Körfubolti

Morris spilar með Grinda­vík í vetur

Sindri Sverrisson skrifar
Alexis Morris var valin af Connecticut Sun í nýliðavali WNBA-deildarinnar en náði ekki að festa sig í sessi hjá félaginu.
Alexis Morris var valin af Connecticut Sun í nýliðavali WNBA-deildarinnar en náði ekki að festa sig í sessi hjá félaginu. Getty/Sarah Stier

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur fundið bandarískan leikmann fyrir kvennalið sitt fyrir komandi leiktíð í Bónus-deildinni.

Leikmaðurinn heitir Alexis Morris og er að hefja sinn atvinnumannaferil eftir að hafa spilað með LSU í bandaríska háskólaboltanum. Þar var hún í lykilhlutverki þegar liðið vann NCAA titilinn vorið 2023.

Morris, sem er 25 ára bakvörður, var svo valin í nýliðavali WNBA-deildarinnar af Connecticut Sun en spilaði þó ekki fyrir liðið í deildinni.

Í tilkynningu Grindvíkinga segir að Morris sé öflugur sóknarmaður enda hafi hún verið næststigahæst í liði LSU á lokatímabili sínu þar, en hún sé einnig lunkinn varnarmaður með mikinn sprengikraft.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×