Íslenski boltinn

ÍR-sigur í Grafar­voginum og fyrsti sigur Njarð­víkur í mánuð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
342279BD5F64D7259FDCE0323267505F1EFC67EBE3E24EDE2A99471129B577B9_713x0

ÍR gerði góða ferð í Grafarvoginn og vann 1-2 sigur á Fjölni í Lengjudeild karla í kvöld. Þá vann Njarðvík langþráðan sigur þegar liðið lagði Gróttu að velli, 1-0.

Gils Gíslason var hetja ÍR-inga gegn Fjölnismönnum en hann skoraði sigurmark þeirra þegar þrjár mínútur voru til leiksloka.

ÍR komst yfir á 16. mínútu með marki Braga Karls Bjarkasonar. Rafael Máni Þrastarson jafnaði metin fyrir Fjölni átta mínútum síðar og staðan var 1-1 í hálfleik.

Á 67. mínútu fékk Fjölnismaðurinn Axel Freyr Harðarson rauða spjaldið og manni fleiri gengu ÍR-ingar á lagið. Þeir eru með 31 stig í 5. sæti deildarinnar en Fjölnismenn í 2. sætinu með 34 stig. Fjölnir hefur ekki unnið í sex leikjum í röð.

Njarðvíkingar höfðu ekki unnið leik síðan 18. júlí en það breyttist þegar Seltirningar komu í heimsókn í kvöld.

Aðeins eitt mark var skorað í leiknum en það gerði Færeyingurinn Kaj Leo í Bartalsstovu á 33. mínútu.

Njarðvík er með 31 stig í 4. sæti deildarinnar en Grótta, sem hefur tapað fimm leikjum í röð, er á botninum með þrettán stig.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×