„Algjörlega ósammála“ samráðherra sínum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. ágúst 2024 11:46 Guðrún Hafsteinsdóttir mun áfram setja breytingar á útlendingalögum í forgang. Nokkuð sem samráðherra hennar í ríkisstjórn telur að þurfi ekki að gera. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra er ósammála samráðherra sínum í ríkisstjórn og formanni Vinstri grænna um að breytingar á útlendingalögum eigi ekki að vera forgangsmál. Hún boðar frekari breytingar í haust og segir núverandi stöðu ekki ganga til lengdar. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra og formaður Vinstri grænna ávarpaði flokksráðsfund í gær, og sagði ekki forgangsmál að gera frekari breytingar á útlendingalöggjöfinni en þegar hefur verið gert. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra fer með málaflokkinn og lagt mikla áherslu á hann frá því hún tók við embætti fyrir rúmu ári. „Ég er mjög ánægð með að þingið skuli hafa samþykkt breytingar á útlendingalöggjöfinni í júní, og það voru nauðsynlegar breytingar. Ég hef talað mjög eindregið fyrir því að ég vil sjá okkur samræma okkar löggjöf í þessum málaflokki við Norðurlöndin og löndin í kringum okkur,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir. Ekki hægt að halda áfram á sömu braut Guðrún hyggst munu halda áfram að tala fyrir breytingum í átt til samræmingar við Norðurlöndin, en hún boðar útlendingafrumvarp á haustþingi og segir málaflokkinn síbreytilegan. „Ég hef bent á að löndin í kringum okkur hafa gert breytingar á sinni útlendingalöggjöf miklu, miklu örar en okkur hefur tekist að gera.“ Má þá skilja það sem svo að þú sért ósammála Guðmundi Inga um að þetta sé ekki forgangsmál? „Ég er algjörlega ósammála því.“ Kostnaður vegna málaflokksins hafi margfaldast á síðasta áratug. „Það er ekki hægt að halda svona áfram í langan tíma,“ segir Guðrún. Einnig þurfi að leggja áherslu á aðlögun fólks sem hér fær að vera, en um það séu þau Guðmundur Ingi sammála. „Meðan ég er í embætti í dómsmálaráðuneytinu er þetta eitt af mínum forgangsmálum og það er löngu orðið tímabært að við náum betur utan um þennan málaflokk heldur en verið hefur síðustu ár,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra og formaður Vinstri grænna ávarpaði flokksráðsfund í gær, og sagði ekki forgangsmál að gera frekari breytingar á útlendingalöggjöfinni en þegar hefur verið gert. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra fer með málaflokkinn og lagt mikla áherslu á hann frá því hún tók við embætti fyrir rúmu ári. „Ég er mjög ánægð með að þingið skuli hafa samþykkt breytingar á útlendingalöggjöfinni í júní, og það voru nauðsynlegar breytingar. Ég hef talað mjög eindregið fyrir því að ég vil sjá okkur samræma okkar löggjöf í þessum málaflokki við Norðurlöndin og löndin í kringum okkur,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir. Ekki hægt að halda áfram á sömu braut Guðrún hyggst munu halda áfram að tala fyrir breytingum í átt til samræmingar við Norðurlöndin, en hún boðar útlendingafrumvarp á haustþingi og segir málaflokkinn síbreytilegan. „Ég hef bent á að löndin í kringum okkur hafa gert breytingar á sinni útlendingalöggjöf miklu, miklu örar en okkur hefur tekist að gera.“ Má þá skilja það sem svo að þú sért ósammála Guðmundi Inga um að þetta sé ekki forgangsmál? „Ég er algjörlega ósammála því.“ Kostnaður vegna málaflokksins hafi margfaldast á síðasta áratug. „Það er ekki hægt að halda svona áfram í langan tíma,“ segir Guðrún. Einnig þurfi að leggja áherslu á aðlögun fólks sem hér fær að vera, en um það séu þau Guðmundur Ingi sammála. „Meðan ég er í embætti í dómsmálaráðuneytinu er þetta eitt af mínum forgangsmálum og það er löngu orðið tímabært að við náum betur utan um þennan málaflokk heldur en verið hefur síðustu ár,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira