Segir DNA-tal ráðherra fráleita skýringu á verðbólgu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. ágúst 2024 19:04 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflinar segir ákvörðun Seðlabankans ða lækka ekki vexti einungis koma niður á tekjulægri hópum. Vísir/Arnar Stjórn Eflingar fordæmir hagstjórn Seðlabankans og segir ákvarðanir peningastefnunefndar einungis koma niður á þeim tekjulægstu - ekki tekjuhærri sem haldi áfram á neyslufylleríi. Formaður félagsins segir ummæli fjármálaráðherra um að verðbólga sé í erfðamengi Íslendinga fráleit. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tók ákvörðun í vikunni að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25 prósentum og verður næsta stýrivaxtaákvörðun tekin eftir sex vikur. Þetta markar rúmt ár af óbreyttum stýrivöxtum og hafa aðilar vinnumarkaðarins gagnrýnt bankann mjög fyrir ákvörðunina. Meðal annars sendi stjórn stéttarfélagsins Sameykis frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hún lýsti verulegum vonbrigðum með ákvörðun peningastefnunefndar. Sameyki gagnrýnir þá ríkisstjórnina harðlega fyrir að standa vörð um að „okrað sé á almenningi með þessari skaðlegu okurvaxtastefnu.“ „Hagstjórn Seðlabankans er þannig fram sett að hún bitnar fyrst og fremst á efnaminna fólki, verka- og láglaunafólki,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vill sjá hærri skatta á hátekjufólk og ferðaþjónustu Seðlabankastjóri sagði ástæðu þess að ekki sé hægt að lækka vexti mikla þenslu í hagkerfinu. Mikil neysla og framkvæmdir haldi uppi verðbólgunni ásamt mikilli eftirspurn eftir húsnæði. „Stjórnvöld þurfa að axla ábyrgð. Þau geta ekki látið fámennan hóp hálaunafólks í peningastefnunefnd bera ábyrgð á þessu. Þau þurfa að takast á við húsnæðisvandann- það þarf að minnka framboð á Airbnb íbúðum. Það verður til þess að þær íbúðir koma inn á leigumarkað sem hjálpar til að keyra niður leiguverð,“ segir Sólveig Anna. „Það þarf að takast á við þenslu ferðaþjónustunnar, til dæmis með því að setja þá grein í eðlilegt virðisaukaskattsþrep, það þarf að hækka skatta á tekjuhátt fólk og það þarf að hækka fjármagnstekjuskatta.“ Hefði í vor ekki órað fyrir óbreyttu ástandi Hún segir ekki hafa komið á óvart að bankinn héldi stýrivöxtum óbreyttum. „Það er auðvitað ömurlegt fyrir okkur í Eflingu, okkur í breiðfylkingunni að sjá að þrátt fyrir að við höfum verið til búin að gera mjög ábyrga kjarasamninga með hófstilltum launahækkunum, að því gefnu að stjórnvöld kæmu að borðinu þá virðast peningastefnunefnd og Seðlabankinn ekki ætla að gera slíkt hið sama,“ segir Sólveig Anna. „Okkur hefði ekki órað fyrir því þegar við undirrituðum þessa kjarasamninga að staðan yrði ennþá svona núna. Seðlabankinn þarf að beina sjónum sínum annað og stjórnvöld þurfa að grípa inn í. Það gengur ekki lengur að pólitíkin frýi sig ábyrgð á efnahagsstýringu á landinu.“ Undarlegt að heyra orð ráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra fyrr í vikunni að það sé í erfðamengi Íslendinga að sætta sig við háa verðbólgu. Hver eru þín viðbrögð við þessum orðum? „Það er náttúrulega ótrúlegt að heyra þetta. Hann sagði þetta ekki bara einu sinni heldur tvisvar, honum fannst þetta greinilega það snjallt. Ef það er í erfðamengi okkar, hvað ætlar hann þá að segja við allt okkar aðflutta fólk, alla okkar aðfluttu félagsmenn eins og í Eflingu. Er það í erfðamengi þeirra? Nei, þetta er náttúrulega fráleit skýring,“ segir Sólveig. „Það sem virðist aftur á móti vera gegn um gangandi hér í íslensku efnahagskerfi er að það er hægt að halda auðstéttinni ósnertri, tryggja að hún hafi það ávallt sem best en beina ávallt sjónunum að verka- og láglaunafólki og neita að létta byrgðinni af þeim. Það virðist vera innbyggt í kerfið, ég ætla ekki að tala um neitt erfðamengi, en þetta var mjög undarlegt að heyra.