Tilkynning lögreglunnar kemur í kjölfar Facebook-færslu frá falsaðganginum „Rútukort í Reykjavík“ sem deilir kostaðri auglýsingu á samfélagsmiðlinum.
„Reykjavík bæjarstjórn hefur hafið herferð til að bæta umhverfið sem hvetur íbúa til að nýta almenningssamgöngur meira! Klapp Card býður upp á frían aðgang að almenningssamgöngum í eitt ár!“ segir í færslunni og henni fylgja nokkur tjákn.

Er fólk hvatt til þess að ýta á hlekk sem fylgir færslunni og svara þar nokkrum spurningum. Á endanum, þrátt fyrir að kortið sé sagt ókeypis, eru þeir sem ýta á hlekkinn beðnir um að slá inn kortaupplýsingar.

Í tilkynningu lögreglunnar eru rakin nokkur augljós hættu merki um að mögulega sé um svindl að ræða. Það eru ef það eru myndir eða tjákn í texta, vefslóðir sem opnast eru skrítnar og þegar málfarið í færslunni er afar lélegt.
„Vonandi falla sem fæstir fyrir þessu svindli en endilega verið á varðbergi gagnvart þessu og öðrum álíka svindlum,“ segir í tilkynningunni.