Innlent

Á­ætlað að vinnu ljúki við Suðuræð á mið­nætti

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Nýtt hitaveiturör sem á að tengja inn á flutningskerfið í Víðidal.
Nýtt hitaveiturör sem á að tengja inn á flutningskerfið í Víðidal. Vísir/Vilhelm

Unnið er við tengingar Suðuræða og áætlað er að allri vinnu við þær ljúki í kringum miðnætti. Þá verður heitu vatni hleypt rólega inn á flutningslögnina og hún fyllt áður en opnað er inn á hverfin.

Í nýrri uppfærslu á vef Veitna kemur fram að gera megi ráð fyrir að heita vatnið byrji að renna hægt og bítandi inn í öll hverfi á sama tíma en að það taki nokkrar klukkustundir að ná upp þrýstingi á viðamikið lagnakerfið heim til íbúa.

„Hverfin koma því öll inn á svipuðum tíma, en þau sem búa neðar í hlíðum koma til með að fá þrýsting hjá sér fyrr en þau sem ofar búa. Þar stjórnar landslagið ferðinni,“ segir á vef Veitna.

Áætlað er að snemma í fyrramálið verði vatnið byrjað að renna inni í hverfunum og gangi áætlanir áfram eftir ættu flestir að vera komnir með fullan þrýsting um hádegi á morgun.

Rún Ingvarsdóttir, samskiptastjóri Veitna, ítrekar að fullur þrýstingur ætti að vera kominn á heita vatnið hjá flestum um hádegið.

Bent er á á heimasíðu Veitna að breytist áætlanir verður gert grein fyrir því þar um leið og það er ljóst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×