þannig að erindið er skýrt,“ sagði Svandís.
Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira