Innlent

„Aldrei verið eins mikil­vægt að standa saman“

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Jón Björn Hákonarson er forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð.
Jón Björn Hákonarson er forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð. Stöð 2/Einar Árnason

Forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar segir aldrei hafa verið eins mikilvægt og núna að Norðfirðingar og Íslendingar allir standi saman og styðji hvert annað.

Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, segir hug bæjarstjórnar vera hjá þeim sem eiga um sárt að binda vegna þess harmleiks sem varð í Neskaupstað í nótt. Fyrr í vikunni var greint frá því að karlmaður á fertugsaldri hefði látist af völdum voðaskots á meðan hann var á gæsaveiðum nærri Hálslóni.

Tveir fundust látnir á heimili sínu og maður var handtekinn í austurbæ Reykjavíkur í dag í tengslum við málið.

„Þetta eru hræðilegir atburðir sem hafa átt sér stað í þessari viku. Hugur okkar er hjá öllum þeim sem eiga um sárt að binda. Það hefur aldrei verið eins mikilvægt og núna að við sem samfélag, hvort sem er hér og um allt land, að við höldum vel utan um hvort annað og styðjum hvort annað,“ segir hann.

„Þegar mikil áföll dynja yfir þá stöndum við öll saman sem einn og taka utan um hvert annað og styðja hvert annað í gengum þetta,“ segir Jón Björn.


Tengdar fréttir

Tveir látnir í Neskaupstað og einn handtekinn

Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú alvarlegt atvik í heimahúsi í Norðfirði. Tveir hafa verið úrskurðaðir látnir og einn handtekinn í tengslum við rannsókn málsins.

Maðurinn var handtekinn eftir að hafa verið veitt eftirför

Viðbúnaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit ríkislögreglustjóra á Snorrabraut í dag þar sem maður var handtekinn tengist atburði í Neskaupstað þar sem tveir fundust látnir í heimahúsi í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×