Fótbolti

Utrecht kaupir Kol­bein

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kolbeinn Birgir Finnsson með treyju Utrecht.
Kolbeinn Birgir Finnsson með treyju Utrecht. utrecht

Hollenska úrvalsdeildarliðið Utrecht hefur fest kaup á íslenska landsliðsmanninum Kolbeini Birgi Finssyni frá Lyngby í Danmörku.

Kolbeinn skrifaði undir þriggja ára samning við Utrecht með möguleika á árs framlengingu.

Tipsbladet danska greinir frá því að Lyngby hafi einnig samþykkt tilboð Holsten Kiel í Kolbein en hann hafi valið hollenska liðið. Bæði tilboðin hljóðuðu upp á fimm hundruð þúsund evrur, eða 76 milljónir íslenskra króna.

Kolbeinn, sem verður 25 ára á sunnudaginn, gekk í raðir Lyngby frá Borussia Dortmund í byrjun síðasta árs. Hann lék 49 leiki fyrir Lyngby og skoraði þrjú mörk. Kolbeinn hefur einnig verið á mála hjá Fylki, Groningen og Brentford.

Kolbeinn, sem leikur jafnan sem vinstri bakvörður, hefur leikið tólf leiki fyrir A-landslið Íslands.

Næsti leikur Utrecht er gegn NAC Breda á laugardaginn. Utrecht er með fjögur stig eftir fyrstu tvær umferðirnar í hollensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×