„Varasamt ferðaveður fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind,“ segir ennfremur. Viðvörunin gildir til klukkan sex í kvöld, fimmtudag.
„Víðáttumikil lægð er stödd austur af landinu í dag,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. „Lægðin veldur norðanstrekkingi, en gengur í allhvassa norðvestanátt á Suðausturlandi og tekur gul vindaviðvörun gildi þar á eftir. Víða rigning eða súld, en þurrt að kalla sunnan- og suðvestantil. Milt veður syðra, en fremur svalt fyrir norðan.“
Á morgun hvessi og bæti í úrkomu á Norðurlandi og Vestfjörðum. Á laugardag eigi að draga smám saman úr vindi og úrkomu.
Í dag er annars búist við norðan 8-15 m/s í dag, en gengur í norðvestan 13-20 á suðausturhorninu. Víða rigning eða súld, en úrkomulítið sunnan heiða.
Norðan 13-20 á morgun, en hægari vestlæg átt austanlands. Dálítil rigning með köflum, en talsverð rigning á Norðurlandi og Vestfjörðum. Hiti 5 til 14 stig, mildast syðst.