Vönduð eða vindasöm vinnubrögð í aðdraganda vindorkuvers Haraldur Þór Jónsson skrifar 17. ágúst 2024 15:33 Ekki ætla ég að efast um að vinnubrögð Landsvirkjunar í málinu eru vandasöm. Starfsfólk Landsvirkjunar stendur sig vel í sínum störfum og leggur sig fram um að vanda vinnubrögð. En markmið vönduðu vinnubragðanna er að byggja virkjun og markmiðinu skal náð! Mikilvægt er því að fara yfir hina hliðina á sama málinu, þ.e.a.s. vindasöm vinnubrögð í aðdraganda vindorkuvers. Landsvirkjun hóf undirbúning Búrfellslundar árið 2013 og skilað inn í umfjöllun í rammaáætlun 200 MW vindorkuveri. Þá var niðurstaða verkefnastjórnar Rammaáætlunar að Búrfellslundur væri slæmur orkunýtingarkostur sökum þess hversu slæm áhrif á ferðaþjónustu og útvist hann muni hafa með sjónrænt áhrifasvæði á hálendi Íslands sem er í kringum 1.000 ferkílómetrar. Verkefnastjórnin lagði til að Búrfellslundur yrði í biðflokki og alþingi staðfesti þá ákvörðun. Landsvirkjun tók sig til og minnkaði umfang vindorkuversins niður í 120 MW til að minnka umhverfisáhrifin og taka tillit til athugasemdanna. Eftir umfjöllun rammaáætlunar árið 2020 var niðurstaða verkefnisstjórnarinnar að þrátt fyrir breytta útfærslu væru áhrifin af vindorkuverinu enn verri en fyrri útgáfa þar sem vægi ferðaþjónustunnar sem atvinnugrein hefði tvöfaldast á þessu 5 ára tímabili. Verkefnastjórnin lagði því til að Búrfellslundur yrði áfram í biðflokki. Það má því skrifa afgreiðslu alþingis á óvönduð vinnubrögð þar sem alþingi tók pólitíska ákvörðun um að setja Búrfellslund í nýtingarflokk gegn faglegu rökum verkefnastjórnarinnar. Áhugavert væri að kalla eftir faglegu forsendum sem lágu til grundvallar ákvörðunar alþingis á þeim tíma, ef þau eru til! Síðan 2022 hefur Umhverfis- orku- og loftlagsráðherra unnið stefnu í vindorkumálum sem lögð var fram á þingi í vor. Í stefnunni er sérstaklega tekið fram að ekki eigi að byggja vindorkuver innan miðhálendislínunnar. Verja skuli hálendi Íslands. Þarna fer ekki hljóð og mynd saman, því Búrfellslundur er á hálendi Íslands. Það var jú alþingi sem sett Búrfellslund í nýtingarflokk, gegn faglegri ráðleggingu verkefnastjórnar rammaáætlunar. Til að redda málinu, þá var bætt inn í komandi vindorkustefnu að hún gildi ekki aftur í tímann svo Landsvirkjun geti reist Búrfellslund því okkur liggur svo á, það er komið að skuldardögum eins og ráðherrann hefur sagt. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps nýtti sér heimild í lögum um rammaáætlun að fara fram á frestun á að innleiða Búrfellslund í skipulag í júní 2023. Í faglega umhverfismati Landsvirkjunar kemur skýrt fram að framkvæmdasvæði Búrfellslundar og áhrifasvæði væri bæði í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og Rangárþingi Ytra. Í þeirri útgáfu af Búrfellslundi sem stendur til að reisa, þá eru vindmyllurnar aðeins í Rangárþingi Ytra á sveitarfélagamörkunum. Það breytir ekki þeirri staðreynd að áhrifasvæði vindorkuversins er í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og Landsvirkjun hefur ekki sótt um að vindorkuverið fari í skipulag sveitarfélagsins. Bæði skuggavarp og hljóðvist vindorkuversins hefur áhrif í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og takmarkar því landnotkun sveitarfélagsins, en það telst víst ekki til faglegra vinnubragða að eiga samskipti við nágranna sinn ef hægt er að komast hjá því. Búrfellslundur skilar engum tekjur í nærumhverfi sínu sökum undanþágu orkumannvirkja frá lögbundnum tekjustofni sveitarfélaga. Búrfellslundur verður rekinn af erlendum sérfræðingum sem munu koma 1-2svar til landsins á ári að sinna viðhaldi. Hann skilar því engum staðbundnum störfum og þar af leiðandi engum útsvarstekjum til sveitarfélaganna. En það skiptir víst engu máli, það er búið að undirbúa þetta svo faglega og ákvörðun alþingis var svo fagleg. Þann 14. mars á þessu ári gerði Landsvirkjun raforkusamning við Laxey ehf um sölu á endurnýjanlegri raforku til uppbyggingar nýrrar landeldisstöðvar Laxeyjar í Vestmannaeyjum. Í fréttatilkynningu Landsvirkjunar um málið kemur fram að forsenda samningsins sé að Búrfellslundur verði gangsettur í lok árs 2026 og Hvammsvirkjun tveimur árum síðar. Gert er ráð fyrir að verkefnið skapi 100 störf í Vestmannaeyjum, en í fréttinni kemur ekki fram að engin störf skapist þar sem orkan verður til. Hefur íbúum Rangárþings Ytra eða Skeiða- og Gnúpverjahrepps verið faglega kynnt að orkan úr Búrfellslundi fari til Vestmannaeyja en verði ekki nýtt til atvinnuuppbyggingar í nærumhverfi orkuframleiðslunnar ? Ég hvet bæði orkufyrirtækin og alþingismenn að taka upp fagleg vinnubrögð. Vinna þarf með íbúunum sem búa í nærumhverfi og áhrifasvæði orkumannvirkja til að tryggja að boðuð orkuskipti raungerist í náinni framtíð. Höfundur er oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Þór Jónsson Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir Skoðun Hérna eru aukalega 6000 íbúðir. Veskú Ævar Rafn Hafþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir skrifar Skoðun Hérna eru aukalega 6000 íbúðir. Veskú Ævar Rafn Hafþórsson skrifar Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson skrifar Skoðun Af hverju að gefa sósíalistum séns? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Er aðgangur að sérfræðiþjónustu jafnaður óháð búsetu? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks! Erlendur Steinar Friðriksson,Jóhannes Sturlaugsson,Einar Jónsson,Tumi Tómasson skrifar Skoðun Var eitthvað sérstakt við búvörulögin? Stjórnskipunarkrísa? Jón Jónsson skrifar Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Fiskmarkaðir Kári Jónsson skrifar Skoðun Skaðaminnkun bjargar mannslífum Jónína Guðný Bogadóttir skrifar Skoðun Austurland í gíslingu..? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Rís upp unga Ísland! Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kennarar á krossgötum Karen Dögg Úlfarsdóttir Braun skrifar Skoðun Viljum við góð lífsgæði á Íslandi? Ingibergur Valgarðsson skrifar Skoðun Hvar eru frambjóðendurnir? Jóhann G. Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Heima er best? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson skrifar Skoðun Forðast að tala um meginstefnuna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Ekki ætla ég að efast um að vinnubrögð Landsvirkjunar í málinu eru vandasöm. Starfsfólk Landsvirkjunar stendur sig vel í sínum störfum og leggur sig fram um að vanda vinnubrögð. En markmið vönduðu vinnubragðanna er að byggja virkjun og markmiðinu skal náð! Mikilvægt er því að fara yfir hina hliðina á sama málinu, þ.e.a.s. vindasöm vinnubrögð í aðdraganda vindorkuvers. Landsvirkjun hóf undirbúning Búrfellslundar árið 2013 og skilað inn í umfjöllun í rammaáætlun 200 MW vindorkuveri. Þá var niðurstaða verkefnastjórnar Rammaáætlunar að Búrfellslundur væri slæmur orkunýtingarkostur sökum þess hversu slæm áhrif á ferðaþjónustu og útvist hann muni hafa með sjónrænt áhrifasvæði á hálendi Íslands sem er í kringum 1.000 ferkílómetrar. Verkefnastjórnin lagði til að Búrfellslundur yrði í biðflokki og alþingi staðfesti þá ákvörðun. Landsvirkjun tók sig til og minnkaði umfang vindorkuversins niður í 120 MW til að minnka umhverfisáhrifin og taka tillit til athugasemdanna. Eftir umfjöllun rammaáætlunar árið 2020 var niðurstaða verkefnisstjórnarinnar að þrátt fyrir breytta útfærslu væru áhrifin af vindorkuverinu enn verri en fyrri útgáfa þar sem vægi ferðaþjónustunnar sem atvinnugrein hefði tvöfaldast á þessu 5 ára tímabili. Verkefnastjórnin lagði því til að Búrfellslundur yrði áfram í biðflokki. Það má því skrifa afgreiðslu alþingis á óvönduð vinnubrögð þar sem alþingi tók pólitíska ákvörðun um að setja Búrfellslund í nýtingarflokk gegn faglegu rökum verkefnastjórnarinnar. Áhugavert væri að kalla eftir faglegu forsendum sem lágu til grundvallar ákvörðunar alþingis á þeim tíma, ef þau eru til! Síðan 2022 hefur Umhverfis- orku- og loftlagsráðherra unnið stefnu í vindorkumálum sem lögð var fram á þingi í vor. Í stefnunni er sérstaklega tekið fram að ekki eigi að byggja vindorkuver innan miðhálendislínunnar. Verja skuli hálendi Íslands. Þarna fer ekki hljóð og mynd saman, því Búrfellslundur er á hálendi Íslands. Það var jú alþingi sem sett Búrfellslund í nýtingarflokk, gegn faglegri ráðleggingu verkefnastjórnar rammaáætlunar. Til að redda málinu, þá var bætt inn í komandi vindorkustefnu að hún gildi ekki aftur í tímann svo Landsvirkjun geti reist Búrfellslund því okkur liggur svo á, það er komið að skuldardögum eins og ráðherrann hefur sagt. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps nýtti sér heimild í lögum um rammaáætlun að fara fram á frestun á að innleiða Búrfellslund í skipulag í júní 2023. Í faglega umhverfismati Landsvirkjunar kemur skýrt fram að framkvæmdasvæði Búrfellslundar og áhrifasvæði væri bæði í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og Rangárþingi Ytra. Í þeirri útgáfu af Búrfellslundi sem stendur til að reisa, þá eru vindmyllurnar aðeins í Rangárþingi Ytra á sveitarfélagamörkunum. Það breytir ekki þeirri staðreynd að áhrifasvæði vindorkuversins er í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og Landsvirkjun hefur ekki sótt um að vindorkuverið fari í skipulag sveitarfélagsins. Bæði skuggavarp og hljóðvist vindorkuversins hefur áhrif í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og takmarkar því landnotkun sveitarfélagsins, en það telst víst ekki til faglegra vinnubragða að eiga samskipti við nágranna sinn ef hægt er að komast hjá því. Búrfellslundur skilar engum tekjur í nærumhverfi sínu sökum undanþágu orkumannvirkja frá lögbundnum tekjustofni sveitarfélaga. Búrfellslundur verður rekinn af erlendum sérfræðingum sem munu koma 1-2svar til landsins á ári að sinna viðhaldi. Hann skilar því engum staðbundnum störfum og þar af leiðandi engum útsvarstekjum til sveitarfélaganna. En það skiptir víst engu máli, það er búið að undirbúa þetta svo faglega og ákvörðun alþingis var svo fagleg. Þann 14. mars á þessu ári gerði Landsvirkjun raforkusamning við Laxey ehf um sölu á endurnýjanlegri raforku til uppbyggingar nýrrar landeldisstöðvar Laxeyjar í Vestmannaeyjum. Í fréttatilkynningu Landsvirkjunar um málið kemur fram að forsenda samningsins sé að Búrfellslundur verði gangsettur í lok árs 2026 og Hvammsvirkjun tveimur árum síðar. Gert er ráð fyrir að verkefnið skapi 100 störf í Vestmannaeyjum, en í fréttinni kemur ekki fram að engin störf skapist þar sem orkan verður til. Hefur íbúum Rangárþings Ytra eða Skeiða- og Gnúpverjahrepps verið faglega kynnt að orkan úr Búrfellslundi fari til Vestmannaeyja en verði ekki nýtt til atvinnuuppbyggingar í nærumhverfi orkuframleiðslunnar ? Ég hvet bæði orkufyrirtækin og alþingismenn að taka upp fagleg vinnubrögð. Vinna þarf með íbúunum sem búa í nærumhverfi og áhrifasvæði orkumannvirkja til að tryggja að boðuð orkuskipti raungerist í náinni framtíð. Höfundur er oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands.
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks! Erlendur Steinar Friðriksson,Jóhannes Sturlaugsson,Einar Jónsson,Tumi Tómasson skrifar
Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun