Fótbolti

Messías bjargaði stigi fyrir Genoa

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Marcus Thuram byrjar tímabilið af krafti en meistarar Inter misstigu sig.
Marcus Thuram byrjar tímabilið af krafti en meistarar Inter misstigu sig. EPA-EFE/Simone Arveda

Ítalíumeistarar Inter byrja tímabilið í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, á 2-2 jafntefli við Genoa.

Inter sótti Genoa heim og má segja að talið hafi verið næsta öruggt að meistararnir færu heim með stigin þrjú. Annað kom á daginn. Alessandro Vogliacco kom Genoa yfir á 20. mínútu en Marcus Thuram jafnaði metin tíu mínútum síðar, staðan 1-1 í hálfleik.

Thuram kom Inter svo yfir með öðru marki sínu þegar fimm mínútur voru til loka venjulegs leiktíma en þegar komið var töluvert fram yfir venjulegan leiktíma fengu heimamenn vítaspyrnu.

Junior Messías fór á punktinn en Yann Sommer varði vítaspyrnu hans. Sem betur fer fyrir Messías féll frákastið fyrir fætur hans og tókst gat hann ekki annað en skorað. Staðan orðin 2-2 og reyndust það lokatölur leiksins.

Fiorentina gerði þá 1-1 jafntefli við Parma. Albert Guðmundsson var ekki í leikmannahóp Fiorentina en hann gekk nýverið í raðir félagsins frá Inter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×