Innlent

Kostar í strætó yfir daginn en ó­keypis heim um kvöldið

Bjarki Sigurðsson skrifar
Gera má ráð fyrir því að strætisvagnar verði troðfullir meirihluta laugardags vegna Menningarnætur.
Gera má ráð fyrir því að strætisvagnar verði troðfullir meirihluta laugardags vegna Menningarnætur. Vísir/Vilhelm

Annað árið í röð munu farþegar Strætó greiða almennt fargjald á Menningarnótt á laugardaginn. Ferðum verður fjölgað hjá fjölda leiða yfir daginn.

Strætó áætlar að með auknum ferðum verði hægt að aka 3.200 manns niður í bæ á hverjum klukkutíma úr hverfum borgarinnar og ljóst sé að ekki sé hægt að ferja alla sem sækja Menningarnótt eingöngu með Strætó. 

Einnig verður í boði skutluþjónusta á vegum Strætó í boði Reykjavíkurborgar sem ekur milli Laugardalshallar og Hallgrímskirkju frá 7:30 til 0:30. Fólk á bíl getur lagt í grennd við Laugardalshöll og tekið skutluna þaðan. Ókeypis verður að nýta sér hana. 

Svona er akstursleið skutlunnar.

Klukkan 22:30 verður almennt leiðakerfi strætó rofið og öllum vögnum ekið beint að Sæbraut við Sólfarið. Þaðan verður ekið í öll hverfi höfuðborgarsvæðisins frá 23:00 til 0:30. Þær ferðir verða ókeypis. Eftir það tekur næturstrætó við og ekur eftir sínum hefðbundnu leiðum. 

Ókeypis verður að taka strætó heim í einn og hálfan tíma eftir að flugeldasýningunni lýkur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×