Beiðnin afturkölluð og Helgi þarf ekki að skila lyklum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. ágúst 2024 18:42 Sigríður hefur óskað eftir því að Helgi mæti ekki til starfa meðan mál hans er til meðferðar hjá ráðuneytinu. Vísir/Vilhelm/Arnar Beiðni ríkissaksóknara um að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari skili lyklum að húsnæði embættisins, fartölvu og öðru slíku hefur verið afturkölluð. Helgi fékk tölvupóst þess efnis fyrir um fjórum klukkutímum en fékk svo annan fyrir hálftíma þar sem beiðnin var afturkölluð. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lagði til við dómsmálaráðherra fyrir þremur vikum síðan að Helgi Magnús yrði leystur tímabundið frá störfum vegna kæru á hendur honum fyrir ummæli um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum. Málið er enn á borði dómsmálaráðherra, en Helgi fékk í dag tölvupóst þar sem hann var beðinn um að skila lyklum að húsnæði embættisins og öðru slíku. Beiðnin var svo afturkölluð nokkrum klukkutímum síðar. „Það er náttúrulega liðinn nærri mánuður frá því ég fékk póst frá henni um að það væri ekki óskað eftir starfskröftum mínum á meðan á þessu máli stæði hjá ráðherra. En það var ekkert minnst á það þá að ég ætti að skila lyklum eða tölvu, þannig það var alveg nýtt. Ég veit ekki hvað það átti að þýða að senda póst í dag um það,“ segir Helgi. Ætti að snúa til baka úr fríi á föstudaginn Helgi telur að ráðherra sé að vanda sig og hún muni svara þegar hún er tilbúin. Hann segist vera í fríi og málið hafi ekki verið neitt sérstaklega aðkallandi gagnvart honum. „En þetta er mjög óþægilegt samt, að hafa þetta yfir sér.“ Hann ætti að öllu jöfnu að snúa til baka úr sumarfríi á föstudaginn. „En það stendur svo í ósk hennar að ég komi ekki til vinnu á meðan ráðherra er að fjalla um þetta, þannig ég svosem veit ekki alveg hvar ég stend í þessu,“ segir hann. Hann verði að virða ósk Sigríðar, „ætli hún að halda sig við það að ég sitji heima á launum, á meðan ráðherra er að fjalla um þetta, en ég veit svosem ekkert á hvaða grundvelli hún byggir það,“ segir hann. Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Tvö þúsund þegar skrifað undir til stuðnings Helga Magnúsi Búið er að koma upp undirskriftalista á Íslandi.is til stuðnings Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara. Ríkissaksóknari hefur óskað eftir því að hann verði leystur af störfum vegna umdeildra ummæla í garð hinsegin fólks og útlendinga. 18. ágúst 2024 11:33 Leitar ráðgjafar innan og utan ráðuneytis um mál vararíkissaksóknara Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist ekki geta tjáð sig um mál vararíkissaksóknara á meðan málið er til skoðunar í ráðuneytinu. Hún hefur leitað sér ráðgjafar innan og utan ráðuneytis vegna málsins. Guðrún ræddi þetta mál, og fleiri, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 12. ágúst 2024 08:57 Þykir sárt að vera stunginn í bakið af vini sínum Lögmaður Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara hefur sent dómsmálaráðherra bréf þar sem þess er krafist að áminning sem hann hlaut frá Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara verði afturkölluð. 11. ágúst 2024 13:25 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Sjá meira
Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lagði til við dómsmálaráðherra fyrir þremur vikum síðan að Helgi Magnús yrði leystur tímabundið frá störfum vegna kæru á hendur honum fyrir ummæli um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum. Málið er enn á borði dómsmálaráðherra, en Helgi fékk í dag tölvupóst þar sem hann var beðinn um að skila lyklum að húsnæði embættisins og öðru slíku. Beiðnin var svo afturkölluð nokkrum klukkutímum síðar. „Það er náttúrulega liðinn nærri mánuður frá því ég fékk póst frá henni um að það væri ekki óskað eftir starfskröftum mínum á meðan á þessu máli stæði hjá ráðherra. En það var ekkert minnst á það þá að ég ætti að skila lyklum eða tölvu, þannig það var alveg nýtt. Ég veit ekki hvað það átti að þýða að senda póst í dag um það,“ segir Helgi. Ætti að snúa til baka úr fríi á föstudaginn Helgi telur að ráðherra sé að vanda sig og hún muni svara þegar hún er tilbúin. Hann segist vera í fríi og málið hafi ekki verið neitt sérstaklega aðkallandi gagnvart honum. „En þetta er mjög óþægilegt samt, að hafa þetta yfir sér.“ Hann ætti að öllu jöfnu að snúa til baka úr sumarfríi á föstudaginn. „En það stendur svo í ósk hennar að ég komi ekki til vinnu á meðan ráðherra er að fjalla um þetta, þannig ég svosem veit ekki alveg hvar ég stend í þessu,“ segir hann. Hann verði að virða ósk Sigríðar, „ætli hún að halda sig við það að ég sitji heima á launum, á meðan ráðherra er að fjalla um þetta, en ég veit svosem ekkert á hvaða grundvelli hún byggir það,“ segir hann.
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Tvö þúsund þegar skrifað undir til stuðnings Helga Magnúsi Búið er að koma upp undirskriftalista á Íslandi.is til stuðnings Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara. Ríkissaksóknari hefur óskað eftir því að hann verði leystur af störfum vegna umdeildra ummæla í garð hinsegin fólks og útlendinga. 18. ágúst 2024 11:33 Leitar ráðgjafar innan og utan ráðuneytis um mál vararíkissaksóknara Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist ekki geta tjáð sig um mál vararíkissaksóknara á meðan málið er til skoðunar í ráðuneytinu. Hún hefur leitað sér ráðgjafar innan og utan ráðuneytis vegna málsins. Guðrún ræddi þetta mál, og fleiri, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 12. ágúst 2024 08:57 Þykir sárt að vera stunginn í bakið af vini sínum Lögmaður Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara hefur sent dómsmálaráðherra bréf þar sem þess er krafist að áminning sem hann hlaut frá Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara verði afturkölluð. 11. ágúst 2024 13:25 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Sjá meira
Tvö þúsund þegar skrifað undir til stuðnings Helga Magnúsi Búið er að koma upp undirskriftalista á Íslandi.is til stuðnings Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara. Ríkissaksóknari hefur óskað eftir því að hann verði leystur af störfum vegna umdeildra ummæla í garð hinsegin fólks og útlendinga. 18. ágúst 2024 11:33
Leitar ráðgjafar innan og utan ráðuneytis um mál vararíkissaksóknara Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist ekki geta tjáð sig um mál vararíkissaksóknara á meðan málið er til skoðunar í ráðuneytinu. Hún hefur leitað sér ráðgjafar innan og utan ráðuneytis vegna málsins. Guðrún ræddi þetta mál, og fleiri, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 12. ágúst 2024 08:57
Þykir sárt að vera stunginn í bakið af vini sínum Lögmaður Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara hefur sent dómsmálaráðherra bréf þar sem þess er krafist að áminning sem hann hlaut frá Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara verði afturkölluð. 11. ágúst 2024 13:25