Innlent

And­lát í Nes­kaup­stað, hjón með Downs og ganga­gerð

Bjarki Sigurðsson skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld. Vilhelm

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 ræðum við við yfirlögregluþjón á Austurlandi og forseta bæjarstjórnar Fjarðabyggðar um alvarlegt atvik á Norðfirði en hjón voru úrskurðuð látin og einn handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. 

Við skoðum samgöngusáttmálann en Vegamálastjóri segir samþykkt hans í gær marka mikil tímamót. Nú sé hægt að hefja raunverulegan undirbúning stórra verkefna eins og jarðgangna undir hluta Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar.

Klippa: Kvöldfréttir 22. ágúst 2024

Við ræðum við vinsælasta áhrifavald Grænlands, kíkjum í heimsókn til nýbakaðra hjóna með Downs, og heyrum hvað formaður Neytendasamtakanna hefur að segja um innkomu verslunarinnar Prís á matvörumarkað. 

Þá verðum við í beinni úr Heiðmörk þar sem fréttamaður fræðist um sveppi í sveppaferð Háskóla Íslands og Ferðafélags Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×