Faraldur innbrota í hjólreiðabúðir Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. ágúst 2024 11:27 Svona var aðkoman í Púkann á mánudag. facebook/uúkinn.com Fjölmörg innbrot í hjólabúðir hafa verið gerð undanfarnar vikur og mánuði. Þjófar virðast samt hafa lítið upp úr innbrotunum. „Það var bara reynt að spenna upp hurð og þegar það tókst ekki mölvaði hann bara gluggann,“ segir Sigurður Benóný Sigurðsson starfsmaður verslunarinnar Púkans en brotist var inn í verslunina aðfaranótt mánudags. Fleiri hjólabúðir hafa orðið fyrir barðinu á innbrotsþjófum. „Ég er ekki viss um að menn séu mættir í þeim eina tilgangi að stela og selja, heldur bara til að skemma. Ísland er bara þannig að það er ekki auðvelt að selja svona stolna hluti. Maður veit ekki hvað fólki gengur til, sennilega er verið að borga skuldir eða fjármagna eitthvað,“ segir Sigurður. Verslunin birti mynd af innbrotinu á Facebook. Jón Þór Skaftason starfsmaður Arnarins staðfestir að innbrot hafi átt sér stað í versluninni í vor og aftur í júlí. Í síðasta innbroti var einu tveggja milljóna króna hjóli stolið. Það fannst. „Það var búið að taka það í sundur í einhverja parta og var aðeins rispað. En það fannst,“ segir Jón Þór. „Sá sem var með hjólið sagðist hafa tekið það af þeim sem stal því og kvaðst ætla að skila því til okkar í von um fundarlaun. Ég sótti það upp á lögreglustöð og þá var búið að taka úr því nokkra dýra parta.“ Vökul augu út um allt Í færslu Bjartmars Leóssonar hjólahvíslara á Facebookhópnum „Hjóladót o.fl. - Tapað, fundið eða stolið“ sendir hann þjófum skýr skilaboð „Nú er búið að brjótast inn í fjórar hjólabúðir, Pelaton Kríu Örninn og Púkann. En, búið að FINNA hjólin úr Pelaton og Erninum og eitt úr Kríuráninu. Og svo er vitað af einni sem tengist Kríuráninu,“ skrifar Bjartmar. „Fannst bara rétt að þið vissuð að það eru vökul augu út um allt. Fæ oft sendar myndir af góðkunningjum með stolin hjól. En já, tvö rán þegar leyst og sterkar vísbendingar um hin tvö.“ Hjólreiðar Lögreglumál Verslun Reykjavík Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Sjá meira
„Það var bara reynt að spenna upp hurð og þegar það tókst ekki mölvaði hann bara gluggann,“ segir Sigurður Benóný Sigurðsson starfsmaður verslunarinnar Púkans en brotist var inn í verslunina aðfaranótt mánudags. Fleiri hjólabúðir hafa orðið fyrir barðinu á innbrotsþjófum. „Ég er ekki viss um að menn séu mættir í þeim eina tilgangi að stela og selja, heldur bara til að skemma. Ísland er bara þannig að það er ekki auðvelt að selja svona stolna hluti. Maður veit ekki hvað fólki gengur til, sennilega er verið að borga skuldir eða fjármagna eitthvað,“ segir Sigurður. Verslunin birti mynd af innbrotinu á Facebook. Jón Þór Skaftason starfsmaður Arnarins staðfestir að innbrot hafi átt sér stað í versluninni í vor og aftur í júlí. Í síðasta innbroti var einu tveggja milljóna króna hjóli stolið. Það fannst. „Það var búið að taka það í sundur í einhverja parta og var aðeins rispað. En það fannst,“ segir Jón Þór. „Sá sem var með hjólið sagðist hafa tekið það af þeim sem stal því og kvaðst ætla að skila því til okkar í von um fundarlaun. Ég sótti það upp á lögreglustöð og þá var búið að taka úr því nokkra dýra parta.“ Vökul augu út um allt Í færslu Bjartmars Leóssonar hjólahvíslara á Facebookhópnum „Hjóladót o.fl. - Tapað, fundið eða stolið“ sendir hann þjófum skýr skilaboð „Nú er búið að brjótast inn í fjórar hjólabúðir, Pelaton Kríu Örninn og Púkann. En, búið að FINNA hjólin úr Pelaton og Erninum og eitt úr Kríuráninu. Og svo er vitað af einni sem tengist Kríuráninu,“ skrifar Bjartmar. „Fannst bara rétt að þið vissuð að það eru vökul augu út um allt. Fæ oft sendar myndir af góðkunningjum með stolin hjól. En já, tvö rán þegar leyst og sterkar vísbendingar um hin tvö.“
Hjólreiðar Lögreglumál Verslun Reykjavík Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Sjá meira