Góð ráð til að hvetja starfsfólk til dáða fyrir síðustu spretti ársins Rakel Sveinsdóttir skrifar 26. ágúst 2024 07:02 Nú þegar styttist í haustið er um að gera að hvetja starfsfólk til dáða fyrir síðustu spretti ársins. Enda jú margt sem enn á eftir að ávinnast þótt styttist í árslok. Að rétta stemningin sé til staðar, gleði í loftinu og löngunin til að taka þátt eru allt atriði sem skiptir máli en í dag ætlum við að benda sérstaklega á fjögur atriði sem gott er fyrir leiðtoga að hafa í huga. Vísir/Getty Jæja. Haustið fer að skella á. Skólarnir hefjast eftir nokkra daga og áður en við vitum af, smellur rútínan okkar aftur í réttan gír eftir sumarfrí. Stundum getur það verið átak að komast aftur af stað en þó er það þannig að flestir eru einhvern veginn tilbúnir fyrir haustið, meira að segja krakkarnir verða spenntir fyrir skólanum á ný. Fyrir vinnustaði er þetta góður tími til að gefa starfsfólki góða hvatningu fyrir komandi vikur og mánuði. Nú er lag að ná síðustu markmiðum ársins. Þeir sem leiða eða stjórna, ættu því endilega að huga sérstaklega að öllu því sem gefur starfsfólki innblástur og kraft. Eykur á eldmóðinn. Enda hafa rannsóknir sýnt að þar sem fólk upplifir hvatningu í starfi, er starfsánægjan meiri, fólk er minna fjarverandi, líkur á kulnun eru minni og fólk er almennt til í að leggja meira á sig til þess að fyrirtækið nái árangri. Af mörgum góðum ráðum er að taka þegar kemur að því að hvetja starfsfólk til dáða. Og þar skiptir allt máli; Að vinnustaðamenningin sé jákvæð og uppbyggileg í grunninn. Að vinnuaðastaða fólks sé góð. Að fólk upplifi sálfræðilegt öryggi á vinnustað, þar með talið að samskipti séu hreinskiptin og góð. Að fjölbreytninni sé fagnað. Til viðbótar þarf stemningin líka að vera til staðar. Ákveðin gleði í loftinu og það andrúmsloft sem hvetur alla til að taka þátt. Í dag ætlum við þó aðeins að impra á fjórum atriðum sem teljast lykilatriði og eru ágætis veganesti inn í haustvikurnar. Þessi fjögur atriði eru: 1. Allir finna til sín Það er ekki nóg að tala um að allir í teyminu skipti máli. Hver og einn starfsmaður þarf að upplifa það að sú sé raunin. Það að allir hafi rödd, að vinna hvers og eins sé metin og að engin sé skilin út undan skiptir máli. Gott tækifæri til að efla þessa tilfinningu starfsfólks er á teymisfundum sem margir vinnustaðir halda reglulega. 2. Forvitni er góð Það hefur löngum verið um það rætt hversu gott það er og mikilvægt að starfsfólk upplifi vinnustaðinn sinn tilbúinn til þess að efla það með öllum ráðum og dáðum; líka með því að gefa fólki tækifæri á að læra eitthvað nýtt eða spreyta sig á einhverju nýju og svo framvegis. Einföld leið til að hvetja fólk til að þróast og eflast sem starfsmenn, er að hvetja fólk til að vera forvitið. Og hér er auðvitað ekki verið að tala um forvitni um hag náungans, heldur forvitni um það hvernig hægt er að gera þetta eða hitt, ná einhverjum árangri, byggja eitthvað upp og svo framvegis. Oft leiðir forvitni til þess að fólk er tilbúið til að fara oftar út fyrir þægindarrammann sinn og stíga einhver skref sem eflir það og kennir. Viljinn til að læra eitthvað nýtt verður sterkari. 3. Að treysta…. fyrir alvöru Eitt af því sem hvetur flesta til dáða í starfi, er að finna að þeim sé vel treyst fyrir vinnunni sinni. Þetta þýðir að yfirmaður er ekki að rýna í smáatriðum í það hvernig starfsmaðurinn vinnur að þessu eða hinu, heldur einfaldlega lætur í það skína að starfsfólkinu sé einfaldlega treyst til að vinna verk sín sem best fyrir heildina. Hér gildir enginn sýndarskapur. Því traustið þarf fyrir alvöru að vera til staðar. 4. Þjálfarinn segir alltaf: Við Loks er það hvernig við tölum. Því það að segja ég, þau, þeir, þær, hinir….. eru orð sem helst ættu að heyrast sem sjaldnast á meðan orðið VIÐ er orðfærið sem stjórnendur temja sér. Og almennt boða. Því ef liðsandinn er til staðar og þjálfarinn góður, eru það fyrst og fremst VIÐ öll sem ætlum að bretta upp ermar og ná frábærum árangri í haust. Stjórnun Góðu ráðin Vinnustaðamenning Streita og kulnun Tengdar fréttir Litlu fyrirtækin: Upplifa sjálfbærni sem aukavinnu og vesen Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri Marel í Norður Evrópu og einn af gestgjöfum Sjálfbærniskóla Opna háskólans, segir sjálfbærni nú þegar farna að hafa mikil áhrif á lítil fyrirtæki. 16. ágúst 2024 07:00 Google leiðin: Fjögur atvinnuviðtöl yfirdrifið nóg Stundum er vísað til „aðeins fjórir“ reglu Google, sem er tilvísun í þá niðurstöðu sem Google komst að í rannsókn árið 2016, sem sýna að mjög mörg atvinnuviðtöl skila ekki endilega betri eða annarri niðurstöðu um ráðningu en ella. 12. ágúst 2024 07:02 Jákvæður stjórnandi getur gert gæfumuninn en fjögur lykilatriði þarf þó til „Við mannfólkið erum yfirleitt fljótari að vinna úr og muna jákvæðar upplýsingar en neikvæðar,“ nefnir Ingrid Kuhlman, leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun, sem dæmi um hvers vegna leiðtogar vinnustaða ættu að leggja áherslu á jákvæða forystu. 5. febrúar 2024 07:00 „Þarna erum við með risastóran hóp sem hefur bara gleymst að tala við“ Fyrirtæki og stofnanir eru að gleyma að tala við fjölmennan hóp Íslendinga. 18. mars 2022 07:00 Eftirsóttustu starfsmenn framtíðarinnar Aukinn sveigjanleiki í starfi hefur svo sannarlega fengið nýja merkingu í kjölfar Covid. Fjarvinna að öllu leyti eða að hluta er komin til að vera og nú er talað um „hybrid” fyrirkomulagið, eða hið blandaða fyrirkomulag, þar sem mörg störf verða unnin í bland: Í fjarvinnu og á vinnustaðnum. Þetta breytta vinnuumhverfi, auk aukinnar sjálfvirknivæðingar, kallar á nýjar hæfniskröfur. 9. ágúst 2021 07:00 Mest lesið Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Fyrir vinnustaði er þetta góður tími til að gefa starfsfólki góða hvatningu fyrir komandi vikur og mánuði. Nú er lag að ná síðustu markmiðum ársins. Þeir sem leiða eða stjórna, ættu því endilega að huga sérstaklega að öllu því sem gefur starfsfólki innblástur og kraft. Eykur á eldmóðinn. Enda hafa rannsóknir sýnt að þar sem fólk upplifir hvatningu í starfi, er starfsánægjan meiri, fólk er minna fjarverandi, líkur á kulnun eru minni og fólk er almennt til í að leggja meira á sig til þess að fyrirtækið nái árangri. Af mörgum góðum ráðum er að taka þegar kemur að því að hvetja starfsfólk til dáða. Og þar skiptir allt máli; Að vinnustaðamenningin sé jákvæð og uppbyggileg í grunninn. Að vinnuaðastaða fólks sé góð. Að fólk upplifi sálfræðilegt öryggi á vinnustað, þar með talið að samskipti séu hreinskiptin og góð. Að fjölbreytninni sé fagnað. Til viðbótar þarf stemningin líka að vera til staðar. Ákveðin gleði í loftinu og það andrúmsloft sem hvetur alla til að taka þátt. Í dag ætlum við þó aðeins að impra á fjórum atriðum sem teljast lykilatriði og eru ágætis veganesti inn í haustvikurnar. Þessi fjögur atriði eru: 1. Allir finna til sín Það er ekki nóg að tala um að allir í teyminu skipti máli. Hver og einn starfsmaður þarf að upplifa það að sú sé raunin. Það að allir hafi rödd, að vinna hvers og eins sé metin og að engin sé skilin út undan skiptir máli. Gott tækifæri til að efla þessa tilfinningu starfsfólks er á teymisfundum sem margir vinnustaðir halda reglulega. 2. Forvitni er góð Það hefur löngum verið um það rætt hversu gott það er og mikilvægt að starfsfólk upplifi vinnustaðinn sinn tilbúinn til þess að efla það með öllum ráðum og dáðum; líka með því að gefa fólki tækifæri á að læra eitthvað nýtt eða spreyta sig á einhverju nýju og svo framvegis. Einföld leið til að hvetja fólk til að þróast og eflast sem starfsmenn, er að hvetja fólk til að vera forvitið. Og hér er auðvitað ekki verið að tala um forvitni um hag náungans, heldur forvitni um það hvernig hægt er að gera þetta eða hitt, ná einhverjum árangri, byggja eitthvað upp og svo framvegis. Oft leiðir forvitni til þess að fólk er tilbúið til að fara oftar út fyrir þægindarrammann sinn og stíga einhver skref sem eflir það og kennir. Viljinn til að læra eitthvað nýtt verður sterkari. 3. Að treysta…. fyrir alvöru Eitt af því sem hvetur flesta til dáða í starfi, er að finna að þeim sé vel treyst fyrir vinnunni sinni. Þetta þýðir að yfirmaður er ekki að rýna í smáatriðum í það hvernig starfsmaðurinn vinnur að þessu eða hinu, heldur einfaldlega lætur í það skína að starfsfólkinu sé einfaldlega treyst til að vinna verk sín sem best fyrir heildina. Hér gildir enginn sýndarskapur. Því traustið þarf fyrir alvöru að vera til staðar. 4. Þjálfarinn segir alltaf: Við Loks er það hvernig við tölum. Því það að segja ég, þau, þeir, þær, hinir….. eru orð sem helst ættu að heyrast sem sjaldnast á meðan orðið VIÐ er orðfærið sem stjórnendur temja sér. Og almennt boða. Því ef liðsandinn er til staðar og þjálfarinn góður, eru það fyrst og fremst VIÐ öll sem ætlum að bretta upp ermar og ná frábærum árangri í haust.
Stjórnun Góðu ráðin Vinnustaðamenning Streita og kulnun Tengdar fréttir Litlu fyrirtækin: Upplifa sjálfbærni sem aukavinnu og vesen Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri Marel í Norður Evrópu og einn af gestgjöfum Sjálfbærniskóla Opna háskólans, segir sjálfbærni nú þegar farna að hafa mikil áhrif á lítil fyrirtæki. 16. ágúst 2024 07:00 Google leiðin: Fjögur atvinnuviðtöl yfirdrifið nóg Stundum er vísað til „aðeins fjórir“ reglu Google, sem er tilvísun í þá niðurstöðu sem Google komst að í rannsókn árið 2016, sem sýna að mjög mörg atvinnuviðtöl skila ekki endilega betri eða annarri niðurstöðu um ráðningu en ella. 12. ágúst 2024 07:02 Jákvæður stjórnandi getur gert gæfumuninn en fjögur lykilatriði þarf þó til „Við mannfólkið erum yfirleitt fljótari að vinna úr og muna jákvæðar upplýsingar en neikvæðar,“ nefnir Ingrid Kuhlman, leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun, sem dæmi um hvers vegna leiðtogar vinnustaða ættu að leggja áherslu á jákvæða forystu. 5. febrúar 2024 07:00 „Þarna erum við með risastóran hóp sem hefur bara gleymst að tala við“ Fyrirtæki og stofnanir eru að gleyma að tala við fjölmennan hóp Íslendinga. 18. mars 2022 07:00 Eftirsóttustu starfsmenn framtíðarinnar Aukinn sveigjanleiki í starfi hefur svo sannarlega fengið nýja merkingu í kjölfar Covid. Fjarvinna að öllu leyti eða að hluta er komin til að vera og nú er talað um „hybrid” fyrirkomulagið, eða hið blandaða fyrirkomulag, þar sem mörg störf verða unnin í bland: Í fjarvinnu og á vinnustaðnum. Þetta breytta vinnuumhverfi, auk aukinnar sjálfvirknivæðingar, kallar á nýjar hæfniskröfur. 9. ágúst 2021 07:00 Mest lesið Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Litlu fyrirtækin: Upplifa sjálfbærni sem aukavinnu og vesen Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri Marel í Norður Evrópu og einn af gestgjöfum Sjálfbærniskóla Opna háskólans, segir sjálfbærni nú þegar farna að hafa mikil áhrif á lítil fyrirtæki. 16. ágúst 2024 07:00
Google leiðin: Fjögur atvinnuviðtöl yfirdrifið nóg Stundum er vísað til „aðeins fjórir“ reglu Google, sem er tilvísun í þá niðurstöðu sem Google komst að í rannsókn árið 2016, sem sýna að mjög mörg atvinnuviðtöl skila ekki endilega betri eða annarri niðurstöðu um ráðningu en ella. 12. ágúst 2024 07:02
Jákvæður stjórnandi getur gert gæfumuninn en fjögur lykilatriði þarf þó til „Við mannfólkið erum yfirleitt fljótari að vinna úr og muna jákvæðar upplýsingar en neikvæðar,“ nefnir Ingrid Kuhlman, leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun, sem dæmi um hvers vegna leiðtogar vinnustaða ættu að leggja áherslu á jákvæða forystu. 5. febrúar 2024 07:00
„Þarna erum við með risastóran hóp sem hefur bara gleymst að tala við“ Fyrirtæki og stofnanir eru að gleyma að tala við fjölmennan hóp Íslendinga. 18. mars 2022 07:00
Eftirsóttustu starfsmenn framtíðarinnar Aukinn sveigjanleiki í starfi hefur svo sannarlega fengið nýja merkingu í kjölfar Covid. Fjarvinna að öllu leyti eða að hluta er komin til að vera og nú er talað um „hybrid” fyrirkomulagið, eða hið blandaða fyrirkomulag, þar sem mörg störf verða unnin í bland: Í fjarvinnu og á vinnustaðnum. Þetta breytta vinnuumhverfi, auk aukinnar sjálfvirknivæðingar, kallar á nýjar hæfniskröfur. 9. ágúst 2021 07:00