Óbreyttir stýrivextir í enn eitt skiptið Kjartan Kjartansson skrifar 21. ágúst 2024 08:31 Seðlabankinn hefur verið undir verulegum þrýstingi að lækka vexti þrátt fyrir að verðbógla mælist viðvarandi há. Vísir/Vilhelm Stýrivextir Seðlabankans verða óbreyttir í að minnsta kosti sex vikur til viðbótar. Þeir hafa nú verið óbreyttir í 9,25 prósentum í meira en ár. Bankinn varar við því að það gæti tekið tíma að ná niður verðbólgu. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti um ákvörðun sínum um að halda meginvöxtum sínum, vöxtum á sjö daga bundnum innlánum, í 9,25 prósentum í morgun. Í yfirlýsingu nefndarinnar er vísað til þess að verðbólga hafi aukist lítillega frá síðasta fundi nefndarinnar í maí eftir að hafa hjaðnað fram eftir ári. Undirliggjandi verðbólga er enn metin mikil og verðhækkanir séu á breiðum grunni þótt húsnæðisliðurinn vegi enn þungt. Verðbólguvæntingar hafi einnig lítið breyst og haldist yfir markmiði. Þó að hægt hafi á innlendri eftirspurn undanfarið í ár í takt við aukið peningalegt taumhald sé nokkur spenna enn til staðar í þjóðarbúinu. Lítið hafi dregið úr henni frá því í maí. Nefndin telur horfur á því að það geti tekið nokkurn tíma að ná fram ásættanlegri hjöðnun verðbólgunnar. Núverandi aðhaldsstig sé hæfilegt til þess að koma verðbólgunni niður í markmið bankans en þrálát verðbólga og kraftur í innlendri eftirspurn kalli eftir varkárni. Peningastefnunefnd tekur næst ákvörðun um stýrivexti 2. október, eftir sex vikur. Ákvörðunarinnar í dag hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu jafnvel þótt að greinendur hefðu spáð því réttilega að bankinn hróflaði ekki við vöxtunum í ljósi viðvarandi verðbólgu. Hún mældist 6,3 prósent á ársgrundvelli í síðustu mælingu Hagstofunnar sem var birt 24. júlí. Bæði fulltrúar atvinnulífs og launþega hafa þrýst opinberlega á bankann að lækka stýrivexti sína. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, Rannveig Sigurðardóttur, varaseðlabankastjóri peningastefnu og staðgengill formanns og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, gera grein fyrir yfirlýsingu peningastefnunefndar og kynna efni Peningamála á kynningarfundi sem hefst klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með útsendingu frá fundinum í spilaranum að neðan. Efnahagsmál Seðlabankinn Verðlag Íslenska krónan Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti um ákvörðun sínum um að halda meginvöxtum sínum, vöxtum á sjö daga bundnum innlánum, í 9,25 prósentum í morgun. Í yfirlýsingu nefndarinnar er vísað til þess að verðbólga hafi aukist lítillega frá síðasta fundi nefndarinnar í maí eftir að hafa hjaðnað fram eftir ári. Undirliggjandi verðbólga er enn metin mikil og verðhækkanir séu á breiðum grunni þótt húsnæðisliðurinn vegi enn þungt. Verðbólguvæntingar hafi einnig lítið breyst og haldist yfir markmiði. Þó að hægt hafi á innlendri eftirspurn undanfarið í ár í takt við aukið peningalegt taumhald sé nokkur spenna enn til staðar í þjóðarbúinu. Lítið hafi dregið úr henni frá því í maí. Nefndin telur horfur á því að það geti tekið nokkurn tíma að ná fram ásættanlegri hjöðnun verðbólgunnar. Núverandi aðhaldsstig sé hæfilegt til þess að koma verðbólgunni niður í markmið bankans en þrálát verðbólga og kraftur í innlendri eftirspurn kalli eftir varkárni. Peningastefnunefnd tekur næst ákvörðun um stýrivexti 2. október, eftir sex vikur. Ákvörðunarinnar í dag hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu jafnvel þótt að greinendur hefðu spáð því réttilega að bankinn hróflaði ekki við vöxtunum í ljósi viðvarandi verðbólgu. Hún mældist 6,3 prósent á ársgrundvelli í síðustu mælingu Hagstofunnar sem var birt 24. júlí. Bæði fulltrúar atvinnulífs og launþega hafa þrýst opinberlega á bankann að lækka stýrivexti sína. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, Rannveig Sigurðardóttur, varaseðlabankastjóri peningastefnu og staðgengill formanns og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, gera grein fyrir yfirlýsingu peningastefnunefndar og kynna efni Peningamála á kynningarfundi sem hefst klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með útsendingu frá fundinum í spilaranum að neðan.
Efnahagsmál Seðlabankinn Verðlag Íslenska krónan Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Sjá meira