Þetta kemur fram í umfjöllun bandaríska slúðurtímaritsins People. Miðillinn hefur eftir vinum Lopez að hún sé vonsvikin og leið vegna þessara málalykta en líkt og fram hefur komið hefur hún sótt um skilnað.
Jennifer Lopez og Ben Affleck giftu sig fyrir tveimur árum eftir að hafa endurnýjað kynnin tuttugu árum eftir að hafa verið síðast saman. Þau hafa hinsvegar ekki sést saman opinberlega síðan í mars og hafði verið uppi þrálátur orðrómur um að þetta væri búið spil hjá hjónakornunum.
„Ben hefur ekki gefið nein merki um það að hann vilji halda þessu hjónabandi gangandi. Hann hefur ekki sýnt neinn áhuga. Það var komið á þann punkt að hún varð að hugsa fyrst og fremst um hana sjálfa,“ segir heimildarmaður People sem sagður er vera náinn söngkonunni.
Affleck og Lopez gengu í það heilaga í Las Vegas þann 17. júlí 2022. Eitt brúðkaup var ekki nóg en þau giftu sig aftur á heimili leikarans í Georgíu. Var þetta rúmum tuttugu árum eftir að þau hættu fyrst saman eftir að hafa frestað brúðkaupi sínu í september árið 2003.