„Það þarf að afrugla þessa rugludalla“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 22. ágúst 2024 15:13 Búið er að herfa rásir í landi Saltvíkur, þar sem til stendur að hefja skógrækt. Áskell Jónsson Mikillar óánægju gætir meðal íbúa Húsavíkur um fyrirhugaða skógrækt í landi Saltvíkur við Húsavík. Búið er að herfa rásir í mólendinu, sem var vinsælt svæði fyrir berjatínslu og aðra útivist. Formaður Framsýnar furðar sig á að menn velji ekki önnur svæði til skógræktar en besta mólendið. Stjórnarformaður Yggdrasils Carbon, fyrirtækisins á bak við aðgerðirnar, segist taka þetta alvarlega og fyrirtækið muni skoða málið. „Ég get alveg sagt þér að það er gríðarleg óánægja með ákvörðun sveitarfélagsins um að hleypa þessu fyrirtæki með þessa kolefnisbindandi skógrækt í landi Saltvíkur við Húsavík,“ segir Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar, stéttarfélags Þingeyinga. Aðalóánægjan snýr að því að besta mólendið sé eyðilagt „Aðalóánægjan er með að það sé verið að fara í skógrækt í besta, öflugasta og sterkasta mólendinu í landi Húsavíkur. Það er það sem er verið að gagnrýna. Menn velta því fyrir sér af hverju það er farið í það að rista upp besta landið fyrir þessa trjárækt, af því að við erum með annað land,“ segir Aðalsteinn. Hann segir að nóg sé af landi í Húsavík, og að víða í sveitarfélaginu sé öflug trjárækt. Hann furðar sig á að menn velji ekki svæði sem eru veikari fyrir og horfi á þetta sem uppgræðslu. Svæðið í Saltvík sé mjög mikilvægt útivistarsvæði fyrir Húsvíkinga. „Þarna eru bestu berjabrekkurnar, og þarna er mikið um mófugla sem verpa þarna. En þeir voru svo ómerkilegir að þeir fara ofan í varptímann og rista upp svæðið,“ segir hann. Engin smá eyðilegging Aðalsteinn segir öfluga skógrækt hafa verið á Húsavík í áratugi, sem hafi almennt séð verið til fyrirmyndar þótt menn hafi stundum farið offari. „En þarna fara menn í að eyðileggja svæðið með þessum gjörningi. Þetta er engin smá eyðilegging. Það þarf að afrugla þessa rugludalla sem finnst þetta allt í lagi,“ segir hann. Hann kveðst vita til þess að málið hafi vakið upp spurningar hjá sveitarfélaginu, þar sem menn eru að tala um að vanda sig betur. „Menn eru ekkert á móti því að menn ráðist í aðgerðir til að kolefnisbinda og annað. En það að ráðast að landi sem þessu, mikilvægu vatnslandi, berjalandi, og griðarstað mófugla, það er bara virðingarleysi gagnvart náttúrunni. Algjört,“ segir Aðalsteinn. Ekki einhugur um umhverfisleg áhrif Þá virðist ekki ríkja einhugur meðal sérfræðinga um umhverfisleg áhrif aðgerðanna, og hvort fyrirhuguð skógrækt leiði til aukinnar kolefnisbindingar. Anna Guðrún Þórhallsdóttir, prófessor í landnýtingu, segir í viðtali á RÚV að lággróður líkt og sá sem var plægður burt sé betri til bindingar á kolefnum en skógur, sé horft til langs tíma. Sérstaklega þar sem endurplanta þurfi slíkum skógum á 50 til 70 ára fresti til þess að hámarka kolefnisbindingu. Hún segir að trjágróður og skógur taki mikið kolefni en bindi það fyrst og fremst ofanjarðar í trjábolnum og laufkrónunni. „Í fjölærum lággróðri, sem er í úthaga á Íslandi til dæmis, setur hann sitt kolefni að mestu leyti niður í jarðveginn. Upptakan fer í rætur því að lággróður, svona fjölærar jurtir, er með allt að 80% af lífmassanum neðanjarðar á meðan skógurinn er með meirihlutann ofanjarðar,“ segir hún. Náttúrustofa Norðausturlands mótmælti fyrirhugaðri skógrækt, en líffræðingur á þeirra vegum telur áformin ógna fuglalífi. Sjá frétt RÚV. Bjarni Diðrik Sigurðsson, prófessor í skógfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands, segir skógrækt í mólendi leiða til aukinnar kolefnisbindingar, allar innlendar rannsóknir bendi til þess. Hann var til viðtals á RÚV í gærkvöldi. „Þessi röksemd í rauninni, að vera á móti skógrækt sem loftslagsaðgerð vegna þess að það verði svo mikil losun frá jarðveginum, hún rímar ekki við þessar rannsóknarniðurstöður sem við höfum frá Íslandi,“ segir Bjarni. Hann segir að íslenskur eldfjallajarðvegur innihaldi meira kolefni en þurrlendisjarðvegur almennt, og hann haldi mjög fast í kolefni. Þess vegna geti niðurstöður íslenskra rannsókna verið ólíkar niðurstöðum víða erlendis. Segja stjórnarformann Yggdrasils sitja við tvö borð Þá hefur athygli verið vakin á því að stjórnarformaður Yggdrasils Carbon, Hilmar Gunnlaugsson, hafi sinnt margvíslegum lögmannsstörfum fyrir sveitarfélagið Norðurþing, og spurningar vaknað um það hvernig fyrirtæki hans fékk landið afhent. Hilmari finnst sú umræða ómakleg. Hann segir að sveitarfélagið hafi átt frumkvæði að þessu, og meira að segja hafi tveir aðilar verið beðnir um að gera tilboð í landið. „Lögmaður Norðurþings, Hilmar Gunnlaugsson, situr við tvö borð. Annars vegar sem lögfræðilegur ráðgjafi og málafylgjumaður sveitarstjórnar Norðurþings, og hins vegar við hitt borðið sem forsvarsmaður Yggdrasils og tækifærissinni í viðskiptum,“ segir Stefán Guðmundsson Húsvíkingur. Hann segir að það veki furðu að menn sem búa yfir trúnaðarupplýsingum sveitarfélaga eigi í viðskiptum við þau með sín einkafyrirtæki. Hilmar vísar því á bug. „Þá held ég að menn ættu að fara yfir það hvernig þetta kom til. Það er alveg rétt að ég er stjórnarformaður hjá Yggdrasil Carbon, og það er alveg rétt að ég hef unnið að ýmsum verkefnum fyrir sveitarfélagið sem lögmaður,“ segir Hilmar. „En ég kom ekki nálægt þessu, og það var að frumkvæði sveitarfélagsins sem fyrirtækið fór að skoða þetta,“ segir hann. Meira að segja hafi tveir aðilar verið beðnir af sveitarfélaginu um að gera tilboð í landið. Sveitarfélagið hafi svo ákveðið að ganga til samninga við Yggdrasil. „Það er auðvitað mikilvægt að menn komi fram með staðreyndir í þessu máli og auðvitað stendur það upp á okkur eins og aðra að koma þeim á framfæri, og við erum að vinna í því,“ segir Hilmar. Taka málinu alvarlega Hilmar segist skilja að menn hafi skoðanir á þessu máli. Hann segir að þau hjá Yggdrasil taki þessu mjög alvarlega og hafi velt því upp innanhúss, hvað varðar sjálft verkefnið, aðdraganda og kynningu. „Ég ber virðingu fyrir því að þetta er berjaland, en hvort þetta er meira notað en annað land, ég þekki það ekki nógu vel,“ segir hann. Hann segir að umfjöllunin sem hefur verið um málið undanfarna daga sé tilefni fyrir fyrirtækið til að fara yfir málin, og skoða hvað þau hefðu getað gert betur. „Við hins vegar höfum verið að vanda okkur og teljum okkur hafa verið að vinna faglega að þessum verkefnum,“ segir Hilmar. „Það er gott að við séum að fá vandaða og mikla umræðu um landnýtingu, líffræðilegan fjölbreytileika og annað slíkt. Auðvitað er eðlilegt að menn skoði hvort allir ferlar hafi verið í lagi. Við sóttum um leyfi og svoleiðis en ég vona að umræðan snúist um þessi atriði,“ segir Hilmar. Athugasemdir vegi ekki nógu þungt Sveitarstjóri Norðurþings hefur ekki gefið kost á viðtali við vinnslu fréttarinnar sökum anna. Soffía Pálsdóttir, formaður skipulags- og framkvæmdaráðs í Norðurþingi, segir í frétt RÚV, að sveitarfélagið hafi tekið athugasemdir Náttúrustofnunar Norðausturlands til greina, en þær hafi ekki vegið nógu þungt til þess að hætta við. Athugasemdirnar lutu að því að tugir spóa, heiðlóa og rjúpnapara myndu missa búsvæði sín ef af skógræktinni yrði. Þau hvöttu sveitarfélagið til þess að hætta við áformin. Soffía sagði að í sveitarfélaginu væri gríðarlega stórt landsvæði þar sem væri mikið fuglalíf, þannig þau þyrftu ekki að hafa áhyggjur af þessum 160 hekturum í Saltvík sérstaklega. Skógrækt og landgræðsla Norðurþing Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Ég get alveg sagt þér að það er gríðarleg óánægja með ákvörðun sveitarfélagsins um að hleypa þessu fyrirtæki með þessa kolefnisbindandi skógrækt í landi Saltvíkur við Húsavík,“ segir Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar, stéttarfélags Þingeyinga. Aðalóánægjan snýr að því að besta mólendið sé eyðilagt „Aðalóánægjan er með að það sé verið að fara í skógrækt í besta, öflugasta og sterkasta mólendinu í landi Húsavíkur. Það er það sem er verið að gagnrýna. Menn velta því fyrir sér af hverju það er farið í það að rista upp besta landið fyrir þessa trjárækt, af því að við erum með annað land,“ segir Aðalsteinn. Hann segir að nóg sé af landi í Húsavík, og að víða í sveitarfélaginu sé öflug trjárækt. Hann furðar sig á að menn velji ekki svæði sem eru veikari fyrir og horfi á þetta sem uppgræðslu. Svæðið í Saltvík sé mjög mikilvægt útivistarsvæði fyrir Húsvíkinga. „Þarna eru bestu berjabrekkurnar, og þarna er mikið um mófugla sem verpa þarna. En þeir voru svo ómerkilegir að þeir fara ofan í varptímann og rista upp svæðið,“ segir hann. Engin smá eyðilegging Aðalsteinn segir öfluga skógrækt hafa verið á Húsavík í áratugi, sem hafi almennt séð verið til fyrirmyndar þótt menn hafi stundum farið offari. „En þarna fara menn í að eyðileggja svæðið með þessum gjörningi. Þetta er engin smá eyðilegging. Það þarf að afrugla þessa rugludalla sem finnst þetta allt í lagi,“ segir hann. Hann kveðst vita til þess að málið hafi vakið upp spurningar hjá sveitarfélaginu, þar sem menn eru að tala um að vanda sig betur. „Menn eru ekkert á móti því að menn ráðist í aðgerðir til að kolefnisbinda og annað. En það að ráðast að landi sem þessu, mikilvægu vatnslandi, berjalandi, og griðarstað mófugla, það er bara virðingarleysi gagnvart náttúrunni. Algjört,“ segir Aðalsteinn. Ekki einhugur um umhverfisleg áhrif Þá virðist ekki ríkja einhugur meðal sérfræðinga um umhverfisleg áhrif aðgerðanna, og hvort fyrirhuguð skógrækt leiði til aukinnar kolefnisbindingar. Anna Guðrún Þórhallsdóttir, prófessor í landnýtingu, segir í viðtali á RÚV að lággróður líkt og sá sem var plægður burt sé betri til bindingar á kolefnum en skógur, sé horft til langs tíma. Sérstaklega þar sem endurplanta þurfi slíkum skógum á 50 til 70 ára fresti til þess að hámarka kolefnisbindingu. Hún segir að trjágróður og skógur taki mikið kolefni en bindi það fyrst og fremst ofanjarðar í trjábolnum og laufkrónunni. „Í fjölærum lággróðri, sem er í úthaga á Íslandi til dæmis, setur hann sitt kolefni að mestu leyti niður í jarðveginn. Upptakan fer í rætur því að lággróður, svona fjölærar jurtir, er með allt að 80% af lífmassanum neðanjarðar á meðan skógurinn er með meirihlutann ofanjarðar,“ segir hún. Náttúrustofa Norðausturlands mótmælti fyrirhugaðri skógrækt, en líffræðingur á þeirra vegum telur áformin ógna fuglalífi. Sjá frétt RÚV. Bjarni Diðrik Sigurðsson, prófessor í skógfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands, segir skógrækt í mólendi leiða til aukinnar kolefnisbindingar, allar innlendar rannsóknir bendi til þess. Hann var til viðtals á RÚV í gærkvöldi. „Þessi röksemd í rauninni, að vera á móti skógrækt sem loftslagsaðgerð vegna þess að það verði svo mikil losun frá jarðveginum, hún rímar ekki við þessar rannsóknarniðurstöður sem við höfum frá Íslandi,“ segir Bjarni. Hann segir að íslenskur eldfjallajarðvegur innihaldi meira kolefni en þurrlendisjarðvegur almennt, og hann haldi mjög fast í kolefni. Þess vegna geti niðurstöður íslenskra rannsókna verið ólíkar niðurstöðum víða erlendis. Segja stjórnarformann Yggdrasils sitja við tvö borð Þá hefur athygli verið vakin á því að stjórnarformaður Yggdrasils Carbon, Hilmar Gunnlaugsson, hafi sinnt margvíslegum lögmannsstörfum fyrir sveitarfélagið Norðurþing, og spurningar vaknað um það hvernig fyrirtæki hans fékk landið afhent. Hilmari finnst sú umræða ómakleg. Hann segir að sveitarfélagið hafi átt frumkvæði að þessu, og meira að segja hafi tveir aðilar verið beðnir um að gera tilboð í landið. „Lögmaður Norðurþings, Hilmar Gunnlaugsson, situr við tvö borð. Annars vegar sem lögfræðilegur ráðgjafi og málafylgjumaður sveitarstjórnar Norðurþings, og hins vegar við hitt borðið sem forsvarsmaður Yggdrasils og tækifærissinni í viðskiptum,“ segir Stefán Guðmundsson Húsvíkingur. Hann segir að það veki furðu að menn sem búa yfir trúnaðarupplýsingum sveitarfélaga eigi í viðskiptum við þau með sín einkafyrirtæki. Hilmar vísar því á bug. „Þá held ég að menn ættu að fara yfir það hvernig þetta kom til. Það er alveg rétt að ég er stjórnarformaður hjá Yggdrasil Carbon, og það er alveg rétt að ég hef unnið að ýmsum verkefnum fyrir sveitarfélagið sem lögmaður,“ segir Hilmar. „En ég kom ekki nálægt þessu, og það var að frumkvæði sveitarfélagsins sem fyrirtækið fór að skoða þetta,“ segir hann. Meira að segja hafi tveir aðilar verið beðnir af sveitarfélaginu um að gera tilboð í landið. Sveitarfélagið hafi svo ákveðið að ganga til samninga við Yggdrasil. „Það er auðvitað mikilvægt að menn komi fram með staðreyndir í þessu máli og auðvitað stendur það upp á okkur eins og aðra að koma þeim á framfæri, og við erum að vinna í því,“ segir Hilmar. Taka málinu alvarlega Hilmar segist skilja að menn hafi skoðanir á þessu máli. Hann segir að þau hjá Yggdrasil taki þessu mjög alvarlega og hafi velt því upp innanhúss, hvað varðar sjálft verkefnið, aðdraganda og kynningu. „Ég ber virðingu fyrir því að þetta er berjaland, en hvort þetta er meira notað en annað land, ég þekki það ekki nógu vel,“ segir hann. Hann segir að umfjöllunin sem hefur verið um málið undanfarna daga sé tilefni fyrir fyrirtækið til að fara yfir málin, og skoða hvað þau hefðu getað gert betur. „Við hins vegar höfum verið að vanda okkur og teljum okkur hafa verið að vinna faglega að þessum verkefnum,“ segir Hilmar. „Það er gott að við séum að fá vandaða og mikla umræðu um landnýtingu, líffræðilegan fjölbreytileika og annað slíkt. Auðvitað er eðlilegt að menn skoði hvort allir ferlar hafi verið í lagi. Við sóttum um leyfi og svoleiðis en ég vona að umræðan snúist um þessi atriði,“ segir Hilmar. Athugasemdir vegi ekki nógu þungt Sveitarstjóri Norðurþings hefur ekki gefið kost á viðtali við vinnslu fréttarinnar sökum anna. Soffía Pálsdóttir, formaður skipulags- og framkvæmdaráðs í Norðurþingi, segir í frétt RÚV, að sveitarfélagið hafi tekið athugasemdir Náttúrustofnunar Norðausturlands til greina, en þær hafi ekki vegið nógu þungt til þess að hætta við. Athugasemdirnar lutu að því að tugir spóa, heiðlóa og rjúpnapara myndu missa búsvæði sín ef af skógræktinni yrði. Þau hvöttu sveitarfélagið til þess að hætta við áformin. Soffía sagði að í sveitarfélaginu væri gríðarlega stórt landsvæði þar sem væri mikið fuglalíf, þannig þau þyrftu ekki að hafa áhyggjur af þessum 160 hekturum í Saltvík sérstaklega.
Skógrækt og landgræðsla Norðurþing Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira