Hélt dauðahaldi í ársgamla dóttur til að forða henni frá að drukkna Kjartan Kjartansson skrifar 19. ágúst 2024 13:57 Snekkjan Bayesian (t.v.) við akkari utan við hafnarbæinn Porticello nærri Palermo á Sikiley í gærkvöldi. AP/Fabio La Bianca/Baia Santa Nicolicchia Kona sem komst lífs af þegar lystisnekkja sökk við Sikiley snemma í morgun segist hafa haldið dauðahaldi í eins árs gamla dóttur sína til þess að bjarga henni frá því að drukkna. Breskur tæknifrumkvöðull er á meðal sex sem er saknað eftir slysið. Einn hefur fundist látinn og sex er enn saknað eftir að lystisnekkjan Bayesian sökk aðeins um sjö hundruð metrum frá höfninni í Porticello á Sikiley snemma í morgun. Fimmtán var bjargað, þar á meðal eins árs gömlu stúlkubarni. Móðir stúlkunnar lýsti því hvernig hún hélt höfði hennar úr kafi þar til björgunarlið kom þeim til aðstoðar. „Ég hélt henni á floti með öllum mínum kröftum, ég teygði handleggina upp til að forða henni frá því að drukkna,“ sagði konan við ítalska blaðið La Repubblica. „Það var kolniðamyrkur. Ég gat ekki haldið augunum opnum í sjónum. Ég öskraði á hjálp en það eina sem ég heyrði í kringum mig voru öskur hinna,“ sagði hún. Yfirlæknir á sjúkrahúsinu sem tók á móti mæðgunum segir að þeim heilsist báðum vel eftir atvikum. Fylgst sé með stúlkunni í varúðarskyni. Björgunarbátar utan við höfnina í Porticello þar sem leitað er í flaki snekkjunnar á hafsbotninum.AP/ítalska strandgæslan Til leigu fyrir tæpar þrjátíu milljónir á viku Kafarar fundu lík eins þeirra sem var saknað við flak snekkjunnar á um fimmtíu metra dýpi í morgun. Hinna sex er enn leitað. Á meðal þeirra er Mike Lynch, breskur kaupsýslumaður, sem auðgaðist á nýsköpun í hugbúnaðarbransanum á 10. áratugnum. Hann lenti síðar í kasti við lögin í Bandaríkjunum þar sem hann var ákærður fyrir blekkingar í tengslum við sölu á fyrirtæki. Hann var sýknaður á endanum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að snekkjan sé í eigu aflandsfélags sem Angela Bacares, eiginkona Lynch, er skráð fyrir. Bacares er sögð á meðal þeirra fimmtán sem var bjargað í morgun. Samkvæmt upplýsingum ítalskra viðbragðsaðila hvolfdi snekkjunni áður en hún sökk. Vonskuveður var á Miðjarðarhafi í morgun og frásagnir hafa verið um að snekkjan kunni að hafa lent í skýstróki. Snekkjan Bayesian var þekkt fyrir 75 metra hátt álmastur, eitt það hæsta í heimi. Hún var auglýst til leigu fyrir allt að 29,7 milljónir íslenskra króna á viku. Ítalía Lystisnekkja sökk við Sikiley Tengdar fréttir Einn látinn og sex saknað eftir að lystisnekkja sökk við Sikiley Að minnsta kosti einn er látinn og sex manns er enn saknað eftir að lystisnekkja með erlenda ferðamenn um borð sökk í slæmu veðri undan ströndum Sikileyjar á Ítalíu í nótt. Fimmtán manns, þar á meðal ársgömlu barni, var bjargað. 19. ágúst 2024 09:13 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Einn hefur fundist látinn og sex er enn saknað eftir að lystisnekkjan Bayesian sökk aðeins um sjö hundruð metrum frá höfninni í Porticello á Sikiley snemma í morgun. Fimmtán var bjargað, þar á meðal eins árs gömlu stúlkubarni. Móðir stúlkunnar lýsti því hvernig hún hélt höfði hennar úr kafi þar til björgunarlið kom þeim til aðstoðar. „Ég hélt henni á floti með öllum mínum kröftum, ég teygði handleggina upp til að forða henni frá því að drukkna,“ sagði konan við ítalska blaðið La Repubblica. „Það var kolniðamyrkur. Ég gat ekki haldið augunum opnum í sjónum. Ég öskraði á hjálp en það eina sem ég heyrði í kringum mig voru öskur hinna,“ sagði hún. Yfirlæknir á sjúkrahúsinu sem tók á móti mæðgunum segir að þeim heilsist báðum vel eftir atvikum. Fylgst sé með stúlkunni í varúðarskyni. Björgunarbátar utan við höfnina í Porticello þar sem leitað er í flaki snekkjunnar á hafsbotninum.AP/ítalska strandgæslan Til leigu fyrir tæpar þrjátíu milljónir á viku Kafarar fundu lík eins þeirra sem var saknað við flak snekkjunnar á um fimmtíu metra dýpi í morgun. Hinna sex er enn leitað. Á meðal þeirra er Mike Lynch, breskur kaupsýslumaður, sem auðgaðist á nýsköpun í hugbúnaðarbransanum á 10. áratugnum. Hann lenti síðar í kasti við lögin í Bandaríkjunum þar sem hann var ákærður fyrir blekkingar í tengslum við sölu á fyrirtæki. Hann var sýknaður á endanum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að snekkjan sé í eigu aflandsfélags sem Angela Bacares, eiginkona Lynch, er skráð fyrir. Bacares er sögð á meðal þeirra fimmtán sem var bjargað í morgun. Samkvæmt upplýsingum ítalskra viðbragðsaðila hvolfdi snekkjunni áður en hún sökk. Vonskuveður var á Miðjarðarhafi í morgun og frásagnir hafa verið um að snekkjan kunni að hafa lent í skýstróki. Snekkjan Bayesian var þekkt fyrir 75 metra hátt álmastur, eitt það hæsta í heimi. Hún var auglýst til leigu fyrir allt að 29,7 milljónir íslenskra króna á viku.
Ítalía Lystisnekkja sökk við Sikiley Tengdar fréttir Einn látinn og sex saknað eftir að lystisnekkja sökk við Sikiley Að minnsta kosti einn er látinn og sex manns er enn saknað eftir að lystisnekkja með erlenda ferðamenn um borð sökk í slæmu veðri undan ströndum Sikileyjar á Ítalíu í nótt. Fimmtán manns, þar á meðal ársgömlu barni, var bjargað. 19. ágúst 2024 09:13 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Einn látinn og sex saknað eftir að lystisnekkja sökk við Sikiley Að minnsta kosti einn er látinn og sex manns er enn saknað eftir að lystisnekkja með erlenda ferðamenn um borð sökk í slæmu veðri undan ströndum Sikileyjar á Ítalíu í nótt. Fimmtán manns, þar á meðal ársgömlu barni, var bjargað. 19. ágúst 2024 09:13