Viðskipti innlent

ReebokFitness skiptir um nafn

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
ReebokFitness leitar nú að nýju nafni.
ReebokFitness leitar nú að nýju nafni. ReebokFitness

Líkamsræktarstöðin ReebokFitness ætlar að breyta nafni sínu, en samstarfi þeirra við Reebok vörumerkið er lokið. Leit stendur yfir að nýju nafni. Stöðin hefur starfað frá árinu 2011.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá ReebokFitness.

Þar segir að ekki sé búið að ákveða nýtt nafn.

„Við munum leita að nýju nafni sem endurspeglar það sem við stöndum fyrir í dag. Til að finna það rétta höldum við nafnasamkeppni þar sem meðlimir okkar geta sent inn sínar hugmyndir. Sigurvegarinn hlýtur verðlaun að andvirði 250.000 króna,“ segir í tilkynningu.

Hægt er að senda inn tillögur að nýju nafni á heimasíðu ReebokFitness.

Þá segir að þau vilji skapa nafn sem passar við framtíðarsýn þeirra og þau hlakka til að deila því þegar að því kemur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×