Bannað að keppa á Ólympíumóti fatlaðra vegna húðflúra sinna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2024 10:02 Svona húðflúr kemur í veg fyrir þátttöku keppenda á Ólympíumóti fatlaðra. Getty/Quinn Rooney Keppendur á Ólympíumóti fatlaðra mega ekki vera með ákveðin húðflúr á líkama sinum. Þátttakendur á Ólympíumótinu í ár gætu þar með lent í því að vera bannað að keppa á mótinu séu þeir með húðflúr á skrokknum. Dæmi um húðflúr sem er á bannlista er húðflúr með sjálfum Ólympíuhringunum. Ólympíumót fatlaðra, eða Paralympic Games á ensku, fellur ekki undir Alþjóðaólympíunefndina, IOC. Alþjóðanefnd Ólympíumóts fatlaðra, IPC, bannar keppendum að nota húðflúr sem auglýsingar. Ólympíuhringirnir eru taldir vera slík auglýsing. Þessu fékk breski sundamaðurinn Josef Craig að kynnast fyrir nokkrum árum. Hann var með Ólympíuhringina húðflúraða á brjóstkassann sinn. Craig vann sinn riðil í 100 metra skriðsundi á Evrópumótinu í aðdraganda Ólympíumóts fatlaðra í Ríó 2016 en var dæmdur úr leik vegna húðflúrs síns. Craig keppti því ekki á Ólympíumóti fatlaðra. Íþróttafólk sem keppir á Ólympíuleikunum merkir sig oft með Ólympíuhúðflúri í tilefni að því að vera orðin Ólympíufari en fólkið á Ólympíumóti fatlaðra þarf að fara aðra leið til að halda upp á slíkt afrek ætli þau að mæta aftur eftir fjögur ár. Setningarhátíð Ólympíumót fatlaðra fer fram 28. ágúst næstkomandi en Íslands á fimm keppendur á mótinu í ár. Þau eru Ingeborg Eide Garðarsdóttir, Már Gunnarsson, Sonja Sigurðardóttir, Róbert Ísak Jónsson og Thelma Björg Björnsdóttir. View this post on Instagram A post shared by The Project (@theprojecttv) Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira
Dæmi um húðflúr sem er á bannlista er húðflúr með sjálfum Ólympíuhringunum. Ólympíumót fatlaðra, eða Paralympic Games á ensku, fellur ekki undir Alþjóðaólympíunefndina, IOC. Alþjóðanefnd Ólympíumóts fatlaðra, IPC, bannar keppendum að nota húðflúr sem auglýsingar. Ólympíuhringirnir eru taldir vera slík auglýsing. Þessu fékk breski sundamaðurinn Josef Craig að kynnast fyrir nokkrum árum. Hann var með Ólympíuhringina húðflúraða á brjóstkassann sinn. Craig vann sinn riðil í 100 metra skriðsundi á Evrópumótinu í aðdraganda Ólympíumóts fatlaðra í Ríó 2016 en var dæmdur úr leik vegna húðflúrs síns. Craig keppti því ekki á Ólympíumóti fatlaðra. Íþróttafólk sem keppir á Ólympíuleikunum merkir sig oft með Ólympíuhúðflúri í tilefni að því að vera orðin Ólympíufari en fólkið á Ólympíumóti fatlaðra þarf að fara aðra leið til að halda upp á slíkt afrek ætli þau að mæta aftur eftir fjögur ár. Setningarhátíð Ólympíumót fatlaðra fer fram 28. ágúst næstkomandi en Íslands á fimm keppendur á mótinu í ár. Þau eru Ingeborg Eide Garðarsdóttir, Már Gunnarsson, Sonja Sigurðardóttir, Róbert Ísak Jónsson og Thelma Björg Björnsdóttir. View this post on Instagram A post shared by The Project (@theprojecttv)
Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira