Áfengisdrykkja ekki áberandi vandamál á Alþingi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. ágúst 2024 12:01 Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson telja áfengisdrykkju ekki vandamál á Alþingi. vísir/Vilhelm Forsætisráðherra og fjármálaráðherra telja áfengisdrykkju ekki vera vandamál á Alþingi. Ólíklegt sé að fólk geti komist upp með það á átta flokka Alþingi sem sé ávallt í beinni útsendingu að fara drukkið í ræðupúlt Alþingis. Forseti Alþingis mun ítreka það við þingflokksformenn að menn gæti sín í sambandi við áfengisneyslu. Ákveðnir þingmenn hafi verið „fullþaulsetnir“ á veitingastöðum á lokadegi þingsins í júní. Umræða um áfengisneyslu þingmanna kemur til vegna ummæla Jódísar Skúladóttur þingmanns VG sem ofbauð drykkja við þinglok á Alþingi þann 22. júní síðastliðinn. Í viðtali við Samstöðina sagði hún það ekki boðlegt að þingmenn standi í ræðustól undir áhrifum. Hún tók upp málið í forsætisnefnd þingsins „Mér finnst þetta óvirðing við land og þjóð. Mér finnst þetta óvirðing við samstarfsfólkið og ég skil það alveg að langir dagar, langt fram á nætur, þetta er auðvitað erfitt og fólk finnur hjá sér þörf til að drekka. Stress og ofboðslega flókin mál í gangi,“ sagði Jódís á Samstöðinni í gær. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að telji forsætisnefnd tilefni til að taka málið upp verði það gert á þeim vettvangi. „Mér finnst mikil áfengisdrykkja ekki hafa verið einkennandi í þingstörfunum. Þvert á móti finnst mér þingheimur heilt yfir taka hlutverk sitt mjög alvarlega,“ segir Bjarni. „Menn geta rétt ímyndað sér í átta flokka Alþingi hvort það sé líklegt að menn komist upp með það að ganga um sótölvaðir, upp og niður úr ræðupúlti, án þess að það spyrjist út eða vekji athugasemdir eða kalli á eitthvert inngrip. Við erum að gera þetta fyrir opnum tjöldum, allt í beinni útsendingu. Lýðræðislegur vettvangur er þingið. Ég get ekki tekið undir að þetta sé áberandi vandamál á þinginu,“ segir Bjarni. Vel megi vera að einhver frávik hafi fundist hvort sem var við þinglok eða á síðustu árum. Hann hafi ekki orðið var við glaseyga þingmenn við afgreiðslu fjárlaga um jólin. „Ég kannast ekki við það. Það verður hver og einn að svara fyrir sig í því.“ Sigurður Ingi Jóhannsson segist hafa heyrt meiri sögur af drykkju á Alþingi í gamla daga, áður en hann settist á þing. „Ég var kannski ekki nógu mikið niðri í þingi til að geta metið nákvæmlega hvað var í gangi þarna. Ég vona nú að það sé orðum aukið að þetta hafi verið algengt. Ég varð allavega ekki var við það,“ segir Sigurður Ingi. Það hafi í það minnsta ekki verið það áberandi að það hafi orðið að sérstöku umræðuefni. „Örugglega hefur það komið fyrir einhvern einn og einn en ég held að það séu allir að vanda sig að vera ekki drukknir í vinnunni. Ég held að það sé ekki gott á nokkrum einum einasta vinnustað, og alls ekki á þessum.“ Alþingi Áfengi og tóbak Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
Forseti Alþingis mun ítreka það við þingflokksformenn að menn gæti sín í sambandi við áfengisneyslu. Ákveðnir þingmenn hafi verið „fullþaulsetnir“ á veitingastöðum á lokadegi þingsins í júní. Umræða um áfengisneyslu þingmanna kemur til vegna ummæla Jódísar Skúladóttur þingmanns VG sem ofbauð drykkja við þinglok á Alþingi þann 22. júní síðastliðinn. Í viðtali við Samstöðina sagði hún það ekki boðlegt að þingmenn standi í ræðustól undir áhrifum. Hún tók upp málið í forsætisnefnd þingsins „Mér finnst þetta óvirðing við land og þjóð. Mér finnst þetta óvirðing við samstarfsfólkið og ég skil það alveg að langir dagar, langt fram á nætur, þetta er auðvitað erfitt og fólk finnur hjá sér þörf til að drekka. Stress og ofboðslega flókin mál í gangi,“ sagði Jódís á Samstöðinni í gær. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að telji forsætisnefnd tilefni til að taka málið upp verði það gert á þeim vettvangi. „Mér finnst mikil áfengisdrykkja ekki hafa verið einkennandi í þingstörfunum. Þvert á móti finnst mér þingheimur heilt yfir taka hlutverk sitt mjög alvarlega,“ segir Bjarni. „Menn geta rétt ímyndað sér í átta flokka Alþingi hvort það sé líklegt að menn komist upp með það að ganga um sótölvaðir, upp og niður úr ræðupúlti, án þess að það spyrjist út eða vekji athugasemdir eða kalli á eitthvert inngrip. Við erum að gera þetta fyrir opnum tjöldum, allt í beinni útsendingu. Lýðræðislegur vettvangur er þingið. Ég get ekki tekið undir að þetta sé áberandi vandamál á þinginu,“ segir Bjarni. Vel megi vera að einhver frávik hafi fundist hvort sem var við þinglok eða á síðustu árum. Hann hafi ekki orðið var við glaseyga þingmenn við afgreiðslu fjárlaga um jólin. „Ég kannast ekki við það. Það verður hver og einn að svara fyrir sig í því.“ Sigurður Ingi Jóhannsson segist hafa heyrt meiri sögur af drykkju á Alþingi í gamla daga, áður en hann settist á þing. „Ég var kannski ekki nógu mikið niðri í þingi til að geta metið nákvæmlega hvað var í gangi þarna. Ég vona nú að það sé orðum aukið að þetta hafi verið algengt. Ég varð allavega ekki var við það,“ segir Sigurður Ingi. Það hafi í það minnsta ekki verið það áberandi að það hafi orðið að sérstöku umræðuefni. „Örugglega hefur það komið fyrir einhvern einn og einn en ég held að það séu allir að vanda sig að vera ekki drukknir í vinnunni. Ég held að það sé ekki gott á nokkrum einum einasta vinnustað, og alls ekki á þessum.“
Alþingi Áfengi og tóbak Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira