Segja snekkjuna hafa sokkið á örfáum mínútum Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2024 14:06 Kafarar skoða teikningar af snekkjunni Bayesian við höfnina í Porticello á Sikiley. Þeir geta aðeins verið í tólf mínútur að hámarki þar sem snekkjan hvílir á fimmtíu metra dýpi. AP/ítalska slökkviliðið Læknir sem tók á móti eftirlifendum af lystisnekkjunni sem sökk við Sikiley í gær segir þá hafa lýst því að snekkjunni hafi hvolft og hún sokkið á örfáum mínútum. Talið er að lík sex manna sem enn er saknað séu föst inni í snekkjunni á hafsbotni. Einn fannst látinn en fimmtán var bjargað eftir að lystisnekkjan Bayesian sökk rétt utan við höfnina í Porticello á Sikiley í gærmorgun. Sex er enn saknað, þar á meðal stjórnarformanns Morgan Stanley International, og Mike Lynch, bresks auðkýfings, og átján ára gamallar dóttur hans. Erfiðlega hefur gengið að leita að líkum fólksins. Snekkjan liggur á stjórnborðahliðinni á um fimmtíu metra dýpi og húsgögn hindra leið kafara að brúnni og káetum neðan þilja. Vegna dýpisins geta kafarar aðeins leitað í um tíu mínútur í senn. Einn kafaranna segir ítölskum fjölmiðlum að snekkjan sé svo gott sem heil á hafsbotninum. Engin ummerki sjáist um árekstur eða gat á skrokknum. Domenico Cipolla, læknir á Di Cristina-barnaspítalanum í Palermo á Sikiley, segir að fólk sem lifði slysið af hafi sagt honum að snekkjunni hafi hvolft á örfáum mínútum. Hann tók meðal annars á móti breskri konu sem bjargaði eins árs gamalli dóttur sinni frá drukknun með því að halda höfði hennar upp úr sjónum þar til hjálp barst. Vangaveltur hafa verið uppi um að snekkja hafi orðið fyrir skýstrók en vonskuveður var við Sikiley á aðfararnótt mánudags. Hitabylgja hefur verið í Miðjarðarhafinu við Sikiley og Sardiníu undanfarið og er sjórinn þar um þremur gráðum hlýrri en vanalega á þessum árstíma. Luca Mercalli, forseti ítalska veðurfræðisambandsins, segir Reuters-fréttastofunni að hitabylgjan nú sé afbrigðileg. Um það leyti sem snekkjan sökk hafi vindhraði mælst yfir fjörutíu metrum á sekúndu. Ítalía Lystisnekkja sökk við Sikiley Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Einn fannst látinn en fimmtán var bjargað eftir að lystisnekkjan Bayesian sökk rétt utan við höfnina í Porticello á Sikiley í gærmorgun. Sex er enn saknað, þar á meðal stjórnarformanns Morgan Stanley International, og Mike Lynch, bresks auðkýfings, og átján ára gamallar dóttur hans. Erfiðlega hefur gengið að leita að líkum fólksins. Snekkjan liggur á stjórnborðahliðinni á um fimmtíu metra dýpi og húsgögn hindra leið kafara að brúnni og káetum neðan þilja. Vegna dýpisins geta kafarar aðeins leitað í um tíu mínútur í senn. Einn kafaranna segir ítölskum fjölmiðlum að snekkjan sé svo gott sem heil á hafsbotninum. Engin ummerki sjáist um árekstur eða gat á skrokknum. Domenico Cipolla, læknir á Di Cristina-barnaspítalanum í Palermo á Sikiley, segir að fólk sem lifði slysið af hafi sagt honum að snekkjunni hafi hvolft á örfáum mínútum. Hann tók meðal annars á móti breskri konu sem bjargaði eins árs gamalli dóttur sinni frá drukknun með því að halda höfði hennar upp úr sjónum þar til hjálp barst. Vangaveltur hafa verið uppi um að snekkja hafi orðið fyrir skýstrók en vonskuveður var við Sikiley á aðfararnótt mánudags. Hitabylgja hefur verið í Miðjarðarhafinu við Sikiley og Sardiníu undanfarið og er sjórinn þar um þremur gráðum hlýrri en vanalega á þessum árstíma. Luca Mercalli, forseti ítalska veðurfræðisambandsins, segir Reuters-fréttastofunni að hitabylgjan nú sé afbrigðileg. Um það leyti sem snekkjan sökk hafi vindhraði mælst yfir fjörutíu metrum á sekúndu.
Ítalía Lystisnekkja sökk við Sikiley Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira