Loftslagsaðgerðir í sátt við líffræðilega fjölbreytni Rannveig Magnúsdóttir og Guðrún Schmidt skrifa 19. ágúst 2024 17:00 Mikil umræða er búin að vera í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum um skógrækt til kolefnisbindingar í mólendi í Saltvík við Húsavík. Gróið berjaland var plægt upp þrátt fyrir viðvörunarorð sérfræðinga hjá Náttúrustofu Norðvesturlands. Prófessor í landnýtingu segir að þegar horft er til langs tíma sé lággróður, líkt og sá sem plægður var burt í Saltvík, betri til bindingar á kolefni en skógur. Slík landsvæði ættu að njóta verndar samkvæmt Bernarsamningnum. Formaður Fuglaverndar telur þar að auki að ýmis lög hafi verið brotin því m.a. var landið plægt upp á varptíma. Landvernd tekur undir þessa gagnrýni og kallar eftir víðtækri endurskoðun á skógrækt í tengslum við kolefnisbindingu. Íslensk náttúra og alþjóðlegir samningar Hlutverk Landverndar er m.a. að standa vörð um íslenska náttúru og samtökin leggja áherslu á að staðið sé við alþjóðlega samninga. Það kemur skýrt fram á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að loftslagsaðgerðir verða að taka tillit til náttúruverndar og líffræðilegrar fjölbreytni (lífbreytileika). Með Heimsmarkmiðunum, Parísarsamkomulaginu og nú síðast Kunming-Montréal stefnunni um líffræðilega fjölbreytni hafa þjóðir heims skilgreint hvað þarf að gera til að leiða heimsbyggðina á braut sjálfbærrar þróunar, koma í veg fyrir hrun vistkerfa og samfélaga og stuðla að endurreisn náttúru. Vistkerfisnálgun (e. Ecosystem approach) er sú aðferðafræði sem Samningur Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni mælir með í skipulagi, en þar er stuðlað að samræmi milli verndunar vistkerfa og sjálfbærrar nýtingar með jafnrétti að leiðarljósi. Endurheimt vistkerfa er sú alþjóðlega viðurkennda aðferð sem vísindasamfélagið hefur bent á að sé árangursríkust í bæði kolefnisbindingu og vernd líffræðilegrar fjölbreytni. Síðast en ekki síst, þá er áratugurinn 2021-2030 helgaður endurheimt vistkerfa hjá Sameinuðu þjóðunum. Ákall um endurskoðun, samvinnu og skipulag Til að ná sátt um landnýtingu og aðgerðir til kolefnisbindingar þarf að fara í víðtæka endurskoðun á málefninu. Prófessor í vistfræði hefur áður skorað á yfirvöld og sveitarfélög að endurskoða aðgerðaráætlanir sínar og skipulag um landnýtingu. Landvernd tekur undir þessa áskorun og hefur áhuga á að taka virkan þátt í slíkri vinnu. Aðferðafræði vistkerfisnálgunar myndi henta afar vel í þeirri vegferð. Höfundar eru sérfræðingar hjá Landvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Umhverfismál Norðurþing Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Úkraína og stóra myndin í alþjóðasamskiptum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Mikil umræða er búin að vera í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum um skógrækt til kolefnisbindingar í mólendi í Saltvík við Húsavík. Gróið berjaland var plægt upp þrátt fyrir viðvörunarorð sérfræðinga hjá Náttúrustofu Norðvesturlands. Prófessor í landnýtingu segir að þegar horft er til langs tíma sé lággróður, líkt og sá sem plægður var burt í Saltvík, betri til bindingar á kolefni en skógur. Slík landsvæði ættu að njóta verndar samkvæmt Bernarsamningnum. Formaður Fuglaverndar telur þar að auki að ýmis lög hafi verið brotin því m.a. var landið plægt upp á varptíma. Landvernd tekur undir þessa gagnrýni og kallar eftir víðtækri endurskoðun á skógrækt í tengslum við kolefnisbindingu. Íslensk náttúra og alþjóðlegir samningar Hlutverk Landverndar er m.a. að standa vörð um íslenska náttúru og samtökin leggja áherslu á að staðið sé við alþjóðlega samninga. Það kemur skýrt fram á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að loftslagsaðgerðir verða að taka tillit til náttúruverndar og líffræðilegrar fjölbreytni (lífbreytileika). Með Heimsmarkmiðunum, Parísarsamkomulaginu og nú síðast Kunming-Montréal stefnunni um líffræðilega fjölbreytni hafa þjóðir heims skilgreint hvað þarf að gera til að leiða heimsbyggðina á braut sjálfbærrar þróunar, koma í veg fyrir hrun vistkerfa og samfélaga og stuðla að endurreisn náttúru. Vistkerfisnálgun (e. Ecosystem approach) er sú aðferðafræði sem Samningur Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni mælir með í skipulagi, en þar er stuðlað að samræmi milli verndunar vistkerfa og sjálfbærrar nýtingar með jafnrétti að leiðarljósi. Endurheimt vistkerfa er sú alþjóðlega viðurkennda aðferð sem vísindasamfélagið hefur bent á að sé árangursríkust í bæði kolefnisbindingu og vernd líffræðilegrar fjölbreytni. Síðast en ekki síst, þá er áratugurinn 2021-2030 helgaður endurheimt vistkerfa hjá Sameinuðu þjóðunum. Ákall um endurskoðun, samvinnu og skipulag Til að ná sátt um landnýtingu og aðgerðir til kolefnisbindingar þarf að fara í víðtæka endurskoðun á málefninu. Prófessor í vistfræði hefur áður skorað á yfirvöld og sveitarfélög að endurskoða aðgerðaráætlanir sínar og skipulag um landnýtingu. Landvernd tekur undir þessa áskorun og hefur áhuga á að taka virkan þátt í slíkri vinnu. Aðferðafræði vistkerfisnálgunar myndi henta afar vel í þeirri vegferð. Höfundar eru sérfræðingar hjá Landvernd.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun