Lífið

Hollywood-leikstjóri nýtur lífsins á Ís­landi

Lovísa Arnardóttir skrifar
Ron Howard og eiginkona hans Cheryl Howard. Þau eru á Íslandi.
Ron Howard og eiginkona hans Cheryl Howard. Þau eru á Íslandi. Vísir/Getty

Óskarsverðlaunaleikstjórinn Ron Howard er nú á Íslandi og nýtur lífsins. Á reikningi sínum á samfélagsmiðlinum X segir hann frá því að hann sé á landinu ásamt eiginkonu sinni, Cheryl. Við færsluna setur hann myllumerkin Iceland, eða Ísland, og bucketlist, eða laupalisti. Svo spyr hann hvort fólk vilji sjá fleiri myndir. 

Með færslunni deilir hann svo mynd af íslenskri náttúru. Færslan er frá því í gær.

Þann 13. ágúst deildi hann annarri færslu af svani og sagði barnabörnin njóta þess að hafa hitt hann í fjallgöngu. Óljóst er hvort sú mynd er tekin á Íslandi líka.

Howard hefur leikstýrt kvikmyndum á borð við The Hillbilly Elegy sem er byggð á ævisögu JD Vance varaforsetaefni Repúblikanaflokksins, The Da Vinci Code, Apollo 13 og A Beatiful Mind. Þá er hann höfundur þáttanna Parenthood og framleiðandi Arrested Development.

Howard er ekki eina Hollywood-stjarnan á landinu því leikarinn Brad Pitt fékk sér hamborgara í Laugum um helgina.


Tengdar fréttir

Brad Pitt stoppaði í hamborgara í Dalakofanum

Leikarinn Brad Pitt er á landinu og fékk sér hamborgara í Dalakofanum í Laugum í Reykjadal í gær. Ingibjörg Arna Friðgeirsdóttir starfar í Dalakofanum og er ein þeirra sem afgreiddi leikarann í gær. Hún segir hann hafa verið afar kurteisan og að honum hafi þótt hamborgarinn góður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.