Alvarleg vanskil aukist töluvert Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. ágúst 2024 18:53 Brynja segir þróunina vera merki um mögulega vanda í framtíðinni. Vísir/Samsett Brynja Baldursdóttir, forstjóri Motus, segir að þrátt fyrir að lítið beri á greiðsluvanda vegna fasteignalána bendi gögn félagsins til þess að alvarleg vanskil séu að aukast töluvert. Þau fari einnig lengra inn í innheimtuferlið og verði alvarlegri. Á kynningarfundi peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands í dag sagði Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri að lítil merki sæjust um greiðsluvandræði á fasteignalánum. Töluverðar hækkanir hafi átt sér stað á fasteignaveðri sem hafi bætt eigin fé heimilanna samhliða launahækkunum. „Það er líka mjög mikilvægt að geta beitt peningastefnunni af hörku eins og við höfum verið að gera án þess að það komi heimilum í vandræði, eða það hefur allavega ekki gerst núna,“ sagði hann þegar hann gerði grein fyrir þeirri ákvörðun nefndarinnar að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25 prósentum. Aukin vanskil orðin mælanleg Brynja segir þó að fasteignalán séu þau síðustu sem hafna í vanskilum og að vanskil á minni greiðsluseðlum, svo sem áskriftum og ýmissi þjónustu geti haft forspárgildi um frekari vanda framundan. „Þetta byrjar yfirleitt í fáum flokkum“ segir hún í samtali við fréttastofu og tekur fram að vanskil hafi aukist verulega í flokkum heilbrigðisþjónustu, leigustarfsemi og fleiru. „Ef þetta heldur áfram þá endar það á því að fólk lendi mögulega í vanskilum sem ganga lengra og lengra inn á forgangsröðunina og endar mögulega á fasteignalánum,“ segir hún. Alvarleg vanskil einstaklinga hafa tekið mikið stökk.Motus Hún segir aukningu á vanskilum orðna vel mælanlega í gögnum Motus og að sú staða sé komin upp í það mörgum flokkum að það sé farið að hringja viðvörunarbjöllum. „Þetta eru talsverðar upphæðir sem eru komnar í vanskil sem voru ekki í vanskilum í fyrra,“ segir Brynja en alvarleg vanskil eru skilgreind hjá félaginu sem þau sem eru ógreidd lengur en 45 daga eftir eindaga. Mikilvægt að vera vakandi Í tilkynningu á heimasíðu Motus kemur fram að kröfum sem enn eru ógreiddar eftir eindaga hafi fjölgað um 5,2 prósent það sem af er ári miðað við sömu mánuði í fyrra og kröfum sem fara í alvarleg vanskil hafi fjölgað um nítján prósent. Þannig hafa vanskil aukist um 6,6 prósent hjá einstaklingum og 1 prósent hjá fyrirtækjum. Hins vegar hafi alvarleg vanskil aukist um 17,5 prósent og 18,9 prósent hjá einstaklingum og fyrirtækjum í þeirri röð. Alvarleg vanskil fyrirtækja milli ára.Motus „Fasteignalán eru oft þau síðustu sem hafna í vanskilum, enda vill fólk halda í heimili sín. Vanskil á minni greiðsluseðlum, svo sem áskriftum og ýmissi þjónustu geta þó haft forspárgildi um frekari vanda framundan. Þess vegna er mikilvægt að vera vakandi fyrir merkjum um aukin vanskil í samfélaginu,“ segir í tilkynningunni. Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Fasteignamarkaður Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Á kynningarfundi peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands í dag sagði Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri að lítil merki sæjust um greiðsluvandræði á fasteignalánum. Töluverðar hækkanir hafi átt sér stað á fasteignaveðri sem hafi bætt eigin fé heimilanna samhliða launahækkunum. „Það er líka mjög mikilvægt að geta beitt peningastefnunni af hörku eins og við höfum verið að gera án þess að það komi heimilum í vandræði, eða það hefur allavega ekki gerst núna,“ sagði hann þegar hann gerði grein fyrir þeirri ákvörðun nefndarinnar að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25 prósentum. Aukin vanskil orðin mælanleg Brynja segir þó að fasteignalán séu þau síðustu sem hafna í vanskilum og að vanskil á minni greiðsluseðlum, svo sem áskriftum og ýmissi þjónustu geti haft forspárgildi um frekari vanda framundan. „Þetta byrjar yfirleitt í fáum flokkum“ segir hún í samtali við fréttastofu og tekur fram að vanskil hafi aukist verulega í flokkum heilbrigðisþjónustu, leigustarfsemi og fleiru. „Ef þetta heldur áfram þá endar það á því að fólk lendi mögulega í vanskilum sem ganga lengra og lengra inn á forgangsröðunina og endar mögulega á fasteignalánum,“ segir hún. Alvarleg vanskil einstaklinga hafa tekið mikið stökk.Motus Hún segir aukningu á vanskilum orðna vel mælanlega í gögnum Motus og að sú staða sé komin upp í það mörgum flokkum að það sé farið að hringja viðvörunarbjöllum. „Þetta eru talsverðar upphæðir sem eru komnar í vanskil sem voru ekki í vanskilum í fyrra,“ segir Brynja en alvarleg vanskil eru skilgreind hjá félaginu sem þau sem eru ógreidd lengur en 45 daga eftir eindaga. Mikilvægt að vera vakandi Í tilkynningu á heimasíðu Motus kemur fram að kröfum sem enn eru ógreiddar eftir eindaga hafi fjölgað um 5,2 prósent það sem af er ári miðað við sömu mánuði í fyrra og kröfum sem fara í alvarleg vanskil hafi fjölgað um nítján prósent. Þannig hafa vanskil aukist um 6,6 prósent hjá einstaklingum og 1 prósent hjá fyrirtækjum. Hins vegar hafi alvarleg vanskil aukist um 17,5 prósent og 18,9 prósent hjá einstaklingum og fyrirtækjum í þeirri röð. Alvarleg vanskil fyrirtækja milli ára.Motus „Fasteignalán eru oft þau síðustu sem hafna í vanskilum, enda vill fólk halda í heimili sín. Vanskil á minni greiðsluseðlum, svo sem áskriftum og ýmissi þjónustu geta þó haft forspárgildi um frekari vanda framundan. Þess vegna er mikilvægt að vera vakandi fyrir merkjum um aukin vanskil í samfélaginu,“ segir í tilkynningunni.
Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Fasteignamarkaður Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira