Innlent

Reykja­nes­braut lokað við Straums­vík

Lovísa Arnardóttir skrifar
Skjálftahrinan í aðdraganda gossins var nokkuð öflug.
Skjálftahrinan í aðdraganda gossins var nokkuð öflug. Vísir/Vilhelm

Búið er að loka Reykjanesbraut við Straumsvík tímabundið á meðan viðbragðsaðilar ná utan um aðstæður.

Rýming stendur yfir í Grindavík og gengur vel og er á lokasprettinum í Svartsengi.

Það er töluverð umferð en Daði Þorkellsson aðalvarðstjóri hvetur fólk til að stoppa ekki á Reykjanesbrautinni. Það geti valdið hættu.

„Það væri gott að leyfa okkur að ná utan um þetta og svo losnar vel um þegar við erum búnir að því.“

Daði hvetur fólk til að fylgjast vel með færð á vef Vegagerðarinnar, umferdin.is.

Hægt er að fylgjast með fréttum af eldgosinu í vaktinni hér að neðan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×