“ Stéttarfélög Fjármál heimilisins Seðlabankinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Tengdar fréttir Fordæmir hagstjórnina og hvetur ríkisstjórnina til að bregðast við Stjórn Eflingar telur að aðgerðir Seðlabankans gegn verðbólgunni leggist að mestum þunga á tekjulægra og eignaminna launafólk. Hagstjórn bankans sé bæði óréttlát og ómarkviss og hvetur stjórn Eflingar ríkisstjórnina til að bregðast við stöðunni. 23. ágúst 2024 10:59 Áhyggjuefni ef „við sitjum föst eftir“ meðan stóru seðlabankarnir lækka vexti Haldist verðbólga þrálát á sama tíma og vaxtalækkunarferli helstu seðlabanka heimsins er að byrja, einkum í Bandaríkjunum, er það „áhyggjuefni“ ef Ísland mun þá sitja eftir sem gæti ýtt undir frekari hækkun á raungenginu og dregið úr samkeppnishæfni, að sögn seðlabankastjóra. Hann viðurkennir að viðvarandi háar langtímaverðbólguvæntingar séu til marks um vantrú á öllu kerfinu – peningastefnunni, ríkisfjármálunum og aðilum vinnumarkaðarins – að það muni takast að ná niður verðbólgunni, en það sé samt engin afsökun fyrir Seðlabankann að hafa ekki náð þar meiri árangri. 22. ágúst 2024 08:18 Mikil þensla kemur í veg fyrir lækkun vaxta Seðlabankastjóri segir ekki hægt að lækka vexti í þeirri þenslu sem nú ríki í efnahagsmálum. Vextirnir komi mjög misjafnlega við fólk en virðist hafa lítil áhrif á stóran hluta þjóðarinnar því neysla væri enn mjög mikil. 21. ágúst 2024 19:31 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tók ákvörðun í vikunni að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25 prósentum og verður næsta stýrivaxtaákvörðun tekin eftir sex vikur. Þetta markar rúmt ár af óbreyttum stýrivöxtum og hafa aðilar vinnumarkaðarins gagnrýnt bankann mjög fyrir ákvörðunina. Meðal annars sendi stjórn stéttarfélagsins Sameykis frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hún lýsti verulegum vonbrigðum með ákvörðun peningastefnunefndar. Sameyki gagnrýnir þá ríkisstjórnina harðlega fyrir að standa vörð um að „okrað sé á almenningi með þessari skaðlegu okurvaxtastefnu.“ „Hagstjórn Seðlabankans er þannig fram sett að hún bitnar fyrst og fremst á efnaminna fólki, verka- og láglaunafólki,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vill sjá hærri skatta á hátekjufólk og ferðaþjónustu Seðlabankastjóri sagði ástæðu þess að ekki sé hægt að lækka vexti mikla þenslu í hagkerfinu. Mikil neysla og framkvæmdir haldi uppi verðbólgunni ásamt mikilli eftirspurn eftir húsnæði. „Stjórnvöld þurfa að axla ábyrgð. Þau geta ekki látið fámennan hóp hálaunafólks í peningastefnunefnd bera ábyrgð á þessu. Þau þurfa að takast á við húsnæðisvandann- það þarf að minnka framboð á Airbnb íbúðum. Það verður til þess að þær íbúðir koma inn á leigumarkað sem hjálpar til að keyra niður leiguverð,“ segir Sólveig Anna. „Það þarf að takast á við þenslu ferðaþjónustunnar, til dæmis með því að setja þá grein í eðlilegt virðisaukaskattsþrep, það þarf að hækka skatta á tekjuhátt fólk og það þarf að hækka fjármagnstekjuskatta.“ Hefði í vor ekki órað fyrir óbreyttu ástandi Hún segir ekki hafa komið á óvart að bankinn héldi stýrivöxtum óbreyttum. „Það er auðvitað ömurlegt fyrir okkur í Eflingu, okkur í breiðfylkingunni að sjá að þrátt fyrir að við höfum verið til búin að gera mjög ábyrga kjarasamninga með hófstilltum launahækkunum, að því gefnu að stjórnvöld kæmu að borðinu þá virðast peningastefnunefnd og Seðlabankinn ekki ætla að gera slíkt hið sama,“ segir Sólveig Anna. „Okkur hefði ekki órað fyrir því þegar við undirrituðum þessa kjarasamninga að staðan yrði ennþá svona núna. Seðlabankinn þarf að beina sjónum sínum annað og stjórnvöld þurfa að grípa inn í. Það gengur ekki lengur að pólitíkin frýi sig ábyrgð á efnahagsstýringu á landinu.“ Undarlegt að heyra orð ráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra fyrr í vikunni að það sé í erfðamengi Íslendinga að sætta sig við háa verðbólgu. Hver eru þín viðbrögð við þessum orðum? „Það er náttúrulega ótrúlegt að heyra þetta. Hann sagði þetta ekki bara einu sinni heldur tvisvar, honum fannst þetta greinilega það snjallt. Ef það er í erfðamengi okkar, hvað ætlar hann þá að segja við allt okkar aðflutta fólk, alla okkar aðfluttu félagsmenn eins og í Eflingu. Er það í erfðamengi þeirra? Nei, þetta er náttúrulega fráleit skýring,“ segir Sólveig. „Það sem virðist aftur á móti vera gegn um gangandi hér í íslensku efnahagskerfi er að það er hægt að halda auðstéttinni ósnertri, tryggja að hún hafi það ávallt sem best en beina ávallt sjónunum að verka- og láglaunafólki og neita að létta byrgðinni af þeim. Það virðist vera innbyggt í kerfið, ég ætla ekki að tala um neitt erfðamengi, en þetta var mjög undarlegt að heyra.“
Stéttarfélög Fjármál heimilisins Seðlabankinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Tengdar fréttir Fordæmir hagstjórnina og hvetur ríkisstjórnina til að bregðast við Stjórn Eflingar telur að aðgerðir Seðlabankans gegn verðbólgunni leggist að mestum þunga á tekjulægra og eignaminna launafólk. Hagstjórn bankans sé bæði óréttlát og ómarkviss og hvetur stjórn Eflingar ríkisstjórnina til að bregðast við stöðunni. 23. ágúst 2024 10:59 Áhyggjuefni ef „við sitjum föst eftir“ meðan stóru seðlabankarnir lækka vexti Haldist verðbólga þrálát á sama tíma og vaxtalækkunarferli helstu seðlabanka heimsins er að byrja, einkum í Bandaríkjunum, er það „áhyggjuefni“ ef Ísland mun þá sitja eftir sem gæti ýtt undir frekari hækkun á raungenginu og dregið úr samkeppnishæfni, að sögn seðlabankastjóra. Hann viðurkennir að viðvarandi háar langtímaverðbólguvæntingar séu til marks um vantrú á öllu kerfinu – peningastefnunni, ríkisfjármálunum og aðilum vinnumarkaðarins – að það muni takast að ná niður verðbólgunni, en það sé samt engin afsökun fyrir Seðlabankann að hafa ekki náð þar meiri árangri. 22. ágúst 2024 08:18 Mikil þensla kemur í veg fyrir lækkun vaxta Seðlabankastjóri segir ekki hægt að lækka vexti í þeirri þenslu sem nú ríki í efnahagsmálum. Vextirnir komi mjög misjafnlega við fólk en virðist hafa lítil áhrif á stóran hluta þjóðarinnar því neysla væri enn mjög mikil. 21. ágúst 2024 19:31 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Fordæmir hagstjórnina og hvetur ríkisstjórnina til að bregðast við Stjórn Eflingar telur að aðgerðir Seðlabankans gegn verðbólgunni leggist að mestum þunga á tekjulægra og eignaminna launafólk. Hagstjórn bankans sé bæði óréttlát og ómarkviss og hvetur stjórn Eflingar ríkisstjórnina til að bregðast við stöðunni. 23. ágúst 2024 10:59
Áhyggjuefni ef „við sitjum föst eftir“ meðan stóru seðlabankarnir lækka vexti Haldist verðbólga þrálát á sama tíma og vaxtalækkunarferli helstu seðlabanka heimsins er að byrja, einkum í Bandaríkjunum, er það „áhyggjuefni“ ef Ísland mun þá sitja eftir sem gæti ýtt undir frekari hækkun á raungenginu og dregið úr samkeppnishæfni, að sögn seðlabankastjóra. Hann viðurkennir að viðvarandi háar langtímaverðbólguvæntingar séu til marks um vantrú á öllu kerfinu – peningastefnunni, ríkisfjármálunum og aðilum vinnumarkaðarins – að það muni takast að ná niður verðbólgunni, en það sé samt engin afsökun fyrir Seðlabankann að hafa ekki náð þar meiri árangri. 22. ágúst 2024 08:18
Mikil þensla kemur í veg fyrir lækkun vaxta Seðlabankastjóri segir ekki hægt að lækka vexti í þeirri þenslu sem nú ríki í efnahagsmálum. Vextirnir komi mjög misjafnlega við fólk en virðist hafa lítil áhrif á stóran hluta þjóðarinnar því neysla væri enn mjög mikil. 21. ágúst 2024 19:31