Íbúð í Grafarvogi á floti í sjóðandi vatni Jón Ísak Ragnarsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 20. ágúst 2024 19:21 Eggert segir að skemmdir á íbúð hans og íbúðinni fyrir neðan nemi líklega milljónum. Hann er sem betur fer tryggður fyrir tjóninu. Vísir Íbúðareigandi í Grafarvogi er eitt stórt spurningamerki eftir umfangsmikinn leka í íbúð hans sem þó er ekki á stóru lokunarsvæði á höfuðborgarsvæðinu sem nær til 120 þúsund íbúa. Heitt vatn fossaði úr lögn í íbúðinni í gær sem olli einnig skemmdum á hæðinni fyrir neðan. Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna segir að bilun hafi orðið í dreifikerfinu í Grafarvogi í gær, sem er alveg ótengd viðgerðinni á Suðuræð. Eggert Aron Sigurðarson fékk símtal frá formanni húsfélagsins á sjöunda tímanum í gær, sem sagði honum að vatn fossaði niður í íbúðina fyrir neðan þá sem Eggert á. Slökkviliðsmenn af höfuðborgarsvæðinu sýndu að sögn Eggerts Arons snarræði á vettvangi og beittu stórri ryksugu til að soga megnið af vatninu upp. Pípari var sömuleiðis með í för en þeir voru allir nýkomnir úr lekaútkalli í Breiðholti. Fékk enga tilkynningu um lokun Sá munur er á lekanum í Breiðholti og Grafarvogi að fyrri íbúðin er innan stóra lokunarsvæðisins en íbúð Eggerts ekki. Eggert segist hafa fengið upplýsingar frá formanni húsfélagsins að einhver lokun hafi verið fyrir heita vatnið í húsinu án þess að þekkja hve lengi hún hafi verið. Svo hefði vatnið verið komið aftur um fjögur eða fimmleytið í gær. Sjálfur hafi hann sem íbúðareigandi í Grafarvogi ekki fengið nein skilaboð um fyrirhugaða lokun. Þannig hafi verið ómögulegt fyrir hann að bregðast við með lokun eða á annan hátt. Þá finnur hann að því að stefnt sé að því að opna aftur fyrir heita vatnið á stóra svæðinu um hádegisbil á morgu, þegar fólk er almennt í vinnu. Eggert segist sem betur fer tryggður fyrir tjóninu en engu að síður sé um mikið rask að ræða. Hann segir ekki hafa borið á leka í öðrum íbúðum í fjölbýlinu. Mögulega hafi lagnirnar hans verið viðkvæmari en aðrar eða þrýstingurinn í kerfinu of mikill þegar þrýstingurinn sprakk. Bilunin ótengd viðgerðunum á Suðuræð Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna segir að síðdegis í gær hafi orðið heitavatnslaust í Grafarvogi vegna bilunar sem var alveg ótengd viðgerðinni á Suðuræð og tilheyrandi heitavatnsleysi. „Þetta var bilun sem varð í gær, sem gerist af og til. Þá er vatnið náttúrulega tekið af á því svæði, svo hægt sé að gera við,“ segir hún. Hún segir að utanhúss í dreifikerfinu geti komið lekar. Það hafi gerst í Hafnarfirði í fyrra. „Dreifikerfið er misgamalt og misvel á sig komið. Þá koma viðkvæmustu lagnirnar, þær geta gefið sig. En það sem gerist innanhúss hjá fólki höfum við náttúrulega enga stjórn á,“ segir hún. Veitur séu við því búin að það verði einhverjir lekar í dreifikerfinu í kjölfar svona umfangsmikillar viðgerðar, og það sé betra að það gerist í ágúst en í janúar. „En svona bilun eins og varð í Grafarvogi er fyrirvaralaus. Það var áður en við fórum að loka fyrir Suðuræðina,“ segir hún. Reykjavík Vatn Orkumál Mest lesið Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Eggert Aron Sigurðarson fékk símtal frá formanni húsfélagsins á sjöunda tímanum í gær, sem sagði honum að vatn fossaði niður í íbúðina fyrir neðan þá sem Eggert á. Slökkviliðsmenn af höfuðborgarsvæðinu sýndu að sögn Eggerts Arons snarræði á vettvangi og beittu stórri ryksugu til að soga megnið af vatninu upp. Pípari var sömuleiðis með í för en þeir voru allir nýkomnir úr lekaútkalli í Breiðholti. Fékk enga tilkynningu um lokun Sá munur er á lekanum í Breiðholti og Grafarvogi að fyrri íbúðin er innan stóra lokunarsvæðisins en íbúð Eggerts ekki. Eggert segist hafa fengið upplýsingar frá formanni húsfélagsins að einhver lokun hafi verið fyrir heita vatnið í húsinu án þess að þekkja hve lengi hún hafi verið. Svo hefði vatnið verið komið aftur um fjögur eða fimmleytið í gær. Sjálfur hafi hann sem íbúðareigandi í Grafarvogi ekki fengið nein skilaboð um fyrirhugaða lokun. Þannig hafi verið ómögulegt fyrir hann að bregðast við með lokun eða á annan hátt. Þá finnur hann að því að stefnt sé að því að opna aftur fyrir heita vatnið á stóra svæðinu um hádegisbil á morgu, þegar fólk er almennt í vinnu. Eggert segist sem betur fer tryggður fyrir tjóninu en engu að síður sé um mikið rask að ræða. Hann segir ekki hafa borið á leka í öðrum íbúðum í fjölbýlinu. Mögulega hafi lagnirnar hans verið viðkvæmari en aðrar eða þrýstingurinn í kerfinu of mikill þegar þrýstingurinn sprakk. Bilunin ótengd viðgerðunum á Suðuræð Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna segir að síðdegis í gær hafi orðið heitavatnslaust í Grafarvogi vegna bilunar sem var alveg ótengd viðgerðinni á Suðuræð og tilheyrandi heitavatnsleysi. „Þetta var bilun sem varð í gær, sem gerist af og til. Þá er vatnið náttúrulega tekið af á því svæði, svo hægt sé að gera við,“ segir hún. Hún segir að utanhúss í dreifikerfinu geti komið lekar. Það hafi gerst í Hafnarfirði í fyrra. „Dreifikerfið er misgamalt og misvel á sig komið. Þá koma viðkvæmustu lagnirnar, þær geta gefið sig. En það sem gerist innanhúss hjá fólki höfum við náttúrulega enga stjórn á,“ segir hún. Veitur séu við því búin að það verði einhverjir lekar í dreifikerfinu í kjölfar svona umfangsmikillar viðgerðar, og það sé betra að það gerist í ágúst en í janúar. „En svona bilun eins og varð í Grafarvogi er fyrirvaralaus. Það var áður en við fórum að loka fyrir Suðuræðina,“ segir hún.
Reykjavík Vatn Orkumál Mest lesið Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira