Skoðun

Per­sónur og leik­endur í leik­riti fá­rán­leikans

Davíð Bergmann skrifar

Þegar ég vaknaði í morgun drakk ég mitt morgun kaffi að venju og las net miðlana. Á visi.is rakst ég á grein með fyrirsögninni

Byrjaði í smábrotum en vatt svo upp á sig“

Í stuttu máli í þeirri grein var móðir að segja frá þeirri hræðilegu reynslu að missa tvo drengi. Þeir höfðu báðir verið í fíkniefnum og farið í fangelsi og kerfið brást þeim. Ég hef sjálfur hitt nokkra foreldra á mínum starfsvettvangi á þeim þrjátíu árum sem ég vinn á í dag sem hafa misst það dýrmætasta lífinu sem eru börnin þeirra. Þeirri sorg, reiði og vonbrigðum get ég enga veginn lýst hérna með þessum skrifum en eitt get ég sagt ykkur að hún er djúpstæð og sár.

Ég ætla því að nota tækifærið hérna og votta fjölskyldum drengjanna alla mína dýpstu samúð og ég tek algjörlega undir það að samfélagið brást þeim.

Það var ein setning úr þessari grein sem sat eftir hjá mér eftir þennan lestur

„Þeir voru ekki bara fangar. Þeir voru ekki bara fíklar. Þeir voru manneskjur“

En erum við öll sammála því að fangar og fíklar séu manneskjur, miðað við hvernig við komum fram við þá?

Ég er ekki viss miðað við þennan lestur og ég hef líka aðeins orðið var við það í mínum störfum í gegnum áratugina að þessi kaldi veruleiki sem fíkniefnaheimurinn er, kemur ekki rétt fyrir sjónir almennings. Það getu og metnaðarleysi sem er innan kerfisins er hrópandi eins og vitnisburður þessara móður gefur til kynna í þessu viðtali og þetta er langt frá því að vera eina dæmið því þau hafa verið fjölmörg í gegnum árin.

Þessi átakanlegi lestur er ekki sá fyrsti sem ég les um þennan heim og þegar ég las þetta læddist að mér sú skelfilega hugsun að ég kem líklega til með að lesa fleiri svona greinar í framtíðinni. Miðað við hvernig við erum að standa okkur í þessum málaflokki. Og af hverju skildi það vera?

Er það vegna þess að það eru tólf sinnum fleiri vopnuð útköll hjá sérsveitinni en fyrir tíu árum síðan?

Eða er það vegna þess að innan ákveðins hóps ungmenna hefur ofbeldið harðnað og það er orðið grófara og þau víla jafnvel ekki fyrir sér að beita vopnum?

Eða er það eins og fangelsismálastjóri hefur sagt opinberlega að það séu hömlulausir yngri fangar innan fangelsanna sem er erfitt að hafa stjórn á.

Ég get haldið endalaust áfram og tekið skólana fyrir líka merðferðar kerfin en til að gera langa sögu stutta þá ætla ég að nota orð vinar míns sem er með áratuga reynslu úr meðferðar kerfinu

„Risið er rosalega flott en kjallarinn er að morkna”

Kannski er orðið tímabært að fækka fólki í fílabeinsturnum sem sitja við skrifborð og setja orkuna í vettvangs og leitarstarf. Fækka glæru kynningum og að stofna nefndir til að þykjast vera gera eitthvað og í staðinn fara að vinna að alvöru í þessum málaflokki. Það væri ágæt byrjun að byrja að vinna í málefnum ungra afbrota manna hér á landi til að byrja einhver staðar. Það þarf ekki að finna upp hjólið í því eða fara yfir lækinn að sækja vitneskjuna hún er til og mannauðurinn líka til að taka á þessum málum og það þarf engum lögum að breyta heldur.

Núna ætla ég að henda inn sprengju í minningu um þá sem hafa fórnað lífinu á altari fíknarinnar.

