Innlent

Stálu ís­lensku grjóti en sáu að sér

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Svo virðist sem ferðalangarnir hafi ekki vitað betur en hafi svo séð að sér.
Svo virðist sem ferðalangarnir hafi ekki vitað betur en hafi svo séð að sér. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum

Þjóðgarðinum á Þingvöllum barst óvenjulegur pakki alla leið frá Singapúr. Pakkinn var fullur af grjótvölum af ýmsum stærðum og gerðum.

Samkvæmt færslu sem þjóðgarðurinn birti á samfélagsmiðlum fyrr í dag fylgdi pakkanum bréf þar sem sendandi kvaðst ekki hafa áttað sig á að rangt væri að taka með sér grjótið úr íslenskri náttúru og er starfsfólk þjóðgarðsins vinsamlegast beðið um að koma grjótinu aftur fyrir í íslenskri náttúru.

„Halló! Við heyrðum að við ættum ekki að taka hraunhnullungana (vissum ekki). Getið þið vinsamlegast komið þeim fyrir aftur í náttúrunni. Kærar þakkir,“ segir í bréfinu sem fylgdi grjótinu.

Þjóðgarðurinn útilokar ekki að viðkomandi grjót eigi sér uppruna einhvers staðar frá vatnasviði Þingvallavatn en finnst flestu starsfólki það þó ólíklegt þar sem grjótið er helst til vel slípað af vatni til þess.

Þjóðgarðurinn spyr hvort einhver lumi á kenningum um uppruna grjótsins og hvert væri því best að skila því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×