Viðskipti innlent

Í­búða­verð hækkað um ellefu prósent

Eiður Þór Árnason skrifar
Íbúðir í fjölbýli utan höfuðborgarsvæðisins hækkuðu hlutfallslega mest í verði.
Íbúðir í fjölbýli utan höfuðborgarsvæðisins hækkuðu hlutfallslega mest í verði. Vísir/vilhelm

Íbúðaverð hefur hækkað um ellefu prósent á milli júlímánaða 2023 og 2024. Vísitala íbúðaverðs fór upp um 0,75 prósent frá júní síðastliðnum og hækkuðu fjölbýlishús á landsbyggðinni mest.

Heildarhækkunin er minni en í maí og júní þegar vísitalan hækkaði um 1,4 prósent milli mánaða. Vísitala fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu hækkaði einungis um 0,1 prósent á milli júní og júlí.

Fram kemur á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) að sérbýli á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað mest í verði síðastliðið ár eða um 13,7 prósent. Sérbýli á landsbyggðinni hækkuðu um 11,8 prósent milli júlímánaða 2023 og 2024 en íbúðir í fjölbýli bæði innan og utan höfuðborgarsvæðisins hækkuðu að jafnaði um 11,5 prósent.

Að sögn HMS mældist raunverðshækkun íbúðaverðs 4,4 prósent í júlí. Til samanburðar nam hún 3,1 prósenti í júní og 2 prósentum í maímánuði. Raunhækkun íbúðaverðs sé drifin áfram af verðhækkunum á landinu öllu og íbúðaverð hækkað umfram verðbólgu bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×