Yfirgáfu Grindavík í snarhasti: „Ömurlegt ástand að horfa upp á þetta“ Eiður Þór Árnason skrifar 22. ágúst 2024 23:26 Eiríkur Óli Dagbjartsson og Sólveig Ólafsdóttir eru fædd og uppalin í Grindavík. Aðsend Eiríkur Óli Dagbjartsson og Sólveig Ólafsdóttir voru stödd á heimili sínu í Grindavík þegar eldgos hófst í kvöld. Þau eru nú í Hveragerði en þetta er í annað sinn sem þau þurfa að flýja heimili sitt þegar eldsumbrot hefjast. „Við heyrðum í sírenunum. Reyndar hringdi dóttir okkar sem er í björgunarsveitinni, hún fékk tilkynningu og hringdi í okkur og þá svona föttuðum við þetta. Við vorum með lokaða glugga og vorum ekki alveg að heyra strax,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. Næstu skref hafi verið að slökkva á öllu í húsinu, slá út rafmagnstækjum, taka töskurnar, fara út í bíl og drífa sig í burtu. „Það tók bara einhverjar mínútur. Ekkert óðagot, við erum kannski orðin svolítið vön þessu en þetta er ekkert þægilegt. Við gerum bara eins og okkur er sagt og drífum okkur í burtu. Það gengur mjög vel. Þetta er ekki fyrsta rýmingin sem við upplifum.“ Hann hafi einnig verið í bænum þegar þar síðasta gos hófst. Komu sér upp varastað í Hveragerði Enginn var við lokunarpóst þegar hjónin yfirgáfu Grindavík í kvöld, að sögn Eiríks. „Þeir voru greinilega bara farnir svo það var bara greið leið austur úr.“ Hjónin bjuggu í leiguíbúð í Kópavogi í vetur en skiluðu henni 1. júlí og hafa síðan dvalið meira og minna á heimili sínu í suðvesturhluta Grindavíkur. Eiríkur segir að þau hafi keypt lítinn íverustað í Hveragerði í haust þar sem þau geti verið á meðan það er ekki vært í Grindavík. Þrátt fyrir að þau hafi á þessum tímapunkti þolað nokkur eldgosin geti þau enn tekið á sálina. „Þetta er bara drulluóþægilegt sko. Við erum bæði fædd og uppaldir Grindvíkingar og rekjum ættir okkar langt aftur í ættir að miklu leyti. Þannig að við þráum að eiga afturkvæmt og langar ekkert meira. Þetta er bara ömurlegt ástand að horfa upp á þetta og þetta tekur í. Þegar það byrjar að gjósa, það er ekkert grín og svo er þetta alltaf að bíða og bíða og bíða og bið eftir þessu og bið eftir hinu.“ Bænum að blæða út Eiríkur segir lögregluyfirvöld og almannavarnir hafa staðið sig mjög vel í tengslum við jarðhræringarnar en hann gerir athugasemd við þá ákvörðun að takmarka umferð um Grindavík á milli eldgosa. „Hvernig Grindavík hefur verið haldið algjörlega lokaðri allan þennan tíma hefur okkur fundist óþarfi og ofboðsleg forræðishyggja að það hafi ekki bara mátt opna bæinn, því að bænum okkar er bara að blæða út. Það er bara kyrkingartak á honum og það litla lífsmark sem eftir er bara að fjara út. Við erum mörg þarna heima sem hefðum viljað að bærinn fengi að vera meira opinn þegar það er ekkert í gangi. Bara alveg eins og Bláa lónið má vera með opið.“ Þeim finnist bærinn ekki vera óöruggur á milli eldgosa og fundið lítið fyrir skjálftum að undanförnu. „Mjög stór hluti af bænum er bara nákvæmlega eins og hann var fyrir alla þessa atburði, sérstaklega vesturhelmingur bæjarins.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
„Við heyrðum í sírenunum. Reyndar hringdi dóttir okkar sem er í björgunarsveitinni, hún fékk tilkynningu og hringdi í okkur og þá svona föttuðum við þetta. Við vorum með lokaða glugga og vorum ekki alveg að heyra strax,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. Næstu skref hafi verið að slökkva á öllu í húsinu, slá út rafmagnstækjum, taka töskurnar, fara út í bíl og drífa sig í burtu. „Það tók bara einhverjar mínútur. Ekkert óðagot, við erum kannski orðin svolítið vön þessu en þetta er ekkert þægilegt. Við gerum bara eins og okkur er sagt og drífum okkur í burtu. Það gengur mjög vel. Þetta er ekki fyrsta rýmingin sem við upplifum.“ Hann hafi einnig verið í bænum þegar þar síðasta gos hófst. Komu sér upp varastað í Hveragerði Enginn var við lokunarpóst þegar hjónin yfirgáfu Grindavík í kvöld, að sögn Eiríks. „Þeir voru greinilega bara farnir svo það var bara greið leið austur úr.“ Hjónin bjuggu í leiguíbúð í Kópavogi í vetur en skiluðu henni 1. júlí og hafa síðan dvalið meira og minna á heimili sínu í suðvesturhluta Grindavíkur. Eiríkur segir að þau hafi keypt lítinn íverustað í Hveragerði í haust þar sem þau geti verið á meðan það er ekki vært í Grindavík. Þrátt fyrir að þau hafi á þessum tímapunkti þolað nokkur eldgosin geti þau enn tekið á sálina. „Þetta er bara drulluóþægilegt sko. Við erum bæði fædd og uppaldir Grindvíkingar og rekjum ættir okkar langt aftur í ættir að miklu leyti. Þannig að við þráum að eiga afturkvæmt og langar ekkert meira. Þetta er bara ömurlegt ástand að horfa upp á þetta og þetta tekur í. Þegar það byrjar að gjósa, það er ekkert grín og svo er þetta alltaf að bíða og bíða og bíða og bið eftir þessu og bið eftir hinu.“ Bænum að blæða út Eiríkur segir lögregluyfirvöld og almannavarnir hafa staðið sig mjög vel í tengslum við jarðhræringarnar en hann gerir athugasemd við þá ákvörðun að takmarka umferð um Grindavík á milli eldgosa. „Hvernig Grindavík hefur verið haldið algjörlega lokaðri allan þennan tíma hefur okkur fundist óþarfi og ofboðsleg forræðishyggja að það hafi ekki bara mátt opna bæinn, því að bænum okkar er bara að blæða út. Það er bara kyrkingartak á honum og það litla lífsmark sem eftir er bara að fjara út. Við erum mörg þarna heima sem hefðum viljað að bærinn fengi að vera meira opinn þegar það er ekkert í gangi. Bara alveg eins og Bláa lónið má vera með opið.“ Þeim finnist bærinn ekki vera óöruggur á milli eldgosa og fundið lítið fyrir skjálftum að undanförnu. „Mjög stór hluti af bænum er bara nákvæmlega eins og hann var fyrir alla þessa atburði, sérstaklega vesturhelmingur bæjarins.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira