Innlent

Virknin svipuð og jafn­vel dregið úr henni

Eiður Þór Árnason skrifar
Eldgosið var magnað að sjá í gær.
Eldgosið var magnað að sjá í gær. Vísir/Vilhelm

Lítið er að frétta af eldgosinu í Sundhnúksgígaröðinni á þriðja degi goss og hefur það náð vissu jafnvægi, að sögn náttúruvársérfræðings.

„Virknin er nokkuð svipuð og hún var í gær, kannski að það hafi örlítið dregið úr henni. Virknin er aðallega á tveimur stöðum nyrst á nyrstu sprungunni og öll virkni norðan við Stóra-Skógfell,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu. Virknin sé á sama stað og í gærkvöldi, á seinni sprungunni sem opnaðist aðfaranótt föstudags.

Hún segir að kvikustrókavirkni og hraunflæði liggi til norðvesturs og gasmengun fer til suðurs. Mjög lítil skjálftavirkni sé á svæðinu og einungis einstaka skjálftar mælst við Stóra-Skógfell.

Skaftárhlaup stendur enn yfir og er það í svipuðum farvegi og verið hefur.

„Það virðist mögulega hafa náð hámarki í fyrrakvöld. Örlítið dregið úr rennsli en ekki mikið, það er kringum 180 rúmmetrar á sekúndu,“ segir Sigríður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×