Innlent

Tæp­lega 40 lekar komið upp

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Heitavatnslaust var á stórum hluta höfuðborgarsvæðisins vegna framkvæmdanna.
Heitavatnslaust var á stórum hluta höfuðborgarsvæðisins vegna framkvæmdanna. Vísir/Vilhelm

Upp komu tæplega 40 lekar í gær og í nótt á afmörkuðum svæðum í kjölfar þess að heitu vatni var hleypt aftur á stóran hluta höfuðborgarsvæðisins.

Fram kemur í tilkynningu á vef Veitna að lekarnir hafi komið upp á litlum og afmörkuðum svæðum og að bráðabirgðaviðgerð hafi verið unnin á öllum stöðum sem geti orsakað aðeins minni þrýsting á vatninu.

„Fullnaðarviðgerðir verða kláraðar í dag og á morgun. Þá þarf að loka fyrir vatnið á meðan á þessum stöðum, en það ætti ekki að vara nema í um klukkustund,“ segir í tilkynningunni.

„Stærsti lekinn var við Nýbýlaveg í Kópavogi og viðgerð er áætluð í kvöld, en það verður tilkynnt sérstaklega til íbúa í nágrenninu,“ segir þá.

Opnað var fyrir heita vatnið á stórum hluta höfuðborgarsvæðisins í gær eftir að vinnu lauk við tengingu Suðuræðar. Frá þeim tíma hafa komið upp lekar víða eins og greint hefur verið frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×