Beiðnin afturkölluð og Helgi þarf ekki að skila lyklum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. ágúst 2024 18:42 Sigríður hefur óskað eftir því að Helgi mæti ekki til starfa meðan mál hans er til meðferðar hjá ráðuneytinu. Vísir/Vilhelm/Arnar Beiðni ríkissaksóknara um að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari skili lyklum að húsnæði embættisins, fartölvu og öðru slíku hefur verið afturkölluð. Helgi fékk tölvupóst þess efnis fyrir um fjórum klukkutímum en fékk svo annan fyrir hálftíma þar sem beiðnin var afturkölluð. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lagði til við dómsmálaráðherra fyrir þremur vikum síðan að Helgi Magnús yrði leystur tímabundið frá störfum vegna kæru á hendur honum fyrir ummæli um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum. Málið er enn á borði dómsmálaráðherra, en Helgi fékk í dag tölvupóst þar sem hann var beðinn um að skila lyklum að húsnæði embættisins og öðru slíku. Beiðnin var svo afturkölluð nokkrum klukkutímum síðar. „Það er náttúrulega liðinn nærri mánuður frá því ég fékk póst frá henni um að það væri ekki óskað eftir starfskröftum mínum á meðan á þessu máli stæði hjá ráðherra. En það var ekkert minnst á það þá að ég ætti að skila lyklum eða tölvu, þannig það var alveg nýtt. Ég veit ekki hvað það átti að þýða að senda póst í dag um það,“ segir Helgi. Ætti að snúa til baka úr fríi á föstudaginn Helgi telur að ráðherra sé að vanda sig og hún muni svara þegar hún er tilbúin. Hann segist vera í fríi og málið hafi ekki verið neitt sérstaklega aðkallandi gagnvart honum. „En þetta er mjög óþægilegt samt, að hafa þetta yfir sér.“ Hann ætti að öllu jöfnu að snúa til baka úr sumarfríi á föstudaginn. „En það stendur svo í ósk hennar að ég komi ekki til vinnu á meðan ráðherra er að fjalla um þetta, þannig ég svosem veit ekki alveg hvar ég stend í þessu,“ segir hann. Hann verði að virða ósk Sigríðar, „ætli hún að halda sig við það að ég sitji heima á launum, á meðan ráðherra er að fjalla um þetta, en ég veit svosem ekkert á hvaða grundvelli hún byggir það,“ segir hann. Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Tvö þúsund þegar skrifað undir til stuðnings Helga Magnúsi Búið er að koma upp undirskriftalista á Íslandi.is til stuðnings Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara. Ríkissaksóknari hefur óskað eftir því að hann verði leystur af störfum vegna umdeildra ummæla í garð hinsegin fólks og útlendinga. 18. ágúst 2024 11:33 Leitar ráðgjafar innan og utan ráðuneytis um mál vararíkissaksóknara Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist ekki geta tjáð sig um mál vararíkissaksóknara á meðan málið er til skoðunar í ráðuneytinu. Hún hefur leitað sér ráðgjafar innan og utan ráðuneytis vegna málsins. Guðrún ræddi þetta mál, og fleiri, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 12. ágúst 2024 08:57 Þykir sárt að vera stunginn í bakið af vini sínum Lögmaður Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara hefur sent dómsmálaráðherra bréf þar sem þess er krafist að áminning sem hann hlaut frá Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara verði afturkölluð. 11. ágúst 2024 13:25 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lagði til við dómsmálaráðherra fyrir þremur vikum síðan að Helgi Magnús yrði leystur tímabundið frá störfum vegna kæru á hendur honum fyrir ummæli um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum. Málið er enn á borði dómsmálaráðherra, en Helgi fékk í dag tölvupóst þar sem hann var beðinn um að skila lyklum að húsnæði embættisins og öðru slíku. Beiðnin var svo afturkölluð nokkrum klukkutímum síðar. „Það er náttúrulega liðinn nærri mánuður frá því ég fékk póst frá henni um að það væri ekki óskað eftir starfskröftum mínum á meðan á þessu máli stæði hjá ráðherra. En það var ekkert minnst á það þá að ég ætti að skila lyklum eða tölvu, þannig það var alveg nýtt. Ég veit ekki hvað það átti að þýða að senda póst í dag um það,“ segir Helgi. Ætti að snúa til baka úr fríi á föstudaginn Helgi telur að ráðherra sé að vanda sig og hún muni svara þegar hún er tilbúin. Hann segist vera í fríi og málið hafi ekki verið neitt sérstaklega aðkallandi gagnvart honum. „En þetta er mjög óþægilegt samt, að hafa þetta yfir sér.“ Hann ætti að öllu jöfnu að snúa til baka úr sumarfríi á föstudaginn. „En það stendur svo í ósk hennar að ég komi ekki til vinnu á meðan ráðherra er að fjalla um þetta, þannig ég svosem veit ekki alveg hvar ég stend í þessu,“ segir hann. Hann verði að virða ósk Sigríðar, „ætli hún að halda sig við það að ég sitji heima á launum, á meðan ráðherra er að fjalla um þetta, en ég veit svosem ekkert á hvaða grundvelli hún byggir það,“ segir hann.
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Tvö þúsund þegar skrifað undir til stuðnings Helga Magnúsi Búið er að koma upp undirskriftalista á Íslandi.is til stuðnings Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara. Ríkissaksóknari hefur óskað eftir því að hann verði leystur af störfum vegna umdeildra ummæla í garð hinsegin fólks og útlendinga. 18. ágúst 2024 11:33 Leitar ráðgjafar innan og utan ráðuneytis um mál vararíkissaksóknara Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist ekki geta tjáð sig um mál vararíkissaksóknara á meðan málið er til skoðunar í ráðuneytinu. Hún hefur leitað sér ráðgjafar innan og utan ráðuneytis vegna málsins. Guðrún ræddi þetta mál, og fleiri, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 12. ágúst 2024 08:57 Þykir sárt að vera stunginn í bakið af vini sínum Lögmaður Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara hefur sent dómsmálaráðherra bréf þar sem þess er krafist að áminning sem hann hlaut frá Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara verði afturkölluð. 11. ágúst 2024 13:25 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Tvö þúsund þegar skrifað undir til stuðnings Helga Magnúsi Búið er að koma upp undirskriftalista á Íslandi.is til stuðnings Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara. Ríkissaksóknari hefur óskað eftir því að hann verði leystur af störfum vegna umdeildra ummæla í garð hinsegin fólks og útlendinga. 18. ágúst 2024 11:33
Leitar ráðgjafar innan og utan ráðuneytis um mál vararíkissaksóknara Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist ekki geta tjáð sig um mál vararíkissaksóknara á meðan málið er til skoðunar í ráðuneytinu. Hún hefur leitað sér ráðgjafar innan og utan ráðuneytis vegna málsins. Guðrún ræddi þetta mál, og fleiri, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 12. ágúst 2024 08:57
Þykir sárt að vera stunginn í bakið af vini sínum Lögmaður Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara hefur sent dómsmálaráðherra bréf þar sem þess er krafist að áminning sem hann hlaut frá Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara verði afturkölluð. 11. ágúst 2024 13:25