Körfubolti

Kallaði Kevin Durant veik­geðja

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kevin Durant með Ólympíugullverðlaunin sín eftir sigurinn í París.
Kevin Durant með Ólympíugullverðlaunin sín eftir sigurinn í París. Getty/Gregory Shamus

Þýski körfuboltamaðurinn Dennis Schröder var ekki hrifinn af færslu Kevin Durant á samfélagsmiðlum eftir að bandaríska landsliðið tryggði sér Ólympíugullið í París.

Þjóðverjar komust ekki í úrslitaleikinn og töpuðu síðan bronsleiknum. Þeir eru ríkjandi heimsmeistarar. Schröder hefur spilað lengi í NBA og er besti leikmaður þýska liðsins.

Schröder hafði áður sagt að evrópski körfuboltinn væri engin skemmtun heldur eingöngu klókur körfubolti og hnitmiðuð þjálfun. Það virtist hafa snert einhverja taug hjá Durant.

Durant fór nefnilega á samfélagsmiðla eftir sigur bandaríska liðsins á Frökkum í úrslitaleiknum. Þar skrifaði hann: Skemmtun og klókindi eða „Entertainment & IQ,“.

„Þeir unnu og Kevin Durant setti inn: Klókindi og skemmtun. Í mínum augum er þetta bara að vera veikgeðja. Þú ert þessi týpa af stjörnu og telur þig þurfa að segja eitthvað við mann eins og mig,“ sagði Dennis Schröder.

„Mér er svo sem sama um þetta en þegar öllu er á botninn hvolft þá setti hann þetta inn vegna þess sem ég sagði,“ sagði Schröder.

„Ég ætlaði aldrei að vera með einhverja neikvæðni. Ég ber mikla virðingu fyrir öllum þessum strákum en það að setja þetta inn sýnir mér að hann er veikgeðja persóna. Svona er það bara. Það eru ekki allir sterkir og það eru ekki allir á góðum stað,“ sagði Schröder.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×