Faraldur innbrota í hjólreiðabúðir Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. ágúst 2024 11:27 Svona var aðkoman í Púkann á mánudag. facebook/uúkinn.com Fjölmörg innbrot í hjólabúðir hafa verið gerð undanfarnar vikur og mánuði. Þjófar virðast samt hafa lítið upp úr innbrotunum. „Það var bara reynt að spenna upp hurð og þegar það tókst ekki mölvaði hann bara gluggann,“ segir Sigurður Benóný Sigurðsson starfsmaður verslunarinnar Púkans en brotist var inn í verslunina aðfaranótt mánudags. Fleiri hjólabúðir hafa orðið fyrir barðinu á innbrotsþjófum. „Ég er ekki viss um að menn séu mættir í þeim eina tilgangi að stela og selja, heldur bara til að skemma. Ísland er bara þannig að það er ekki auðvelt að selja svona stolna hluti. Maður veit ekki hvað fólki gengur til, sennilega er verið að borga skuldir eða fjármagna eitthvað,“ segir Sigurður. Verslunin birti mynd af innbrotinu á Facebook. Jón Þór Skaftason starfsmaður Arnarins staðfestir að innbrot hafi átt sér stað í versluninni í vor og aftur í júlí. Í síðasta innbroti var einu tveggja milljóna króna hjóli stolið. Það fannst. „Það var búið að taka það í sundur í einhverja parta og var aðeins rispað. En það fannst,“ segir Jón Þór. „Sá sem var með hjólið sagðist hafa tekið það af þeim sem stal því og kvaðst ætla að skila því til okkar í von um fundarlaun. Ég sótti það upp á lögreglustöð og þá var búið að taka úr því nokkra dýra parta.“ Vökul augu út um allt Í færslu Bjartmars Leóssonar hjólahvíslara á Facebookhópnum „Hjóladót o.fl. - Tapað, fundið eða stolið“ sendir hann þjófum skýr skilaboð „Nú er búið að brjótast inn í fjórar hjólabúðir, Pelaton Kríu Örninn og Púkann. En, búið að FINNA hjólin úr Pelaton og Erninum og eitt úr Kríuráninu. Og svo er vitað af einni sem tengist Kríuráninu,“ skrifar Bjartmar. „Fannst bara rétt að þið vissuð að það eru vökul augu út um allt. Fæ oft sendar myndir af góðkunningjum með stolin hjól. En já, tvö rán þegar leyst og sterkar vísbendingar um hin tvö.“ Hjólreiðar Lögreglumál Verslun Reykjavík Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
„Það var bara reynt að spenna upp hurð og þegar það tókst ekki mölvaði hann bara gluggann,“ segir Sigurður Benóný Sigurðsson starfsmaður verslunarinnar Púkans en brotist var inn í verslunina aðfaranótt mánudags. Fleiri hjólabúðir hafa orðið fyrir barðinu á innbrotsþjófum. „Ég er ekki viss um að menn séu mættir í þeim eina tilgangi að stela og selja, heldur bara til að skemma. Ísland er bara þannig að það er ekki auðvelt að selja svona stolna hluti. Maður veit ekki hvað fólki gengur til, sennilega er verið að borga skuldir eða fjármagna eitthvað,“ segir Sigurður. Verslunin birti mynd af innbrotinu á Facebook. Jón Þór Skaftason starfsmaður Arnarins staðfestir að innbrot hafi átt sér stað í versluninni í vor og aftur í júlí. Í síðasta innbroti var einu tveggja milljóna króna hjóli stolið. Það fannst. „Það var búið að taka það í sundur í einhverja parta og var aðeins rispað. En það fannst,“ segir Jón Þór. „Sá sem var með hjólið sagðist hafa tekið það af þeim sem stal því og kvaðst ætla að skila því til okkar í von um fundarlaun. Ég sótti það upp á lögreglustöð og þá var búið að taka úr því nokkra dýra parta.“ Vökul augu út um allt Í færslu Bjartmars Leóssonar hjólahvíslara á Facebookhópnum „Hjóladót o.fl. - Tapað, fundið eða stolið“ sendir hann þjófum skýr skilaboð „Nú er búið að brjótast inn í fjórar hjólabúðir, Pelaton Kríu Örninn og Púkann. En, búið að FINNA hjólin úr Pelaton og Erninum og eitt úr Kríuráninu. Og svo er vitað af einni sem tengist Kríuráninu,“ skrifar Bjartmar. „Fannst bara rétt að þið vissuð að það eru vökul augu út um allt. Fæ oft sendar myndir af góðkunningjum með stolin hjól. En já, tvö rán þegar leyst og sterkar vísbendingar um hin tvö.“
Hjólreiðar Lögreglumál Verslun Reykjavík Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira