Enn bætast gular viðvaranir og þær nú orðnar fimm Eiður Þór Árnason skrifar 22. ágúst 2024 10:26 Varað er við vindi milli Skaftafells og Djúpavogs. vísir/vilhelm Gular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir Norðurland, Breiðafjörð, Vestfirði og Suðausturland. Viðvörun vegna úrhellisrigningar á Norðurlandi eystra gildir frá klukkan 11 til 20 í dag og viðvörun vegna hvassviðris er í gildi fyrir Suðausturland fram til 18. Á Norðurlandi eystra er gert ráð fyrir talsverðri eða mikilli rigningu, einkum vestantil, svo sem við Eyjafjörð og á Flateyjarskaga. Að sögn Veðurstofu Íslands mun vatnsborð í ám og lækjum vaxa talsvert og gætu vöð og árfarvegir orðið varasamir. Einnig aukist líkur á aurskriðum og grjóthruni, og ættu ferðamenn því að forðast brattar fjallshlíðar. Hið sama á við á Vestfjörðum þar sem varað er við úrhellisrigningu frá miðnætti til klukkan 3 í nótt, einkum norðantil. Veðurstofan varar við norðanhvassviðri á Breiðafirði og Vestfjörðum frá miðnætti til 21 á morgun, 13 til 20 metrum á sekúndu með vindhviðum allt að 30 til 35 metrum á sekúndu. Veðrið er sagt varasamt ökutækjum sem eru viðkvæm fyrir vindum. Slæmt ferðaveður á Suðausturlandi og úrhelli á Stöndum og Norðurlandi vestra Gul viðvörun tók gildi fyrir Suðausturland klukkan 9 í morgun og gildir til klukkan 18. Gert er ráð fyrir 13 til 20 metrum á sekúndu í landshlutanum, hvassast austantil. Má búast við snörpum vindhviðum við fjöll sem ná allt að 35 metrum á sekúndu. Veðrið er sagt varasamt fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindum. Vegagerðin varar sérstaklega við miklum vindi á milli Djúpavogs og Skaftafells í dag. Vegfarendur á stærri bílum eða ökutækjum sem taka á sig mikinn vind eru beðnir um að vera ekki á ferðinni. Varað er við úrhellisrigningu á Ströndum og Norðurlandi vestra frá klukkan 3 í nótt fram til 23:30 á morgun. Talsverð eða mikil rigning, einkum á utanverðum Tröllaskaga, í Skagafirði og á Ströndum. Vatnsborð í ám og lækjum mun vaxa talsvert og vöð og árfarvegir geta því orðið varasöm. Einnig aukast líkur á aurskriðum og grjóthruni. Frekari upplýsingar má finna á vef Veðurstofunnar. Fréttin var uppfærð kl. 11:28 með upplýsingum um viðvaranir fyrir Norðurland eystra, Norðurland vestra og Strandir. Veður Tengdar fréttir Varasamt ferðaveður á Suðausturlandi Gul viðvörun er í gildi á Suðausturlandi vegna mikils hvassviðris. Búast má við svörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið að 35 m/sek, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. 22. ágúst 2024 07:06 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Fleiri fréttir Gular viðvaranir vegna snjókomu á sunnanverðu landinu Hvasst og víða rigning eða slydda sunnantil Hvassviðri við suður- og vesturströndina Veður gengið niður en fer kólnandi Áfram norðaustanhríð og appelsínugular viðvaranir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Kólnar í veðri Vindur nær stormstyrk á norðvestanverðu landinu Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Bætir í úrkomu og hiti nær tíu stigum Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Bjart, kalt og hægur vindur Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Norðanáttin getur náð stormstyrk Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Smálægðir keppast við að stýra veðrinu í dag Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Sjá meira
Á Norðurlandi eystra er gert ráð fyrir talsverðri eða mikilli rigningu, einkum vestantil, svo sem við Eyjafjörð og á Flateyjarskaga. Að sögn Veðurstofu Íslands mun vatnsborð í ám og lækjum vaxa talsvert og gætu vöð og árfarvegir orðið varasamir. Einnig aukist líkur á aurskriðum og grjóthruni, og ættu ferðamenn því að forðast brattar fjallshlíðar. Hið sama á við á Vestfjörðum þar sem varað er við úrhellisrigningu frá miðnætti til klukkan 3 í nótt, einkum norðantil. Veðurstofan varar við norðanhvassviðri á Breiðafirði og Vestfjörðum frá miðnætti til 21 á morgun, 13 til 20 metrum á sekúndu með vindhviðum allt að 30 til 35 metrum á sekúndu. Veðrið er sagt varasamt ökutækjum sem eru viðkvæm fyrir vindum. Slæmt ferðaveður á Suðausturlandi og úrhelli á Stöndum og Norðurlandi vestra Gul viðvörun tók gildi fyrir Suðausturland klukkan 9 í morgun og gildir til klukkan 18. Gert er ráð fyrir 13 til 20 metrum á sekúndu í landshlutanum, hvassast austantil. Má búast við snörpum vindhviðum við fjöll sem ná allt að 35 metrum á sekúndu. Veðrið er sagt varasamt fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindum. Vegagerðin varar sérstaklega við miklum vindi á milli Djúpavogs og Skaftafells í dag. Vegfarendur á stærri bílum eða ökutækjum sem taka á sig mikinn vind eru beðnir um að vera ekki á ferðinni. Varað er við úrhellisrigningu á Ströndum og Norðurlandi vestra frá klukkan 3 í nótt fram til 23:30 á morgun. Talsverð eða mikil rigning, einkum á utanverðum Tröllaskaga, í Skagafirði og á Ströndum. Vatnsborð í ám og lækjum mun vaxa talsvert og vöð og árfarvegir geta því orðið varasöm. Einnig aukast líkur á aurskriðum og grjóthruni. Frekari upplýsingar má finna á vef Veðurstofunnar. Fréttin var uppfærð kl. 11:28 með upplýsingum um viðvaranir fyrir Norðurland eystra, Norðurland vestra og Strandir.
Veður Tengdar fréttir Varasamt ferðaveður á Suðausturlandi Gul viðvörun er í gildi á Suðausturlandi vegna mikils hvassviðris. Búast má við svörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið að 35 m/sek, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. 22. ágúst 2024 07:06 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Fleiri fréttir Gular viðvaranir vegna snjókomu á sunnanverðu landinu Hvasst og víða rigning eða slydda sunnantil Hvassviðri við suður- og vesturströndina Veður gengið niður en fer kólnandi Áfram norðaustanhríð og appelsínugular viðvaranir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Kólnar í veðri Vindur nær stormstyrk á norðvestanverðu landinu Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Bætir í úrkomu og hiti nær tíu stigum Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Bjart, kalt og hægur vindur Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Norðanáttin getur náð stormstyrk Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Smálægðir keppast við að stýra veðrinu í dag Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Sjá meira
Varasamt ferðaveður á Suðausturlandi Gul viðvörun er í gildi á Suðausturlandi vegna mikils hvassviðris. Búast má við svörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið að 35 m/sek, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. 22. ágúst 2024 07:06