Innlent

Tvennt látið í Nes­kaup­stað og einn hand­tekinn

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Frá Norðfirði þar sem eldri hjón fundust látin í heimahúsi.
Frá Norðfirði þar sem eldri hjón fundust látin í heimahúsi. Vísir/Hjalti

Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú alvarlegt atvik í heimahúsi í Norðfirði. Eldri hjón voru úrskurðuð látin og einn handtekinn í tengslum við rannsókn málsins.

Ekki er grunur um að fleiri tengist málinu að sögn lögreglunnar á Austurlandi.

Lögregla segist ekki geta gefið upp frekari upplýsingar að svo stöddu. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að þau látnu séu eldri hjón.

RÚV greinir frá því að viðbragð lögreglu á Snorrabraut í dag tengist málinu og er haft eftir heimildum að hinn handtekni hafi tekið bíl hinna látnu í nótt og ekið honum til Reykjavíkur.

Lögregla lokaði umferð við Eiríksgötu á þriðja tímanum í dag og stýrði aðgengi á svæðinu. Einn var handtekinn í þeim aðgerðum og er hann sagður tengjast máli hinna látnu í Neskaupstað.

Austurfrétt greinir frá því að hluti Strandgötu, sem liggur í gegnum Neskaupstað meðfram sjónum hafi verið lokaður frá því upp úr klukkan eitt í dag. Í frétt miðilsins segir að þar hafi verið mikil aðgerð í gangi með fimm lögreglubílum og sjúkrabíl.

Veistu meira um málið? Sendu okkur upplýsingar á ritstjorn@visir.is.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Maðurinn var handtekinn eftir að hafa verið veitt eftirför

Viðbúnaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit ríkislögreglustjóra á Snorrabraut í dag þar sem maður var handtekinn tengist atburði í Neskaupstað þar sem tveir fundust látnir í heimahúsi í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×