Erlent

Eru að slökkva í síðustu glæðunum í Somerset

Lovísa Arnardóttir skrifar
Slökkviliðsmenn hafa verið við störf frá því um miðjan dag þegar tilkynnt var um eldinn.
Slökkviliðsmenn hafa verið við störf frá því um miðjan dag þegar tilkynnt var um eldinn. Vísir/EPA

Slökkviliðiðið í London hefur nú náð tökum á eldi í Somerset húsi en tilkynnt var um eld þar um hádegisbil í dag. Á vef breska ríkisútvarpsins segir að um 125 slökkviliðsmenn hafi verið kallaðir að vettvangi í dag til að slökkva eldinn. Slökkvilið vinnur nú að því slökkva í síðustu glæðunum í þaki hússins.

Eldurinn kviknaði í vesturhluta hússins um miðjan dag og segir í fréttatilkynningu frá Somerset að lokað verði að svæðinu þar til síðar. Engin listaverk voru þeim hluta hússins þar sem eldurinn kom upp. Enginn slasaðist þegar eldurinn kom upp en eldsupptök eru enn óljós og er verið að rannsaka málið.

Þykkan gráan reyk mátti sjá leggja frá húsinu og yfir Thames ánna og Waterloo brúna.

Aðstoðarslökkvilðisstjórinn í London, Keeley Foster, sagði í dag að viðbragð slökkviliðsmannanna hafi verið flókið og tæknilegt og að þeir verði á vettvangi þar til á morgun. Forstjóri Somerset segir enn of snemmt að segja til um ástand hússins en að húsið verði lokað þar til tilkynnt verður um annað.

Almenningur var beðinn að halda sig frá vettvangi í dag vegna mikils reyks og íbúum í nágrenni við húsið ráðlagt að loka gluggum og hurðum. Frétt BBC. 

Chris Bryand, ráðherra menningarmála, segist vonast til þess að hægt verði að opna húsið aftur fljótlega og að ráðuneytið sé í sambandi við forstöðumenn hússins.

Somerset hús er á Strand í miðborg London og er í dag notað sem listasalur. Byggingin hýsir Courtauld-listasafnið sem er umfangsmikið safn málverka allt frá endurreisnartímabilinu til tuttugustu aldarinnar. Fræg verk á borð við Bar á Folie-Bergère eftir Édouard Manet og sjálfsmynd Vincents van Gogh með sárabindið á eyranu eru geymd í byggingunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×