Lögreglan veit og hefur vitað það lengi hverjir hafa verið að flytja fíkniefni hingað til lands í stórum stíl í gegnum áratugina. Eins og margir sem hafa verið að vinna á þessum vettvangi þar með talið ég. Það þarf ekki nema að skoða þau dómsmál sem hafa verið að koma upp að undanförnu til að sjá það. Mörg af þeim málum koma alltaf frá sömu uppsprettunni. Það er ekkert nýtt undir sólinni í þessu og það var ekki að ástæðulausu að ég var kallaður niður í dómsmálaráðuneytið 1999 þegar ég skrifaði greinina „handtaka í boði Eimskip eða Coke. Í þeirri grein skrifaði ég að þetta blasti við öllum, menn á bótum akandi um á glæsikerum og búandi í villum og lífsstíllinn var hár. Það skal heldur ekki furða að ég hafi fengið heimsókn heim til mín af einum af þessum undirheima höfðingjum heim til mín sem líkaði ekki þessi skrif mín á sínum tíma.

Kannski í ótta við hefndir hefur maður ekki þorað að tala hreint út um málin í gegnum árum en þetta viðtal sveið inn að beini hjá þessari móður á visi.is í dag. Kannski vegna þess að maður er að verða úrkulnar vonar að nokkuð muni breytast á næstunni í þessu.

Það er ekki þannig að við búum í landi þar sem milljónir búa og aðflutnings leiðirnar hingað til lands eru ekki margar þar sem við erum á eyju norður í ballar hafi. Hvernig stendur þá á því að vandinn heldur áfram að vaxa hér á landi og þetta er orðið að jafn dýrum málaflokki fjárhagslega og raun ber vitni fyrir utan öll mannslífin sem við höfum fórnað á altari getu og metnaðarleysis?

Af hverju fær lögreglan ekki þau tæki og tól og reglugerða breytingar til að stemma stigum við innflutningi fíkniefna og fangelsismála yfirvöld líka og það strax en ekki árið 2028.

Kannski ætti ég að beina þeirri spurningu til yfirvalda sem hafa með toll og löggæslu með að gera af hverju hlutirnir eru svona og af hverju dómsmálaráðherra svarar ekki einu sinni viðtalsbeðni svo mánuðum skiptir. Það þarf engin að segja mér að það að lögreglan heyri ekki það sem er hvíslað á götunni í jafn litlu samfélagi og við búum í þegar við heyrum það sem vinnum að meðferð. Er þetta metnaðar og getuleysi komið til að vera og á að skella skuldinni bara alfarið á skipulagða glæpastarfsemi í framtíðinni. Þannig að þetta verði botnlaust svarthol í fjárútlátum til framtíðar fyrir skattgreiðendur þessa lands.

Pabbi gamli spurði mig oft og ítrekað þegar hann var á lífi þessara spurninga „hvernig stendur á því að þeir sem eru efstir í píramítanum nást aldrei. Uppsprettan ber alltaf að sama brunni þetta eru alltaf sömu mennirnir“

Eftir á hyggja þá hafði hann mikið til síns máls og ég hef oft velt fyrir mér af hverju löggæslu yfirvöld verði ekki fyrir réttmætri gagnrýni hér á landi og þetta þurfi alltaf hreint að vera sett í sykurhúðan búning. Ef hún þarf tæki og tól og það þarf að breyta regluverkinu til að bjarga æskunni okkar þá eigum við að gera það.

Að lokum segi ég eins og pabbi gamli sagði alltaf þegar hann kvaddi mig í síma „svo heyrumst við bara eftir efnum og ástæðum“

Höfundur er unglingaráðgjafi


Tengdar fréttir

Byrjaði í smábrotum en vatt svo upp á sig

Berglind Fríða Viggósdóttir missti tvo elstu syni sína með sex ára millibili. Þann 5. maí árið 2018 var Viggó Emil bráðkvaddur á Spáni. Eldri bróðir hans, Ingvi Hrafn féll fyrir eigin hendi í klefa sínum á Litla Hrauni, á dánardegi eldri bróður síns þann 5. maí síðastliðinn. Bræðurnir áttu það sameiginlegt að hafa árum saman barist við eiturlyfjafíkn og voru þeir báðir í afplánun á einhverjum tímapunkti í lífi sínu.




Skoðun

Sjá meira


×