Sport

Róbert Ísak keppir fyrstur Ís­lendinga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ísland á fimm keppendur á Ólympíumóti fatlaðra í París. Þau eru: Ingeborg Eide Garðarsdóttir, Már Gunnarsson, Sonja Sigurðardóttir, Róbert Ísak Jónsson og Thelma Björg Björnsdóttir.
Ísland á fimm keppendur á Ólympíumóti fatlaðra í París. Þau eru: Ingeborg Eide Garðarsdóttir, Már Gunnarsson, Sonja Sigurðardóttir, Róbert Ísak Jónsson og Thelma Björg Björnsdóttir. hvatisport.is/

Nú fer að styttast í að Ólympíumót fatlaðra 2024, Paralympics, hefjist í París. Íslenski hópurinn heldur út á laugardaginn og leikarnir standa síðan yfir frá 28. ágúst til 8. september.

Dagskrá íslensku keppendanna á Paralympics er nú klár. Hana má sjá á miðlum Íþróttasambands fatlaðra eða með því að smella hér.

Róbert Ísak Jónsson, sundmaður, mun keppa fyrstur Íslendinga þann 29. ágúst en Ingeborg Eide Garðarsdóttir, kúluvarpari, er  síðan næst. Hún keppir þann 31. ágúst.

Már Gunnarsson og Thelma Björg Björnsdóttir synda 1. september og Sonja Sigurðardóttir lýkur keppni fyrir hönd íslenska hópsins en hún syndir bæði 2. og 3. september.

Ingeborg Eide mun keppa á Stade de France en sundfólkið syndir í La Defense Arena.

Setningarhátíð leikanna verður miðvikudaginn 28. ágúst og lokahátíðin sunnudaginn 8. september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×