Innlent

Velti bíl sínum með lög­regluna á hælunum á Reykja­nes­braut

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá Reykjanesbraut. Slysið átti sér stað við Stapa nærri afleggjaranum að Grindavík. Myndin er úr safni.
Frá Reykjanesbraut. Slysið átti sér stað við Stapa nærri afleggjaranum að Grindavík. Myndin er úr safni. Vísir/Egill

Karlmaður á þrítugsaldri var fluttur á slysadeild í Reykjavík eftir að hann velti bíl sínum á flótta undan lögreglunni á Reykjanesbraut nú síðdegis. Bíllinn valt yfir vegrið á milli akreina.

Lögreglan á Suðurnesjum staðfestir að alvarleg bílvelta hafi orðið á Reykjanesbraut þegar lögregla veitti ökumanni eftirför síðdegis. Bílnum var ekið í átt að Reykjanesbæ en hann valt yfir vegrið og hafnaði í kanti við gagnstæðan vegarhelming.

Ökumaðurinn var einn í litlum fólksbíl sem fór margar veltur, að sögn Herberts Eyjólfssonar, varðstjóra hjá brunavörnum Suðurnesja. Maðurinn gekk sjálfur úr bílnum en hann var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík til skoðunar. Tilkynning um slysið barst brunavörnum Reykjanesbæjar klukkan 17:19 

Slysið átti sér stað á Vogastapa þegar bíllinn var kominn fram hjá afleggjaranum að Grindavík. Bíllinn er gerónýtur, að sögn Herberts.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×